Fréttablaðið - 29.12.2006, Qupperneq 16
fréttir og fróðleikur
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Upplýsingum safnað með yfirheyrslum
Brennuvargurinn, eða
-vargarnir, í Vestmannaeyj-
um ganga enn lausir. Eins
og fram kom í Fréttablaðinu
í gær hefur ellefu sinnum
verið kveikt í húsum eða
mannvirkjum í Vestmanna-
eyjum á síðastliðnum sex
árum. Lögreglan í Eyjum
hefur engan handtekið og
liggur enginn undir grun.
„Þetta eru ótrúlega erfið mál að
eiga við,“ segir Tryggvi Kr. Ólafs-
son, rannsóknarlögreglumaður í
Vestmannaeyjum, um íkveikjur.
„Brennuvargur sem er einn á ferð
og segir engum frá gjörðum sínum
er gríðarlega erfitt að góma. Þetta
getur verið hver sem er, einn eða
fleiri.“
Hann telur það ekki áfellisdóm
yfir lögreglunni í Eyjum að eng-
inn hafi verið handtekinn enn.
„Við erum að gera okkar allra
besta til að leysa þessi mál. Okkur
hefur borist aðstoð frá Reykjavík
og munum halda áfram að vinna í
þessum málum.“
Hrina íkveiknanna hófst þegar
frystihús Ísfélagsins brann til
kaldra kola 9. desember árið 2000.
Tjónið var metið á þriðja milljarð
króna og ríkti óvissa um störf 150
manns þar til ráðist var í endur-
byggingu hússins. Mildi þótti að
enginn skyldi hafa slasast. Rann-
sókn leiddi í ljós að orsök brunans
var íkveikja, en enginn sökudólg-
ur fannst.
Næst var kveikt í kaffistofu
Lifrarsamlagsins í lok árs 2002,
hinum megin við götuna þar sem
frystihúsið brann tveimur árum
áður. Skemmdir voru verulegar en
enginn slasaðist. Eldur í þessari
sömu kaffistofu átti eftir að verða
nánast árlegur viðburður, en
brennuvargurinn kveikti í henni
fjórum sinnum í viðbót á árunum
2002-2006, alltaf í lok árs.
Hinn 28. september árið 2005 var
kveikt í á tveimur stöðum í bænum
nánast samtímis. Annar eldurinn
var við ruslagáma við kirkjugarð
bæjarins, hinn var í geymslugám-
um við malarvöll ungmennafé-
lagsins Óðins við Löngulág.
Skemmdir vegna eldsins í kirkju-
garðinum voru litlar en við íþrótta-
völlinn var mikill eldur og
skemmdist talsvert af íþróttabún-
aði félagsins.
Næst var lagður eldur að þró
við fiskimjölsverksmiðju Ísfé-
lagsins við Strandveg hinn 16.
desember síðastliðinn. Eldurinn
var mikill og mildi að hann breidd-
ist ekki meira út. Á sama tíma var
eldur borinn að húsnæði Fiskiðj-
unnar um hundrað metrum frá
fiskimjölsverksmiðjunni, en hann
var slökktur áður en hann náði að
breiðast út. Þar hafði nokkrum
vörubrettum verið staflað og
kveikt í þeim.
Síðasta íkveikjan var á mið-
vikudag, þegar kveikt var í
geymslugámi við skipalyftuna inn
við Eiðið. Allt í gámnum var ónýtt.
Sem fyrr hefur enginn náðst né
verið yfirheyrður með stöðu grun-
aðs manns.
Hvers konar fólk kveikir í húsum
sér til skemmtunar?
„Íkveikjuæði er vandamál þar
sem einstaklingar upplifa mikla
löngun til að horfa á eld og kveikja
í. Þessu vandamáli svipar mjög til
spilafíknar og stelsýki,“ segir
Björn Harðarson sálfræðingur, en
hann starfar á því sviði sálfræði
sem íkveikjuæði tilheyrir.
„Þessir einstaklingar hafa gíf-
urlegan áhuga á öllu sem tengist
eldi, eins og til dæmis eldsvoðum,
slökkvistöðvum og slökkviliðsbíl-
um. Þeir reyna gjarnan að fylgjast
með eldsvoðum og upplifa mikla
löngun til að kveikja í.“
Hann segir fólk með íkveikju-
æði oft ekki finna fyrir samvisku-
biti vegna þess skaða sem íkveikj-
an veldur. „Flestir sem þjást af
íkveikjuæði eru karlmenn á ungl-
ingsaldri eða ungir menn. Margir
hverjir hafa lélega félagshæfni og
eru því oft einangraðir.“
En getur fólk losnað við þetta
vandamál og náð bata?
„Ef menn nást og þiggja með-
ferð, eða leita sér aðstoðar sjálfir,
þá eru töluverðar líkur á að við-
komandi nái bata og kveiki ekki í
aftur, eða um sjötíu prósent,“ segir
Björn.
Vargur laus í Vestmannaeyjum
Jákvæð fjár-
hagsleg áhrif