Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 65
Nissarnir eru afar vinsæl fyrir-
bæri í skandinavískri þjóðtrú og
tengjast sérstaklega jólunum. Þeir
eru eins konar húsálfar sem halda
aðallega til í útihúsum á bænda-
býlum og gæta búsins sé vel við þá
gert. Þess vegna þarf til dæmis
alltaf að gefa þeim jólagraut á jól-
unum. Nissinn með jólagrautinn
sinn er orðinn eitt af einkennis-
táknum jólanna á Norðurlöndum
og birtist þannig í ýmsum mynd-
um á jólakortum og jólaskrauti.
Oftast er nissinn í mannsmynd:
Lítill, ófríður, gráklæddur með
rauða topphúfu og sítt skegg.
Orðið ‘nissi’ er ungt orð í sænsku
og norsku og er gæluorð dregið af
nafni jólasveinsins, heilags Nik-
ulásar. Fyrirbærið sjálft á sér
samt mun eldri rætur í þjóð-
trúnni. Ýmis önnur nöfn eru notuð
yfir þennan húsálf í norsku svo
sem: Gardsvorden, gardsbonden,
tunvorden, tunkallen og tomten.
Svipuð nöfn eru til í sænsku.
Meginverkefni nissanna er að
halda öllu í röð og reglu á bænda-
býlunum, sérstaklega í gripahús-
um og úti við. Þeir eru reglufastir
og strangir og þola ekki óreglu af
neinu tagi. Vinnuaðstaða þeirra
er gjarnan í fjósinu en rúmbæli
eiga þeir inni í bæ. Í það getur
enginn lagst nema hljóta verra af.
Í Noregi og Svíþjóð eru til marg-
ar sagnir um hvernig þeim hefn-
ist fyrir sem gleyma að gefa nis-
sanum jólagraut eða borða hann
sjálfir.
Nissarnir eiga sér rætur í þeirri
trú að sá sem upphaflega byggði
býlið og gjarnan er heygður í bæj-
arlandinu sé enn á stjái; hann vaki
yfir býlinu og sé annt um velferð
þess. Eins og nissunum voru haug-
búum líka gefnar gjafir á jólunum
eða öðrum árstímum, til dæmis
jólagrautur eða jólaöl.
Nissarnir eins og þeir birtast á
hinum Norðurlöndunum eru ekki
til í íslenskri þjótrú. Hér eru þó til
sagnir um að býlum fylgi land-
námsmenn eða fyrri ábúendur,
sömuleiðis að sérstakir staðir séu
fornmannagrafir eða haugar og
við þeim megi ekki hrófla. Sú trú
hefur stundum fylgt slíkum stöð-
um að í þeim sé fólgið fé eða önnur
verðmæti. Reyni menn hins vegar
að nálgast þetta góss elti óhappið
þá eða þeim missýndist, svo sem
að bæjarhús standi í ljósum
logum. Til er líka í íslenskum
þjóðsögum að huldufólki sé færð-
ur matur, til dæmis á jólunum.
Rétt er að taka fram að íslensku
jólasveinarnir eru af öðru sauða-
húsi en skandinavísku nissarnir. Í
seinni tíð hafa þeir þó allir starfað
á sama vettvangi ásamt heilögum
Nikulási, og margt af þessari
gömlu þjóðtrú hefur runnið saman
við nýrri jólasiði.
Símon Jón Jóhannsson
þjóðfræðingur
Í jólalaginu ‘Jólasveinar ganga
um gólf’, hvort stend ég upp á hól
eða kannan upp á stól?
Þessi vísa birtist fyrst í seinna
bindi af Þjóðsögum Jóns Árna-
sonar árið 1864:
Upp á stól
stendur mín kanna;
níu nóttum fyrir jól,
þá kem ég til manna.
Stóllinn sem kannan stendur á
heitir könnustóll og var þekkt
húsgagn á heimilum heldri manna
á miðöldum. Á honum stóðu ýmis
ílát með vínföngum. Vísan virðist
vera úr samnorrænu danskvæði
og á að líkindum ekkert skylt við
jólasveina. Vísurnar um jóla-
sveinana sem ganga um gólf ann-
ars vegar og könnuna hins vegar,
standa heldur aldrei saman í
handritum.
Árið 1949 gáfu Friðrik Bjarnason
og Páll Halldórsson út Nýtt
söngvasafn handa skólum og
heimilum, en í því birti Friðrik lag
sitt við vísurnar tvær. Þær höfðu
ekki verið tengdar saman áður, en
lagið og vísurnar urðu brátt mjög
vinsæl og hafa valdið því að nú
telja flestir að vísurnar hafi átt
samleið frá alda öðli.
Kringum 1990 var farið að kenna
börnum í sumum leikskólum upp-
haf seinni vísunnar með þessu
afbrigði:
Upp á hól
stend ég og kanna.
Þessi texti á sér enga forsendu.
Auk þess er það hugsanavilla að
einhver standi upp á hól og kanni,
án þess að tilgreina hvað það sé
sem kannað er. Enginn vill nú
gangast við að eiga upptökin að
þessari útgáfu vísunnar. Hún
hefur samt illu heilli komist á
geisladisk með söng hins ágæta
barnakórs Kársnesskóla og gerir
það líklega erfiðara um vik að
kveða villuna niður.
Árni Björnsson,dr. phil. í
menningarsögu.