Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 24
M annkynið stend- ur nú frammi fyrir vanda- samasta verk- efni sögunnar. Þær öru breyt- ingar sem eru að verða á loftslagi jarðar munu svipta okkur því nota- lega umhverfi sem við eigum að venjast. Breytingar eru eðilegur þáttur jarðsögunnar. Síðustu stórbreyt- ingar áttu sér stað þegar ísöldinni lauk og við tók núverandi hlý- skeið. Það sem hins vegar er frábrugð- ið við þær breytingar sem við horf- um fram á er að þær eru af okkar eigin völdum. Og ekkert jafnalvar- legt hefur gerst síðan langa hlý- skeiðið hófst í byrjun eocene-tíma- bilsins, fyrir 55 milljónum ára, þegar breytingarnar voru meiri en milli ísaldarinnar og 20. aldar og stóðu í 200 þúsund ár. Þegar jörðin gengur gegnum hlý- skeið eins og nú stendur yfir er hún föst í hringiðu jákvæðrar svör- unar og það er einmtt hún sem gerir hlýnun andrúmsloftsins svo alvarlega. Viðbótarhiti magnast upp og hefur margfeldisáhrif, hvaðan svo sem hann kemur, hvort sem það er frá gróðurhúsaloftteg- undum, vegna bráðnunar heims- skautaíssins, breytinga á kerfi haf- strauma eða vegna eyðingar regnskóga. Þetta er líkast því að við kveikt- um eld til að orna okkur við og tækjum ekki eftir því þegar við bættum á eldinn að hann léki laus- um hala og húsgögnin skíðloguðu. Þegar slíkt gerist er lítill tími til stefnu til að slökkva eldinn áður en allt húsið verður honum að bráð. Á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá því fyrstu viðvörun- arorðin heyrðust markar árið í ár tímamót viðurkenningar. Hlýnun andrúmsloftsins er hvorki getgát- ur né hræðsluáróður, heldur blá- kaldur veruleiki. Bókin og kvik- myndin „An Inconvenient Truth“ sem er nú sýnd um allan heim, hefur opnað augu okkar fyrir þessu. Myndir af drukknandi ísbjörnum í Norður-Íshafinu vegna þess að svo langt er milli ísjaka að þeir ná ekki að synda á milli, eða af snjóbráðnun á Kilimanjaro í Afr- íku, hafa vakið fólk til umhugsun- ar. Og fjölmargar rannsóknir á lofti, láði og legi, sem kynntar hafa verið á árinu styrkja kenningar um hlýnun. En hvers vegna höfum við verið svo sein að bregðast við þessari miklu ógn sem að okkur steðjar? Og þetta á sérstaklega við um bandarísk stjórnvöld. Hvað kemur í veg fyrir að við áttum okkur á því að hlýnun jarðar er staðreynd og það banvæn staðreynd, sem gæti auk þess verið komin á það stig að hvorki við né jörðin sjálf fáum neitt við ráðið? Ég er nógu gamall til að sjá samsvörun í viðbrögðum fólks fyrir meira en 60 árum þegar stríð var í uppsiglingu og þess sem nú er að gerast með hlýnun jarðar. Við höfum flest á tilfinningunni að eitthvað slæmt sé í aðsigi, en erum jafnóviss núna og fólk var 1938 um hvaða stefnu málin taka og hvern- ig við eigum að bregðast við. Við- brögð okkar nú eru á svipuðum nótum og fyrir síðari heimsstyrj- öldina; við afneitum því sem við sjáum. Kyoto-samningurinn var skuggalega líkur friðarsamningn- um í München á sínum tíma, þar sem stjórnmálamenn voru áfjáðir að láta í veðri vaka að þeir vildu taka á málunum en voru í raun ein- ungis að reyna að tefja tímann. Sökum þess að við erum hjarðdýr, bregst hjörðin ekki við sem heild fyrr en hættan vofir yfir. Það hefur ekki gerst enn þá. Afleiðingin er sú að við bregðumst við hvert á sinn hátt meðan náttúruöflin safna liði gegn okkur. Útlitið er dökkt og þrátt fyrir að við gerum nauðsynlegar úrbætur, bíða okkar eins og