Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 18

Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 18
[Hlutabréf] Eigendur eignarhaldsfélagsins Hesteyrar vinna að því að skipta félaginu upp í þrjú eignarhalds- félög og hefur skiptingaráætlun verið lögð á borð yfirvalda. Mið- ast skiptingin við 1. september síðastliðinn. Hesteyri er í jafnri eigu eignarhaldsfélagsins Samvinnu- trygginga og útgerðarfyrirtækj- anna FISK Seafood á Sauðárkróki og Skinneyjar-Þinganess á Höfn, Hornafirði. Félögin þrjú, sem taka við eignum og skuldum Hesteyrar, eru B-EST ehf., C- S&Þ ehf. og D-félagið ehf. Liður í uppstokkuninni var sala á tæplega tveggja prósenta hlut í Exista í gær. Hesteyri fékk tæpa 4,8 milljarða króna fyrir sinn snúð en heldur eftir 3,82 prósentum í Exista auk hluta- bréfa í Skinney-Þinganesi. Hesteyri kom fram á sjónar- sviðið sumarið 2002 þegar fyrir- tækið eignaðist fjórðungshlut í Keri, eiganda Olíufélagsins. Þessum bréfum var skipt fyrir bréf í VÍS síðar sama ár. Mikill hagnaður féll í skaut Hesteyrar þegar Exista keypti VÍS eignar- haldsfélag í maí á þessu ári og greiddi kaupverðið með eigin bréfum. Ætla má að Hesteyri hafi grætt um níu milljarða við söluna. Hesteyri leyst upp til eigenda Félagið hagnðaðist gríðarlega á árinu þegar Exista keypti VÍS eignarhaldsfélag. Með kaupunum á franska fyrirtækinu Gibaud Group kemst Össur í hóp tíu stærstu fyrirtækja heims á mark- aði með stuðningstæki. Félagið hefur yfir tuttugu prósenta markaðshlut- deild í Frakklandi. Össur hefur keypt franska fyrir- tækið Gibaud Group fyrir 132 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur um 9,3 milljörðum íslenskra króna. Félagið verður áfram rekið undir eigin nafni, enda hefur vöru- merkið mjög styrka stöðu í Frakk- landi að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar. Þetta eru önnur stærstu fyrirtækjakaup Össurar frá upphafi, á eftir bandaríska stuðningstækjafyrirtækinu Royce sem var tekið yfir árið 2004. Frá árinu 2000 hefur Össur tekið tólf fyrirtæki yfir víðs vegar um heim. Gibaud Group er leiðandi á sviði þróunar og framleiðslu á stuðningstækjum með sérstaka áherslu á spelkur og vörur til notkunar við blóðrásarmeðferðir. Félagið er næststærst á franska stuðningstækjamarkaðnum með yfir tuttugu prósenta markaðs- hlutdeild. Með kaupunum á félag- inu kemst Össur í hóp tíu stærstu fyrirtækja á stuðningstækja- markaðnum. Össur hefur mark- visst verið að styrkja sig á þessum markaði frá því árið 2003, þegar Generation II Group var keypt. Jón segir markaði með stuðningstæki og stoðtæki, þar sem Össur hefur mjög sterka stöðu á heimsvísu, fara vel saman. „Við getum notaða svipaða tækni á stuðningstækjamarkaðnum og í stoðtækjunum. Í báðum tilfellum er grunnhugmyndin sú að verið er að hjálpa fólki að hreyfa sig. Þar að auki eru sölu- og dreifileiðirnar líka svipaðar.“ Gibaud Group hefur jafnframt yfir tíu prósenta markaðshlutdeild á markaði með vörur til notkunar við blóðrásarmeðferð. Þetta er fyrsta skref Össurar í þessa átt. „Við förum inn á þennan markað vegna þess að það eru ákveðin samlegðaráhrif milli markaða með stuðningstæki og blóðrásar- meðferðir í Evrópu. Stuðnings- tæki eru seld í gegnum sérhæfðar heilsubúðir í Evrópu og þar eru þessar vörur líka til sölu.