Fréttablaðið - 29.12.2006, Side 72

Fréttablaðið - 29.12.2006, Side 72
! Úthlutun úr Minningar- sjóði Karls J. Sighvatsson- ar tónlistarmanns var á miðvikudag og féll styrk- ur sjóðsins í ár til ungs organista eins og í þau fjórtán skipti sem styrk- urinn hefur verið veittur. Að þessu sinni var það Sigrún Magna Þórsteins- dóttir sem hlaut styrkinn. Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1991 skömmu eftir að Karl fórst í hörmulegu slysi á Hellisheiði. Er stofn sjóðsins aflafé af tónsmíðum Karls, auk þess sem félagar hans úr tónlistarbransanum hafa í tví- gang efnt til tónleikahalds sjóðn- um til styrktar. Sigrún Magna er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði nám við Tónlistarskólann á Akureyri og síðar hjá Herði Áskelssyni í Tónskóla Þjóðkirkj- unnar. Hún starfaði sem organisti í Breiðholts- kirkju og Bessastaða- kirkju og stundar nám við Konunglega tónlist- arskólann í Kaupmanna- höfn. Það var bróðir Karls, Sigurjón Sighvatsson, sem afhenti styrkinn og gat þess í ræðu sinni að Minningarsjóðurinn yrði efldur á næstu misserum og að styrkveitingar hans muni í framtíðinni ná til fleiri sviða, en sjóðurinn hefur til þessa einskorðað sig við styrkveitingar til einstaklinga, framlög til kaupa og viðgerða á kirkjuorgelum auk þess að kosta útgáfu á kennsluefni í organleik. Formaður úthlutunarnefndar sjóðsins er Haukur Guðlaugsson, organisti og fyrrum söngmála- stjóri Þjóðkirkjunnar. Úthlutað úr sjóði Karls Kl. 16.30. Gjörningaklúbburinn Einhleypingur mun flytja verk sitt „sí sí“ á Lækjar- torgi í dag. Ár er síðan Einhleyping- ur sýndi gjörning sinn hér á landi en meðlimir hópsins hafa starfað á víð og dreif um allan heim síðastliðið ár. Í kvöld verður fyrsti flutn- ingur á Landnámssetrinu í Borgarnesi á dagskrá – söngatriði með spjalli eða eintali með innskotum og tónlist – þar sem KK og Einar Kárason rifja upp feril þess fyrrnefnda. Þar byggja þeir á samstarfi sínu fyrir nokkrum misser- um þegar Einar skráði sögu KK, Þangað sem vindurinn blæs. Landnámssetrið varð til í Borgarnesi að frum- kvæði Kjartans Ragn- arssonar, leikstjóra og leikritaskálds, og Sig- ríðar Margrétar Guð- mundsdóttur, leikstjóra og fréttakonu. Þar hafa þegar verið settar upp nokkrar sýn- ingar, en til- gangurinn með setrinu er að segja sögu land- náms hér á landi með sýn- ingahaldi og lifandi sagna- hefð íslenskra fornbók- mennta. Saga KK er með viss- um hætti ný Íslend- ingasaga: Einar seg- ist hafa dregið fjölskyldusögu hans og þeirra systkina aðallega upp úr bróður hans og hún sé miklu lengri í bókinni en hún verður þennan klukkutíma sem Einar stendur fyrir í Setrinu. Um annan klukkutíma til sér KK, en þar bætir í sögu Einars að nú heyra menn tóndæmi, lög og stef úr þroskasögu KK. Sagan hefst þegar foreldra KK taka sig upp og flytja til Ameríku 1956 og henni lýkur tveimur áratugum síðar þegar KK snýr heim. Þeir sem kunnugir eru hinni maka- lausu skráningu Einars á þess- ari örlagasögu þurfa ekki að lesa meir, hinir sem ekki þekkja söguna geta kynnt sér hana af verki þeirra félaga, Þangað sem vind- urinn blæs, eða skundað í Borgarnes og heyrt stuttu gerðina í flutningi þeirra félaga. Landnámssetrið er í tveimur samtengdum gömlum húsum í Borgarnesi, Pakkhúsinu sem er frá aldamótunum 1900 sem var geymsla fyrir verslun Jóns á Akri, og Búðarkletti sem var verslunarhús Jóns. Þar eru veit- ingasalir. Í tengslum við veitinga- reksturinn og sýningarsali um landnám Skallagríms er aðstaða til minni leiksýninga: þar sýndi Benedikt Erlingsson Egils sögu sína fyrir fullu húsi fram eftir hausti og er væntanlegur aftur að vori, en þangað til munu sagnamenn af guðs náð, KK og Einar Kárason, verma beð og hjörtu með list sinni. Ein þekktasta hljómsveit ‘68 kynslóðarinnar ásamt Eiríki Haukssyni leikur alla helstu „sixties“ smellina á nýársfagnaði í Súlnasal Hótel Sögu á nýárskvöld. Einnig koma fram Óperuídívurnar og Bítl. Húsið opnar kl. 19 fyrir matargesti, matur borinn fram kl. 20. Fyrir gesti á dansleik opnar húsið kl. 24. Verð: Matur og skemmtun, 12.900 kr. Verð á dansleik 3.800 kr. Pantanir og upplýsingar í síma 525 9950 og á hotelsaga@hotelsaga.is POPS og Eiríki Haukssyni Nýársfagnaður með Í Súlnasal Hótel Sögu nýárskvöld P IP A R • S ÍA • 6 0 9 3 4 Pantað u miða núna!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.