Fréttablaðið - 29.12.2006, Side 63

Fréttablaðið - 29.12.2006, Side 63
Íútvarpinu á dögunum var rætt við kaupmann á landsbyggðinni um veðrið. Tilefni viðtalsins var að veðrið var hagstætt fyrir versl- un. Í íþróttafréttum er West Ham orðið áhugavert vegna þess að íslenskir kaupsýslumenn hafa keypt félagið. Útrás íslenskra banka og annarra stórfyrirtækja hefur orðið til þess að nýjar þjóð- hetjur hafa orðið til hér heima, mennirnir sem kaupa upp fyrir- tæki í útlöndum. Ísland samtím- ans er orðið gegnsýrt hugmynda- fræði um mælanlega skilvirkni og árangur og þá er um leið gerð krafa um einfaldan og auðskilinn tölulegan mælikvarða. Í þessu virðumst við elta ítrustu útgáfur vestrænnar markaðshyggju, þannig að lítið jafnvægi er í gildis- mati og viðhorfum. Hin samfé- lagslega athygli og áhersla er á samanburð og samkeppni frekar en félagslega ábyrgð og uppeldi. Gildin sem eru í forgrunni eru peningar, tíska og útlit. Ekkert virðist marktækt lengur nema hægt sé að festa við það prósentu- eða krónutölu. Eiður Smári Guð- johnsen er ekki fremstur íslenskra knattspyrnumanna vegna þrot- lausra æfinga, hæfileika og skiln- ings á leiknum, heldur vegna þess að hann er dýrastur og spilar í deild þar sem miklir peningar eru í húfi. Stórfyrirtæki og milljóna- mæringar eru merkilegir og áhugaverðir vegna þess að þeir eiga svo mikla peninga. Fréttastof- ur telja sig ekki geta sleppt því að segja okkur hvernig þróunin er í Kauphöllinni í öllum almennum fréttatímum jafnvel þótt ekkert sé þar að gerast, en þróun grunnskól- ans eða leikskólans er þá og því aðeins fréttaefni að mannekla eða verkföll séu í þann veginn að trufla daglega rútínu foreldra. Jafnvel bráðsnjöll og uppbyggi- leg hugmynd eins og Íþróttaálfur- inn í Latabæ, sem stuðla á að hreyf- ingu og hollum lífsháttum er nú gengin í björg markaðsvæðingar. Íþróttaálfurinn er orðinn mikil- virkur aðgöngumiði banka og stór- fyrirtækja að nýjum markaðshópi – litlum börnum. Börnum sem sitja límd og hreyfingarlítil fyrir fram- an skjáinn. Hefði verið fráleitt að hugsa sér Álfinn sem talsmann jákvæðrar uppbyggingar aðstöðu fyrir íþróttir og hreyfingu? Ástæða er til að velta fyrir sér hvort þetta séu í raun þau gildi og það lífsviðhorf sem við viljum ala börn okkar upp við. Firring mark- aðsvæðingarinnar, sem gerir alla hluti að varningi með einhvers konar verðmiða, er gengin lengra en margur heldur. Fegurð og útlit er nú markaðsett með svipuðum hætti og gert var áður en vakning varð í kvenréttindamálum á seinni hluta síðustu aldar. Veruleikaþætt- ir og tónlistarmyndbönd yfirkeyra neikvæðar staðalímyndir telpna og drengja þannig að útlitsleg saman- burðarfræði er orðin allsráðandi. Hugmyndir um að útlitið skipti ekki öllu virðast álíka úreltar og trúbadúrinn Gylfi Ægisson, sem samdi á sínum tíma Minningu um mann, þar sem „fegurðin að innan þykir best“. Efnahagsleg velgengni er vissu- lega þakkarverð, en ástæða er til að minnast Mídasar konungs. Hann áttaði sig ekki fyrr en of seint á dekkri hliðum þeirrar efnahags- legu velgengni sem fólst í þakkar- gjöf Díonysosar. Væri það ekki skelfileg tilhugsun ef snerting okkar breytti börnum okkar í skyn- lausar gullstyttur líkt og þegar Mídas snerti dóttur sína? En spyrja má: Á hvað á þá að leggja áherslu og hvaða gildi eiga að vera í brennidepli? Engin ástæða er til að fylgja fordæmi Mídasar konungs og gerast algerlega frá- hverf veraldlegum gæðum. Hins vegar er þetta spurning um jafn- vægi og að við köstum ekki grund- vallargildum um virðingu og til- litssemi fyrir róða. Við þurfum að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og hvert fyrir öðru, en ekki síst að reyna að miðla þeirri virðingu og þeirri tillitssemi til barna okkar. Foreldrar og heimili eru í lykilhlut- verki við að efla þroska barnsins og því er ekki hægt að framselja þá ábyrgð alfarið til skólans eða upp- eldisstofnana að rækta þau gildi sem efla félagsþroska. Það er mik- ilvægt að byrja þetta ræktunar- starf strax í leikskóla og halda því áfram upp grunnskólann – í sam- starfi heimila og skóla – með upp- byggingu jákvæðs umhverfis að leiðarljósi. Það er gríðarlega mikil- vægt fyrir framtíðarvelferð og vel- sæld landsmanna, að byggja upp jákvætt hugarfar virðingar, vináttu og tillitssemi hjá æskunni. Skamm- sýnn dans í kringum gullkálfa og/ eða gullálfa mun hins vegar engu skila nema vandræðum. Hermundur Sigmundsson er prófessor í sálfræði við Háskól- ann á Akureyri og Birgir Guð- mundsson er lektor í fjölmiðla- fræði við sama skóla. Dansað kringum gullálfinn 8.500,- 4.200,- 2.500,- 3.500,- 3.000,- 5.000,- 5.000,- 6.500,- NÚ VERÐA LÆTI! FJÖLSKYLDUPAKKAR GOS DRAUGAKÖKUR risakökur og ísskápar Sölustaður KR-heimilið við Frostaskjól Afgreiðslutími 28.12. kl. 13–22 29.12. kl. 10–22 30.12. kl. 10–22 31.12. kl. 9–16 200,-400,- 200,- 1.300,- 800,- 350,- 6.000,- KR-flugeldar bjóða að vanda magnaða flugelda í ótrúlegu úrvali og á frábæru verði. Þú tryggir pottþétt áramót með heimsókn til okkar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.