Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 72

Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 72
F æstir kunna að halda rétt á hníf og gaffli, margir sötra, smjatta, ropa, sjúga upp í nefið og dæsa. Þetta kann að þykja sjarmerandi áminning um það að Íslendingar bjuggu flestir í kotum í afdölum fyrir ekki svo löngu síðan? Lík- legt er að við eigum meira sameig- inlegt með Bandaríkjamönnum hvað varðar borðsiði en Evrópu- búum, en þar var „Good Etiqu- ette“ (góðar kurteisisvenjur) í hávegum hafðar, að minnsta kosti meðal hefðarfólks, allt frá miðöld- um. Eins og ágætis enskt kver um borðsiði frá átjándu öld segir: „Heimili þar sem borðsiðir eru lít- ilsvirtir elur af sér illa upp alin börn.“ 1Notaðu heilann. Til dæmis þurfa karlmenn ekki að standa upp í hvert skipti sem kona stend- ur upp frá borðum. Vertu bara eins kurteis og þú getur. En ef þú ert á fínu veitingahúsi er ekkert að því að karlmaður dragi stólinn undan borðinu fyrir konu. 2Aldrei gera neitt fyrr en að gestgjafinn geri það fyrst. Þetta gildir um að setjast, borða, setja servíettuna á borðið og standa upp frá borðum. 3Þú ert sestur. Hvað af þessu dóti tilheyrir þér og hvað til- heyrir sessunautinum? Mundu að diskurinn er í miðjunni, hnífar og skeiðar eru til hægri, og gafflar og servíettan þín er til vinstri. Vatns- og vínglös eru til hægri, en litlir diskar, td brauðdiskur, eru til vinstri. Ef það eru margir gafflar, hnífar og skeiðar, þá áttu alltaf að byrja yst, og enda innst. Þetta er vegna þess að venjulega eru manni réttir diskar og vín frá hægri hönd, en þetta er fjarlægt frá borðum frá þeirri vinstri. 4Hvernig á að nota þetta allt saman? Settu servíettuna í kjöltu þér um leið og þú ert sest/ ur. Servíettan á aldrei að vera á borðinu nema þú hafir lokið við matinn. Aldrei setja servíettuna í hálsmálið, nema þú sért ungabarn. Ef þú ert karlmaður, settu aldrei bindið yfir öxlina á þér eða ofan í skyrtuna til að forða því frá mat- ardisknum. Núna máttu fá þér brauð úr brauðkörfunni, og það þykir mun fínna að brjóta brauðið heldur en að skera það. Ekki smyrja brauðið núna, það er alveg bannað. Þú átt að taka þér smá smjör úr smjördiskinum með þínum smjörhníf og setja hann á þinn brauðdisk. Rífðu smá bita af brauðinu og settu smásmjörklípu með þínum hníf á þennan litla bita. Svona máttu halda áfram. 5Nú byrjar forrétturinn, og þú byrjar á ysta gaflinum og hnífnum, eða skeiðinni ef þetta er súpa. Enn og aftur, notaðu heilann. Þú notar ekki hníf í súpu eða skeið í salat. Það er líka ágætt að fylgj- ast með hvað sessunautarnir gera ef þú hefur enga hugmynd. Það er enginn að horfa á þig undir smá- sjá. 6Hvernig á að halda á hníf og gaffli? Haltu gafflinum í vinstri hendi og hnífnum í þeirri hægri. Láttu gaffalinn snúa niður með teinana bogna í átt til þín, en ekki út á við. Ekki halda á hníf og gaffli eins og þú sért með morðvopn í hendinni eða eins og Andrés Önd beint upp í loft. Hafðu vísifingur- inn ofan á þeim báðum sem gefur þér meiri stjórn á því sem þú ert að gera. Aldrei setja hnífapörin aftur á borðið, eftir að þú ert byrj- uð/aður að nota þau. Þegar þú hefur lokið við matinn skaltu raða þeim saman, hlið við hlið á disk- inn. 7Hvernig á að borða súpu? Fylltuskeiðina um 75 prósent og súptu úr henni, án þess að sötra, úr hlið skeiðarinnar í stað þess að stinga henni allri upp í þig. Ekki berja skeiðinni í botninn og vera með læti meðan þú klárar síðustu dreggjarnar, gerðu þetta varlega og hljóðlega. 8Hvernig á að sitja? Beint á stólnum, ekki halla þér fram, eða aftur, og aldrei með olnbog- ana uppi á borði. Ekki draga munninn að disknum þegar þú borðar heldur færðu matinn upp að munninum. Ef einhver biður þig um að rétta eitthvað, getur þú aðeins rétt hluti sem eru nálægt þér. Aldrei rétta hluti eða diska yfir fólk, þú getur bara rétt þá á milli fólks. Ef einhver biður þig um að rétta salt, þá á maður alltaf að rétta saltið og piparinn saman. En aldrei, aldrei salta neitt eða pipra áður en þú hefur bragðað á matnum, það er arg- asti dónaskapur og óvirðing við matreiðslukunnátu gestgjafans. Eins er með sósur og annað krydd. 9Viðkvæm augnablik. Sullað-irðu niður? Ropaðirðu? Hikst- aðirðu? Reyndu að finna þinn innri James Bond. Haltu alltaf í klassann. Segðu bara „afsakið“ og settu servíettuna fyrir munn- inn. Ef þú sullar einhverju á ein- hvern annan, alls ekki byrja að reyna að þurrka það af sjálfur. Þú gætir verið ásakaður um kyn- ferðislega áreitni. Biddu afsök- unar og þú getur boðist til að borga hreinsunarkostnaðinn. Hversu asnalegt sem sullslysið er, haltu alltaf kúlinu. Svona getur alltaf gerst. 10Hvenær má nota fingurna? Ef þú ert ekki viss, notaðu alltaf gaffal. En það eru ákveðnir hlutir sem má nota fingurna við: ferskur nýsoðinn aspas, samlokur, smákökur, litlir ávextir, franskar kartöflur og snakk, hamborgarar og pylsur, maískólfar og þistil- hjörtu, og kræklingur (en þá er tóm skel notuð til að krækja kjötið úr hinum). BÆTTU BORÐSIÐINA! Íslendingar hafa, því miður, skelfilega borðsiði. Við liggjum oft yfir matnum, spænum hann upp með annarri hendinni í miklum flýti, helst með dagblað eða sjónvarp fyrir framan okkur. Anna Margrét Björnsson tók til það helsta sem vert er að rifja upp varðandi góða borðsiði, sem bæði stórir og smáir af báðum kynjum ættu að tileinka sér. Ekkert sýnir hversu vel upp alinn ein- staklingur er eins og borðsiðir hans. Það er hægt að klæðast vel, halda uppi ágæt- is samræðum, en ef maður er ekki full- komlega „ au fait“ þá kemur kvöldverður- inn upp um mann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.