í hverju öðru stríði, erfiðir tímar sem munu reyna verulega á okkur. Við erum seig og það þarf meira til en þær hamfarir sem spáð er að hlýnunin hafi í för með sér til að þurrka mannlíf út á jörðinni. Það er hins vegar siðmenningin sem er í hættu. Sem einstök dýrategund erum við ekki svo sérstök og að sumu leyti er mannskepnan eins og hver önnur plága á jörðinni. Siðmenn- ing okkar breytir hins vegar öllu og gegnum hana höfum við orðið jörðinni að liði. Það er veik von til þess að efasemdarfólk hafi á réttu að standa, eða þá að óvæntir atburðir komi okkur til bjargar, svo sem röð öflugra eldgosa sem gætu myndað hlíf fyrir geislum sólar og kælt þannig jörðina. En það eru einungis þeir sem hafa engu að tapa sem veðja á líkur sem þessar. Hvort sem menn hafa einhverjar efasemdir um loftslagsbreytingar í framtíðinni, leikur enginn vafi á því að bæði eykst magn gróður- húsalofttegunda og hitastig hækk- ar. Spár um loftslagsbreytingar byggjast ekki einungis á tölvu- gerðum spálíkönum. Margs konar rannsóknargögn sem aflað er víða um heim liggja þar að baki. Stöð- ugar mælingar eru gerðar á hita- stigi sjávar og lofts og sömuleiðis á lofttegundum í andrúmsloftinu, skýjafari, ísmagni sjávar, jöklum og almennu ástandi lífríkis lands og sjávar. Gervihnettir á sporbaug um jörðina skrá nákvæmlega síbreyti- lega ásýnd jarðar. Tækjabúnaður um borð í þessum geimförum mælir breytilegt hitastig loft- hjúpsins og magn mismunandi lofttegunda í honum. Langtímarannsóknir á náttúru- fari jarðar eru sömuleiðis góð vís- bending um loftslagsbreytingar. Við höfum öðlast mikla þekkingu á veðurfarssögu jarðar með rann- sóknum á borkjörnum úr jöklum Grænlands og Suðurskautslands- ins. Árið 2004 tilkynntu Jonathan Gregory og félagar hans við háskólann í Reading, að ef hitastig jarðar hækkaði um 2,7 gráður á Celsíus, myndi það hafa mikil áhrif á jökulhettuna á Grænlandi. Hún myndi bráðna og halda áfram að bráðna þar til hún væri að mestu horfin, jafnvel þótt hitastig lækk- aði niður fyrir viðmiðunarmörk. Sökum þess að náið samband virðist vera milli hitastigs og kol- tvísýringsmagns í andrúmsloftinu er hægt að miða mörkin út frá báðum þessum þáttum. Vísinda- mennirnir Richard Betts og Peter Cox við Hadley-loftslagsmiðstöð- ina hafa komist að þeirri niður- stöðu að hækki hitastig jarðar um fjórar gráður muni það riðla regn- skógum jarðar og að örlög þeirra verða hin sömu og Grænlandsjök- uls, þeir hverfa og eftir stendur eyðimörk. Ef þetta gerist hverfur enn einn hluti kælikerfis jarðar og afleið- ingin verður enn frekari hækkun hitastigs. Ísmassinn kringum norður- skaut jarðar þekur álíka stórt svæði og Bandaríkjunum nemur, og þar lifa ísbirnir og önnur heim- skautadýr. Aukinheldur virkar ísinn sem endurvarpi fyrir sólar- geisla sumartímans á norðurhjara og hjálpar þannig til við að kæla jörðina. Þegar þessi ísmassi bráðnar eins og margt bendir til, verður vissulega hægt að sigla skipum á norðurpólinn, en um leið höfum við misst loftkælingu heimsskauta- íssins. Sjávardjúpin á þessum slóð- um munu gleypa í sig geisla sólar, hitna og herða þannig enn á bráðn- un Grænlandsjökuls. Ef við gefum okkur að til séu við- miðunarmörk og við förum yfir þau, gætu þjóðir heims takmarkað skaðann með því að stöðva losun koltvísýrings og metans. Það myndi hægja á hlýnuninni og sömuleiðis á hækkun yfirborðs sjávar og það tæki lengri tíma að ná