Fréttablaðið - 29.12.2006, Side 36

Fréttablaðið - 29.12.2006, Side 36
Siðir um áramót geta verið skondnir og skemmtilegir. Í Cornwall á Englandi er siður að setja kol og silfurpeninga fyrir framan útidyrnar á nýársnótt. Það á að tryggja íbúum hússins yl og næga peninga út árið. Í Þýskalandi nota menn lauka til að spá fyrir um veðrið á nýja árinu. Sex laukar eru skorn- ir í tvennt og salti dreift í sárin. Hver helm- ingur stendur fyrir einn mánuð ársins. Eftir nokkrar klukkustundir eru laukarnir skoð- aðir. Ef saltið hefur horfið inn í laukinn þýðir það vætusama mánuði. Ef saltið er enn utan á lauknum þýðir það hita og þurrviðri. Í Hollandi brennir fólk jólatrén á brennum og skýtur upp flugeldum til að reka anda síðasta árs í burtu. Á nýársdag í Grikklandi er borin á borð sérstök kaka sem heitir Vassil- opitta. Inni í kökunni er silfur- eða gull- peningur. Kökunni er dreift eftir strangri röð og sá sem finnur peninginn mun eiga gæfuríkt ár. Á Spáni er siður að borða tólf vínber á mið- nætti á gamlárskvöld, eitt í hvert skipti sem klukkan slær. Fæstum tekst að koma niður tólf vínberjum á tólf klukkuslögum, en sið- urinn vekur kátínu þar sem fólk óskar hvert öðru gleðilegs árs með fullan munn af vín- berjum. Í Austurríki borða menn svínakjöt á nýárs- kvöld, vegna þess að svín eru svo dugleg að róta sér áfram. Sælgæti er líka borið fram í formi grísa og svína. Humar er ekki borðað- ur á gamlárskvöld, en neysla hans boðar afturför á árinu. Í Brasilíu er því trúað að linsubaunajurtin tákni ríkidæmi og linsubaunasúpa er borð- uð á nýársdag eða linsubaunir og hrísgrjón. Á Filippseyjum hoppa börnin tíu sinn- um meðan klukkan slær tólf, en það þýðir að þau muni stækka meira á nýja árinu. Í Rúmeníu trúa menn að dýrin fái mál um mið- nætti, en sömuleiðs að það boði ógæfu að heyra þau tala. Á nýársdag í Egyptalandi mega allir klæðast skærum fötum, jafnvel stúlkurnar sem klæðast yfirleitt svörtu. Börnum er einnig gefið nammi en strák- arnir fá nammi í laginu eins og strákur á hestbaki en stelpur fá nammi í laginu eins og stelpa í kjól. Í Japan standa nýárshátíðahöld í þrjá daga. Fólk klæðist nýjum fötum og hús eru skreytt með greni sem boðar æskuljóma og styrk, bambus sem boðar heppni og plómur sem boða visku og kjark. Á gamlárskvöld fá allir tækifæri til að hringja bjöllu í búddamu- sterinu þangað til hringt hefur verið 108 sinnum. Þeir sem ná að hringja verða ham- ingjusamir á árinu. Þá hafa Japanar fyrir sið að hlæja þegar klukkan slær tólf því það boðar mikla heppni. Á Srí Lanka er haldið upp á nýja árið 13. eða 14. apríl því þar er notað Hindú-dagatal. Á gamlárskvöld er enginn matur eldaður né kveikt á ljósum, flugeldum eða brennum heldur notar fólk tímann í að heimsækja vini og ættingja. Á gamlársdag í Víetnam er planta, eins og bambus-plantan, gróðursett í garði fjöl- skyldna. Fjölskyldur skreyta síðan plönt- una með bjöllum, blómum og rauðum borð- um. Skreytingarnar eru ekki fyrir augað heldur til að vernda fjölskylduna gegn illum öndum. Í Ástralíu er nýársdagur dagur til að gera eitthvað skemmtilegt úti eins og fara í laut- arferð eða útilegu á ströndinni eða fara á brimbretti. Í Mexíkó eru konur í rauðum nærfötum á áramótum, en það eykur líkurnar á að þær finni ástina á nýju ári. Í Venesúela notar fólk hins vegar gul nær- för á gamlárskvöld en það boðar gæfu á nýja árinu. Á Ítalíu er mistilteinn hengdur á útidyrnar, en það boðar gæfu á nýju ári. Vínberjaát, laukar og rauð nærföt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.