Fréttablaðið - 29.12.2006, Page 46

Fréttablaðið - 29.12.2006, Page 46
SIRKUS29.12.06 10 tíska Það hefur sýnt sig þennan veturinn að það er allra veðra von. Ég mæli því með því að ef þú átt ekki góða úlpu skaltu fjárfesta í einni slíkri. Þegar kalt er þarftu ekki að klæðast fimm peysum, ullarbrók og lambhús- hettu ef þú átt góða úlpu. Vertu í skvísugallanum og skelltu þér í úlpuna góðu, þá ertu fín og flott í öllum veðrum. Allra veðra von Skartgripir eru að verða ómissandi hluti af heildar- myndinni. Hringir, hálsfestar, eyrnalokkar og armbönd eru orðin ódýr og í lagi að þetta séu ekki ekta demantar sem endast heilu áratugina. Allt er leyfilegt og best er að blanda öllu saman, kúlum, gulli, silfri, perlum, efni, fjöðrum og bara því sem þér dettur í hug. Ekki skemmir það fyrir að við eigum íslenskan „heimsfrægan“ skartgripahönnuð, Hendrikku Waage. Nýtt skart Árið 2006 breyttist allt í svarthvíta mynd. Bæði fatnaður og heimili fólks urði svart hvít. Meira að segja tók nýi flatskjárinn minn upp á því að sýna svarthvíta mynd frá fyrsta degi og enginn gat fundið út hvað var að!! Svarthvít tíska er mjög þægileg, eiginlega of þægileg og ég verð að segja alveg leiðinlega einhæf. Ég mæli því með á nýju ári að fólk taki Borat sér til fyrirmyndar og noti sem flesta liti. Út með svarthvíta tísku og húsgögn og ég tala nú ekki um nýja svarthvíta flatskjáinn. Engir litir! Árið sem há mitti og blöðrupils ruddust yfir píparar- assa og mínipils. Há mitti og blöðrupils eru komin til að vera, ekki vera hrædd við þessar skemmtilegu breytingar því þær verða ennþá eldheitar á árinu 2007. Ný form Margar nýjar verslanir opnuðu á árinu. Ekki bara nýjar heldur spennandi verslanir með hátískuvörum sem ekki hafa sést hér á landi áður. Þar má nefna lífsstílsbúðina 3 hæðir á Laugavegi og nýja verslun Nonna og Hrafnhildar, Liborius á Nýlendugötu. Nýjar verslanir HELGU ÓLAFSDÓTTUR tískumolar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.