Fréttablaðið - 29.12.2006, Qupperneq 76
Plötuútgefendur voru lengi á
þeirri skoðun að netið væri versti
óvinur tónlistarinnar. Miklum
fjármunum hefur verið mokað í
baráttu fyrir því að stöðva
niðurhal á tónlist í gegnum
svokölluð skráarskiptikerfi (p2p).
Sú barátta hefur engu skilað. Það
er hins vegar alltaf að koma betur
og betur í ljós hvað netið er
frábær vettvangur fyrir kynningu
á tónlist. Það hefur opnað ótal
nýja möguleika bæði fyrir
tónlistarmenn og tónlistaráhuga-
menn.
Í dag gegnir netið mikilvægu
hlutverki fyrir þá sem fylgjast
með tónlist. Tónlist er mjög
áberandi á MySpace (150 milljón
skráðir notendur) og Youtube (7
milljón vídeó í boði) og netmiðlar
eins og Pitchforkmedia og
Drowned in Sound hafa mikil
áhrif á heimsvísu. Tónlistarblogg-
síðum hefur fjölgað mikið. Þar er
mikið um ötula einyrkja eins og til dæmis Egil Harðar, en líka stórar
síður eins og Fluxblog og The Hype Machine þar sem maður getur
fundið allt það sem hugurinn girnist – nýtt dót, tónleikaupptökur og
fágætt efni. Og tónlistarbloggarar eru fljótir að taka við sér ef eitthvað
markvert gerist. Nú keppast til dæmis allir við að setja inn lög með
James Brown í minningu meistarans... Það er óhætt að mæla með
síðunni gorillavsbear.blogspot.com sem er sambland af öflugri
tónlistarbloggsíðu og netmiðli með glás af flottum tenglum og bedazz-
led.com sem hefur að geyma safn af sjaldgæfum tónlistarmyndbönd-
um.
Netið er ómissandi fyrir þá sem vilja uppgötva nýja tónlist, en það
er líka öflugur bandamaður þeirra sem vilja grúska í fortíðinni. Ég
nefni tvö dæmi: hyped2death.com sem sérhæfir sig í pönki frá árunum
1977–1984 og wolfgangsvault.com sem býður upp á nokkur hundruð
tónleika í fullri lengd með listamönnum eins og David Bowie, The
Clash, The Who, Blondie, Neil Young og 10cc svo örfáir séu nefndir. Þú
getur hlustað á alla þessa tónleika án þess að borga krónu og að auki
skoðað lagalistann og lesið ýmsa fróðleiksmola. Ekki galið …
Er netið besti vinur
tónlistarinnar?
Árið er liðið í aldanna
skaut eins og gömul klisja
segir. Nýtt tónlistarár fer
því brátt að hefjast og
þess vegna fór Steinþór
Helgi Arnsteinsson á stúf-
ana og athugaði komandi
útgáfur.
Árið 2006 var því miður ár með-
almennskunnar, tónlistarlega
séð. Einum of mikið af fínum
plötum en sárvantaði allar frá-
bærar plötur. Komandi tónlist-
arár lítur hins vegar mun betur
út á pappírunum. Mikið af stór-
um útgáfum og heill haugur af
sveitum stefna á útgáfu sem
spennandi verður að fylgjast
með. Strax í janúar er von á
nokkrum áhugaverðum plötum,
til dæmis með Clap Your Hands
Say Yeah, Deerhoof, The Shins,
Noruh Jones og nýjustu sveit
Damons Albarn, The Good, the
Bad and the Queen. Einnig er
ekki langt í að ný breiðskífa frá
Modest Mouse, We Were Dead
Before The Ship Even Sank, líti
dagsins ljós en hún átti upphaf-
lega að koma út í byrjun desem-
ber.
Stóru nöfnin í bransanum huga
að útgáfu á árinu eins og
áður. Bæði Metallica, Vel-
vet Revolver og Green
Day hafa sagt í nýlegum
viðtölum að sveitirnar
væru á leið í upptöku-
verið og ekki minni
nöfn en Avril Lavigne,
REM, Black Eyed
Peas, 50 Cent, Queens
of the Stone Age og
Maroon 5 eru víst
öll með plötu uppi í
erminni. Plötu frá
Radiohead hefur
verið beðið í einum
of langan tíma en
hún er loksins
væntanleg.
