Fréttablaðið - 29.12.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 29.12.2006, Síða 16
fréttir og fróðleikur F í t o n / S Í A Upplýsingum safnað með yfirheyrslum Brennuvargurinn, eða -vargarnir, í Vestmannaeyj- um ganga enn lausir. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur ellefu sinnum verið kveikt í húsum eða mannvirkjum í Vestmanna- eyjum á síðastliðnum sex árum. Lögreglan í Eyjum hefur engan handtekið og liggur enginn undir grun. „Þetta eru ótrúlega erfið mál að eiga við,“ segir Tryggvi Kr. Ólafs- son, rannsóknarlögreglumaður í Vestmannaeyjum, um íkveikjur. „Brennuvargur sem er einn á ferð og segir engum frá gjörðum sínum er gríðarlega erfitt að góma. Þetta getur verið hver sem er, einn eða fleiri.“ Hann telur það ekki áfellisdóm yfir lögreglunni í Eyjum að eng- inn hafi verið handtekinn enn. „Við erum að gera okkar allra besta til að leysa þessi mál. Okkur hefur borist aðstoð frá Reykjavík og munum halda áfram að vinna í þessum málum.“ Hrina íkveiknanna hófst þegar frystihús Ísfélagsins brann til kaldra kola 9. desember árið 2000. Tjónið var metið á þriðja milljarð króna og ríkti óvissa um störf 150 manns þar til ráðist var í endur- byggingu hússins. Mildi þótti að enginn skyldi hafa slasast. Rann- sókn leiddi í ljós að orsök brunans var íkveikja, en enginn sökudólg- ur fannst. Næst var kveikt í kaffistofu Lifrarsamlagsins í lok árs 2002, hinum megin við götuna þar sem frystihúsið brann tveimur árum áður. Skemmdir voru verulegar en enginn slasaðist. Eldur í þessari sömu kaffistofu átti eftir að verða nánast árlegur viðburður, en brennuvargurinn kveikti í henni fjórum sinnum í viðbót á árunum 2002-2006, alltaf í lok árs. Hinn 28. september árið 2005 var kveikt í á tveimur stöðum í bænum nánast samtímis. Annar eldurinn var við ruslagáma við kirkjugarð bæjarins, hinn var í geymslugám- um við malarvöll ungmennafé- lagsins Óðins við Löngulág. Skemmdir vegna eldsins í kirkju- garðinum voru litlar en við íþrótta- völlinn var mikill eldur og skemmdist talsvert af íþróttabún- aði félagsins. Næst var lagður eldur að þró við fiskimjölsverksmiðju Ísfé- lagsins við Strandveg hinn 16. desember síðastliðinn. Eldurinn var mikill og mildi að hann breidd- ist ekki meira út. Á sama tíma var eldur borinn að húsnæði Fiskiðj- unnar um hundrað metrum frá fiskimjölsverksmiðjunni, en hann var slökktur áður en hann náði að breiðast út. Þar hafði nokkrum vörubrettum verið staflað og kveikt í þeim. Síðasta íkveikjan var á mið- vikudag, þegar kveikt var í geymslugámi við skipalyftuna inn við Eiðið. Allt í gámnum var ónýtt. Sem fyrr hefur enginn náðst né verið yfirheyrður með stöðu grun- aðs manns. Hvers konar fólk kveikir í húsum sér til skemmtunar? „Íkveikjuæði er vandamál þar sem einstaklingar upplifa mikla löngun til að horfa á eld og kveikja í. Þessu vandamáli svipar mjög til spilafíknar og stelsýki,“ segir Björn Harðarson sálfræðingur, en hann starfar á því sviði sálfræði sem íkveikjuæði tilheyrir. „Þessir einstaklingar hafa gíf- urlegan áhuga á öllu sem tengist eldi, eins og til dæmis eldsvoðum, slökkvistöðvum og slökkviliðsbíl- um. Þeir reyna gjarnan að fylgjast með eldsvoðum og upplifa mikla löngun til að kveikja í.“ Hann segir fólk með íkveikju- æði oft ekki finna fyrir samvisku- biti vegna þess skaða sem íkveikj- an veldur. „Flestir sem þjást af íkveikjuæði eru karlmenn á ungl- ingsaldri eða ungir menn. Margir hverjir hafa lélega félagshæfni og eru því oft einangraðir.“ En getur fólk losnað við þetta vandamál og náð bata? „Ef menn nást og þiggja með- ferð, eða leita sér aðstoðar sjálfir, þá eru töluverðar líkur á að við- komandi nái bata og kveiki ekki í aftur, eða um sjötíu prósent,“ segir Björn. Vargur laus í Vestmannaeyjum Jákvæð fjár- hagsleg áhrif
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.