Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 30
Nú er allt upp á holl- ustuna hérna á heimilinu áður en maður fagnar fæð- ingu Frelsarans með steiktum gæsum, hamborgarhrygg, hangiketi, rjómaís, smákökum og krydduð- um kræsingum í 13 daga og 13 nætur samfleytt. Ég nennti ekki að elda í kvöld og stakk upp á skyndibita. Það fékk dræmar undirtektir þar til mér hugkvæmdist að stinga upp á nýjum veitingastað sem býður upp á hollan skyndibita, lífrænt ræktaðan og meinhollan. Við fengum okkur að borða í Tryggvagötu á stað sem heitir ICELANDIC FISH & CHIPS sem þýðir „íslenskur fiskur og fransk- ar“. Reyndar voru þeir ekki með franskar. Fiskurinn var óaðfinn- anlegur en staðurinn á eftir að slípast dáldið til að geta slegið Hamborgarabúlluna út sem minn uppáhalds skyndibitastað. Til dæmis væri upplagt að hafa frammi alls konar sósur og krydd handa gestum án þess að rukka aukalega fyrir hverja fingurbjörg af krydduðu skyri. Sem sagt prýðilegur skyndibiti, en heldur í dýrari kantinum fyrir minn smekk. Jólaskemmtun í Ísaksskóla. Andri lék vitring. Þeir voru í flottum bún- ingum en sögðu fátt, eins og vitringa er siður. Það hlýt- ur að vera gaman að fá að leika persónu sem er í glæsilegum bún- ingi en þarf ekki að læra langan texta utanað. Almennt er talið að vitringarnir þrír hafi heitið Baltas- ar, Melkíor og Kaspar. Andri var ekki alveg klár á því hvern þeirra hann var að leika, nema hvað hann var sá sem kom með gullið, hinir voru með reykelsi og myrru. Persónulega held ég að það hafi verið Baltasar sem kom með gullið, það smellpassar við Baltasar vin minn sem er mikill höfðingi. Sýrlendingar sem eru vel að sér í fornum fræðum halda því fram að hin raunveru- legu nöfn vitringanna hafi verið Larvandad, Gushnasaph og Horm- isdas. Sem getur vel verið að sé rétt hjá þeim án þess að við Andri tökum afstöðu til þess. Reyndar hafa menn lengi velt því fyrir sér af hverju vitringar völdu þessar gjafir handa fátæk- um trésmið og fjölskyldu hans. Sumir halda því fram að vitr- ingarnir hefðu sýnt meiri visku ef þeir hefðu fært fólkinu einhverja nytjahluti – nema þetta hafi verið sérvitringar. En mér finnst þetta vera prýðilega táknrænt fyrir hversu erfitt það er og hefur alltaf verið að velja jólagjafir svo að öllum líki. Byrgismálin eru heldur hráslagaleg. Fyrir mína parta hefði þessi frétt alveg mátt bíða fram yfir þrett- ándann. En æsingurinn í frétta- stofum er orðinn svo mikill að það er að verða fastur siður að kross- festa einhvern vesa-ling á aðvent- unni í beinni útsendingu. Fyrir síðustu jól var sá kross- festi svo stálheppinn að hafa kvatt þetta jarðlíf fyrir nokkrum árum svo að hann var löglega afsakaður frá því að veita sjónvarpsviðtöl. Að þessu sinni er lifandi maður tekinn fyrir. Hann virkar á mig eins og dæmigerður geðvilling- ur. Ég sá kvikmynd um hann og meðferðaraðferðir hans fyrir að ég held tveimur árum og skil ekki enn þann dag í dag að eng- inn úr eftirlitsiðnaði ríkisins skuli hafa talið það í sínum verkahring að tékka á honum. Ef menn reka fyr- irtæki og sýsla með dauða fiska eru heil- brigðisyfirvöld og hvers konar eftirlits- aðilar inni á gafli hjá þeim, að ég tali nú ekki um skattmann. En þeir sem eru með lifandi fólk í höndun- um virðast ekki vera undir neinu eftirliti – og hef ég þó aldrei heyrt minnst á að fisk- verkendum detti í hug að misnota dauðar ýsur, hvað þá standa í BDSM-sambandi við þær. Mín vegna mættu fréttahaukar gjarna veita því athygli að stór hluti þjóðarinnar er á þessum árs- tíma með hugann við jól og jóla- hald. Sjálfsagt eru fréttastjórar