Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2006, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 29.12.2006, Qupperneq 40
SIRKUS Ég var að heyra... 4 Hljómsveitin Á móti sól, sem kallar sig nú: Magni og Á móti sól, kemur fram á morgun á stórdansleik á Broadway. Í auglýsingum fyrir dansleikinn er auglýst að með sveitinni komi fram sérstakur Rock Star-gestur. Sirkus er bæði ljúft og skylt að upplýsa að þessi sérstaki gestur er náttúrulega engin önnur en hin suðurafríska Dilana. Þetta verður í þriðja skiptið sem Dilana kemur hingað til lands á skömmum tíma en í viðtali við Sirkus fyrir skömmu sagðist hún ástfangin af landi og þjóð. Hún lýsti sérstakri hrifningu sinni á íslensku skyri sem hún sagði allra meina bót. „Mig langar að baða mig í því,“ sagði hún meðal annars í viðtalinu. Flutningur Dilönu á Police-laginu um vændiskonuna Roxanne hefur náð talsverð- um vinsældum hér á landi en ekki fer neinum sögum af frekari landvinningum í Bandaríkjunum eftir að sýningum á Rock Star-þáttunum lauk. Miðinn á tónleikana kostar 2.500 krónur og forsala stendur yfir á broadway.is. ÁSTFANGIN AF ÍSLANDI Dilana á Broadway Leikaraparið Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors eiga von á sínu fyrsta barni. Fréttir þess efnis berast nú um leikarastéttina eins og eldur um sinu. Þetta eru að sjálfsögðu gleðitíðindi enda Björn og Unnur fallegt og hæfileikaríkt fólk og því efnilegur frumburður á leiðinni. Skötuhjúin héldu gleðileg jól í Sviss þetta árið ásamt foreldrum Björns og herma heimildir að þar skemmti þau sér á skíðum. Þegar þeirri ferð er lokið tekur leiklistin aftur við en Björn og Unnur vinna nú að uppsetningu leikritsins Killer Joe. Það mun verða faðir Unnar, Þjóðleikhússtjórinn fyrrverandi Stefán Baldursson, sem leikstýrir verkinu og verður það sýnt í Loftkastalanum snemma á nýja árinu. HÉLDU JÓL Í SVISS Unnur ólétt Að nýja gellan í Kast- ljósinu Erla Tryggvadóttir sé að deita pródúsent á sjónvarpinu sem heitir Helgi. Að lögfræðingurinn ungi Villi Vill sé kominn á nýjan fimm milljóna króna Bens. Að Eiður Smári hafi tekið árlegan jólabolta með félögum sínum úr Breiðholtinu í vikunni. Að enginn hafi þorað að tækla hann nema Sveppi. Að Ragga á Bylgj- unni sé orðin einhleyp. Að Ásgeir Friðgeirsson sé að flytja til Lund- úna þar sem hann mun sjá um ýmis verkefni fyrir Björgólfsfeðga og Eggert Magnússon. Að Eyrún Magnús- dóttir, sem var í Kastljósinu, muni taka við af honum hér heima. Að Hannes Smárason sé búinn að bóka öll herbergin á hótelinu á Flúðum fyrir partí sem hann ætlar að halda á gamlárskvöld. Að fyrirmyndin að hinum kostulega karakter Frímanni Gunnarssyni sé enginn annar en faðir Gunnars Hanssonar, Hans Kristján Árnason. Að hin fyrirmyndin sé Jón Óttar Ragnarsson. Að Ingó Idol og hljómsveitin hans, Veðurguð- irnir, hiti upp fyrir Basshunter hér á landi. Að Flex.is verði með klúbbakvöld hjá Atla skemmtanalöggu á Yello í Keflavík í kvöld. „Þetta er sko áramótakaka en ekki terta, það er mun skemmtilegra enda geta flestir búið til köku,“ segir Ásgeir Kolbeinsson um áramótaþátt Sirkuss. Ásgeir mun stjórna þættinum ásamt Hálfdáni Steinþórssyni og verða þeir félagar í fjögurra tíma beinni útsendingu á milli 14 og 18 á gamlársdag. „Þetta er eina beina útsendingin á gamlársdag held ég og pælingin er að hafa þetta létt og skemmtilegt.“ Strákarnir ætla að skoða það helsta frá árinu auk þess sem hljómsveitir kíkja í heimsókn. „Einnig verða þarna galdrakallar með kanínur og fleira skemmtilegt. Það má segja að landsliðið í skemmtilegheitum mæti til okkar. Einnig getur fólk úti í bæ tekið þátt í útsendingunni í gegnum netið og síma. Beðið um óskalög og annað,“ segir Ásgeir sem er spenntur fyrir þættinum. Ásgeir hefur mikla trú á Hálfdáni félaga sínum sem hann segir skemmtilegan strák sem sé ekki of alvarlegur eða formfastur. „Það er akkúrat það sem svona þáttur þarf á að halda.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásgeir er í beinni útsendingu en strákurinn er alvanur frá árum sínum á Popptíví. Þeir ætla að blanda saman ólíku fólki sem ræðir alls konar málefni. „Einnig munum við skoða mistök í sjónvarpi og útvarpi og svo ætlar Gassi að gera símaat í beinni. Baggalútur mun kíkja á okkur sem og Magni og strákarnir úr Á móti sól.“ Ásgeir hvetur fólk til þess að stilla á áramótakökuna á meðan verið er að ryksuga eða gera flugeldana klára á gamlársdag á milli 14 og 16. ÁSGEIR KOLBEINSSON OG HÁLFDÁN STEINÞÓRSSON TAKA HÖNDUM SAMAN Á GAMLÁRSDAG Fjögurra tíma áramótakaka í beinni á Sirkus FLOTTIR Ásgeir og Hálfdán verða í miklu stuði á gamlársdag. 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.