“ Hjá Gibaud Group starfa 361 starfsmaður. Það rekur tvær starfsstöðvar, aðra í Saint-Etienne og hina í Trevoux fyrir norðan Lyon en þar eru framleiddar vörur til notkunar við blóðrásarmeðferðir. TM Software og hugbúnaðar- fyrirtækið AKVA Group ASA hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup þess síðarnefnda á öllum hlutabréfum í Maritech Inter- national AS, dótturfyrirtæki TM Software. Þar með talin eru öll hlutabréf í Maritech sem er með starfsstöðvar í Noregi, Chile, Bretlandi og Bandaríkjunum auk eigna tengdum sjávarútvegi sem heyra undir Maritech hf. á Íslandi og Maritech Software Inc. í Kanada. Heildarsöluverð Maritech- fyrirtækjasamstæðunnar er 80 milljónir norskra króna eða sem samsvarar um 903 milljónum íslenskra króna. Innifalin er yfir- taka á skuldum félagsins. Kaup- verðið verður greitt með pening- um við fullnustu samningsins. Áætluð velta Maritech og tengdra fyrirtækja 2006, sem AKVA kaupir samkvæmt samningnum, er um 1,5 milljarður íslenskra króna. Haft er eftir Ágústi Einarssyni, nýráðnum forstjóra TM Software, í fréttatilkynningu að með sölunni sé TM gert kleift að leggja meiri kraft í þróun og útrás fyrirtækis- ins í lausnum fyrir heilbrigðis- geirann. Þar séu möguleikar á áframhaldandi vexti miklir. Samningurinn gerir ráð fyrir að TM Software afhendi AKVA Group öll kerfi sem fyrirtækið hefur þróað og tengist sjávar- útvegi. Gert er ráð fyrir að söl- unni verði að fullu lokið í febrúar 2007 eftir að áreiðanleikakönnun og frágangur endanlegs samnings hefur farið fram og öll skilyrði samningsins eru uppfyllt. Sjávarútvegshluti Maritech seldur Actavis hefur tilkynnt um sölu á lyfjaverksmiðju sinni í Lier í Noregi til norska tryggingar- félagsins Storebrand. Félagið greiðir sem samsvarar 900 milljón- um króna fyrir verksmiðjuna. Á þriðjudaginn tilkynnti félagið um kaup á verksmiðju indverska lyfja- fyrirtækisins Grandix Pharmac- euticals þar sem fram fer fram- leiðsla og þróun samheitalyfja. Er áætlað að auka afkastagetu verk- smiðjunnar þar úr 700 milljónum taflna í fjóra milljarða. Á sama tíma var tilkynnt um opnun félags- ins á nýrri þróunareiningu á Ind- landi sem mun sérhæfa sig í þróun virkra lyfjaefna. Actavis á tuttugu verksmiðjur í tólf löndum. Breytingarnar í vik- unni eru í samræmi við markmið félagsins um samþættingu fram- leiðslueininga og að styrkja fram- legðarstig samstæðunnar. „Mark- mið okkar fyrir þetta ár að ná EBITDA-framlegð upp á 20 til 21 prósent. Við stefnum á að hækka það hlutfall upp í 21 til 22 prósent á næsta ári,“ segir Halldór Krist- mannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta hjá Acta- vis. Hann segir að til að ná þessu markmiði verði skoðað að minnka enn frekar framleiðslu á öðrum og óhagkvæmari stöðum. Engar ákvarðanir liggi þó fyrir um hvar það verði gert. Actavis dregur úr framleiðslu í Evrópu Lánshæfi Glitnis er óbreytt að mati Standard & Poor’s sem staðfesti mat sitt þrátt fyrir að matsfyrirtækið hafi lækkað lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. Ástæðurnar að baki lækkuðu mati hjá ríkinu voru teknar með í reikninginn við endurskoðun á mati Glitnis, að Standard & Poor’s, en við matið styður styrk staða bankans á heimamarkaði sem og landfræðileg dreifing með starfsemi bankans í Noregi og í Svíþjóð frá því í maí á þessu ári. „Í einkunnagjöfinni er einnig horft til jafns og stöðugs hagnaðar af starfseminni og gæða eigna.“ Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis segir þessa afstöðu Standar & Poor‘s mikilvæga fyrir lánakerfið og staðfesti að Glitnir, sem sé eini bankinn sem metinn er af S&P, sé svo eignadreifður að mat á veikleik- um í íslenska hagkerfinu breyti ekki mati á fjárhagslegum styrk og láns- hæfi bankans. „Ef að líkum lætur mætti draga sömu ályktun um aðra íslenska viðskiptabanka.“ Glitnir heldur einkunn Peningaskápurinn ...
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.