fjölmiðla með langa lista yfir aðila sem eiga það skilið að vera kross- festir opinberlega en spurningin er hvort krossfestingar séu við- eigandi forgangsverkefni frétta- stofa á jólaföstunni. Fréttatímar sem eru samansúr- raðar frásagnir af mönnum sem nota farsíma til að útbreiða mynd- ir af besefanum á sér eða sitja fyrir allsberir á Netinu mega gjarna bíða þar til eftir jól. Eink- um vegna þess að þetta eru ekki fréttir af stóratburðum sem eru að gerast hér og nú, heldur er um að ræða fréttir sem fréttamenn geta mótað að vild sinni og birt við hentugleika. Sólveig ávítaði mig í morgun fyrir að taka ekki nægan þátt í jólaundirbúningnum. Ég fór í mikla fýlu. Það eina sem ég tek ekki í mál að sinna er að pakka inn gjöfum og skrifa jólakort. Ég kann ekki að pakka neinu inn nema þá í plastpoka og það langar engan að fá plastpoka í jólagjöf. Og ef ég á að skrifa jólakort dettur mér aldrei neitt í hug nema „Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum liðið. Sólveig og Þráinn.“ Og hvern langar að fá svoleiðis jóla- kveðju? Jólasveinarnir koma með í skóinn handa smáfólkinu á hverjum morgni. Embættisfólk og starfsmenn í öllum stofnunum og stórfyrirtækjum mættu taka þessa afkastamiklu og stundvísu heiðursmenn sér til fyrirmyndar. Allt gengur eins og það á að ganga, enginn seinkun á neinu máli og allir fá góða fyrir- greiðslu, jafnvel betri en þeir eiga skilið – og umfram allt er engin pólitík í spilinu. Sem minnir mig á að ég var að lesa á Netinu notalega sögu af hinum rausnarlega Geira á Gold- finger og vinum hans Gunnari Birgissyni og Ármanni á Alþingi á styrktarsamkomu fyrir HK í Kópavogi. Slóðin á söguna er blogdog.blog. is. Það er líf- legt að fylgj- ast með frétt- um á blog.is – sem er ein- staklega vel heppnuð bloggsíða hjá Mogg- anum. Ég er soldið kvefaður og logandi hræddur um að missa röddina. Út frá því fór ég að hugsa um orðalagið „að fara í mútur“ - sem er notað um raddbreyt- ingu hjá strák- um á kyn- þroskaskeiði. Þá rann alltíeinu upp fyrir mér að orðið mútur er sennilega skylt latneska orðinu „mutat- io“ sem þýðir „breyting“. Þess vegna er út í bláinn að tala um að stjórnmálamenn fari í mútur. Þeir breytast ekki. „Ætli Óskar Bergsson sé end- anlega kominn úr mútum?“ „Ósköp ætlar Gunnar Birgisson að vera lengi í mútum.“ Svona setningar bera vott um lélega máltilfinn- ingu. Paté, kæfa, terrine? Sólveig fann þessa líka fínu uppskrift að villigæsakæfu, paté eða terrine. Ég fylgdi uppskrift- inni út í æsar. Þorði ekki öðru því að hún var alltaf að gefa mér auga. Þetta var heljarmikið puð, ekki síst að úrbeina gæsirnar og hakka höglin. En allt gekk það að óskum þar til ég kom að síðustu línu í upp- skriftinni. Hún hljóðaði svo: „Bakist við 90° í vatnsbaði þar til innri hiti er orðinn 67°.“ Hvaða endemis rugl er þetta? Ég fer daglega í gufubað sem er 92° og er ekki enn þá orðinn að kæfu. Ekki þyrði ég að gefa út mat- reiðslubók og eiga það á hættu að prentvillupúkinn eða eigin afglöp eyðilegðu jólin á mörg þúsund heimilum. GLEÐILEG JÓL! Lesendum Fréttablaðs- ins og landsmönnum öllum: HEILSA OG FRIÐUR! P.S. Ég bakaði kæfuna í litlum skálum við 190° hita í klukkutíma og korter – og árangurinn er dásamlegur. Dauðir fiskar og lifandi manneskjur Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjall að um jóla- föstu-aftökur í beinni útsendingu. Ræt t er um lofsvert fordæmi jólasveinanna sem margir mæ ttu taka sér til fyrirmyndar og loks er minnst á þá fél aga Larvandad, Gushnasaph og Hormisdas, mútur og v illigæsakæfu. Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.