hámarkshita en það gerði ef við héldum okkar striki eins og ekkert hefði í skorist. Engu að síður væri skaðinn þegar orðinn mikill. Þótt ég aðhyllist grænan hugs- unarhátt og teljist til hóps græn- ingja, er ég fyrst og síðast vísinda- maður. Þess vegna hvet ég vini mína í röðum græningja til að end- urskoða saklausa trú sína á sjálf- bæra þróun og endurnýtanlega orkugjafa og það mat þeirra að þetta tvennt ásamt orkusparnaði sé allt sem til þurfi. En það sem mest er um vert er að græningjar láti af þvermóðsku- fullri andúð sinni á kjarnorku. Jafnvel þótt þeir hefðu rétt fyrir sér að öllu leyti um hættur henni samfara – sem þeir hafa ekki – er notkun hennar sem orkugjafa lítil ógn í samanburði við þá hrikalegu hættu sem hitabylgjur og hækkun yfirborðs sjávar hafa í för með sér fyrir sjávarbyggðir heimsins. Með þessu er ég ekki að mæla með kjarnorku sem allra meina bót fyrir heiminn til lengri tíma litið né heldur sem lausn á öllum vanda okkar. Ég sé hana einvörð- ungu sem eina markverða úrræð- ið sem við höfum nú um stundir. Við verðum hins vegar að gera miklum mun meira en að snúa okkur í auknum mæli að kjarn- orku ef okkur á að takast að koma í veg fyrir að miðaldamyrkur leggist á ný yfir jörðina síðar á þessari öld. Við verðum að spara orku hvar sem færi gefst en mig grunar að það sé hægara sagt en gert líkt og gerist með að fara í megrun. Mark- mið okkar á að vera að hætta notk- un jarðefnaeldsneytis eins fljótt og auðið er og við verðum að hætta að ganga endalaust á auðlindir náttúrunnar. Nú þegar er búið að brjóta meira land til ræktunar en jörðin þolir og ef við reynum að rækta hvern skika jarðar til að fæða íbúa hennar, fer fyrir okkur eins og sjó- mönnum sem brenna rá og reiða skips síns til að halda á sér hita. Okkur ber ekki að líta einungis á lífríki jarðar sem ræktunarland, það hefur mikilvægu hlutverki að gegna fyrir andrúmsloftið og nátt- úrufar jarðar sem heild. Geimfarar sem séð hafa jörðina utan úr geimnum hafa séð hversu stórkostlega falleg plánetan okkar er og þeir tala iðulega um að fara heim til jarðar. Ég bið einfaldlega um að við leggjum nú til hliðar deilumál þjóða og einstaklinga í milli, og sýnum þann kjark að við- urkenna að hin raunverulega ógn sem að okkur steðjar stafar af framferði okkar gegn jörðinni, sem við tilheyrum og er svo sann- arlega heimili okkar. Of lítið of seint? Hlýnun and- rúmsloftsins er staðreynd Líkt og með sjálfa hlýnun andrúmsloftsins hefur meðvitund okkar um hugsanlegar náttúruhamfarir af þessum völdum aukist verulega. Vísindamenn hafa varað við þessari þróun í tvo áratugi en stjórnmálamenn hafa ávallt kvartað undan skorti á sönn- unargögnum. Frumsýning Davids Guggenheim á heimildarmyndinni „An Inconvenient Truth“, 24. maí síðastliðinn þar sem Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, fer með aðalhlutverkið, markaði tímamót í skoðanamyndun almennings í þessum efnum, ásamt því sem nýjar og afar sannfærandi rannsóknarniðurstöður birtust um líkt leyti. Það er kannski kaldhæðni ör- laganna að breski vísindamaðurinn James Lovelock, höfundur Gaia-kenningarinnar sem gengur út á að jörðin sé sjálfstillandi lifandi efnisheild, telur að þessi viðurkenning á vandanum komi of seint. Hann hvetur okkur engu að síður til að endurmeta stöðuna og hugleiða bráðabirgðaaðgerðir sem gætu hægt á hlýnun jarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.