Gamlar stjörn-
ur ætla líka að rísa
úr dvala árið
2007. The Stoo-
ges ætla að
gefa út The
Weirdness í
lok mars,
Guns N’
Roses koma von-
andi loksins plöt-
unni Chinese Dem-
ocracy út í sama
mánuði, Roxy Music
stefna á endurkomu, einn-
ig Smashing Pumpkins
sem og Portishead og The
B-52’s og eru það stórtíð-
indi. Svo má líka minnast á
plötu Yoko Ono, Yes, I’m a
Witch, sem kemur út í febrú-
ar og hinn stórskrýtni
Michael Jackson hefur
lengi hótað nýrri
plötu.
Megin-
straumur-
inn er langt frá því
sá eini sem ætlar
sér stóra hluti á
árinu. Fjölmargar
hljómsveitir sem
hafa nær einokað
árslista tónlistar-
rýna undanfarin ár
ætla sér að gera slíkt hið
sama með nýjustu skífum
sínum. Má þar til dæmis
nefna ekki minni spá-
menn en Wolf Parade,
Arcade Fire, The Go!
Team, Interpol, Archit-
ecture in Helsinki,
Wilco, Blonde Redhead,
Kings of Leon, The Bra-
very, Spoon, Animal Coll-
ective, Shellac og Black
Rebel Motorcycle Club. Listi
sem gæti litið vel út í árs-
uppgjörinu.
Ekki má heldur gleyma
Bretunum en þar ætla
Bloc Party, Kaiser Chi-
efs, Travis og Art Brut
að halda uppi heiðri
bresks rokks. Nú
reyndar nýlega bár-
ust einnig þær
fregnir að Cold-
play ætlaði að
hætta við fyrirhug-
að frí og ný plata gæti
dottið í hús í lok árs.
Mun erfiðara er hins vegar að
spá fyrir um íslenska útgáfu þar
sem langflestar plöturnar koma
út rétt fyrir jól og eru því í
vinnslu á bilinu ágúst til október.
Nokkur lykilnöfn hafa heyrst
nefnd í þessu samhengi: Mugi-
son, Jakobínarína, Mínus, Appar-
at Organ Quartet, Ghostigtal og
Reykjavík! en frumburður þeirra
þótti sá besti á árinu að mati ráð-
gjafa Fréttablaðsins. Barði
Jóhannsson hefur einnig lofað
tveimur plötum á árinu. Síðan
verður forvitnilegt að fylgjast
með hvort eitthvað verður úr
íslensku elektróbylgjunni sem
var svo áberandi á síðustu Air-
waves. Plötur sveita á borð við
Sprengjuhöllina og Amiina gætu
líka slegið í gegn og miðað við
frammistöðu sína á plötu Skúla
Sverrissonar, Seríu, gæti frum-
burður Ólafar Arnalds verið
meira en lítið áhugaverður.
Önnur stúlka sem gefur góð fyr-
irheit er Hrund Ósk Árnadóttir
sem stelur senunni á jólaplötu
Mannakorna sem kom út fyrir
þessi jól.
Ofangreind umfjöllun er að
sjálfsögðu ekki tæmandi upptaln-
ing og auðvitað má heldur ekki
gleyma öllum nýliðunum sem
gætu slegið í gegn. Áhugasömum
er þó bent á heimasíðurnar met-
acritic.com og insound.com en
þar má finna lista yfir væntan-
legar plötuútgáfur.
Kanadíska hljómsveitin The Arcade Fire
hlóð vitlausu lagi inn á iTunes á annan í
jólum. Áætlað hafði verið að lagið
Intervention yrði sett í sölu á
síðunni 28. desember og átti
ágóðinn að renna til góðgerða-
mála. Í staðinn gátu aðdá-
endur sveitarinnar nælt
sér í lagið Black Wave/
Bad Vibrations. Bæði
lögin verða á annarri
breiðskífu Arcade Fire
sem gefin verður út í
lok mars eða byrjun
apríl.
Win Butler, aðal-
sprauta Arcade Fire,
skrifar um þetta á
heimasíðu sinni og
segir að ekki sé um
alvarleg mistök að ræða. Hann
segir enn fremur að lög af breið-
skífunni, sem kallast Neon Bible,
hafi þegar lekið út á Netið og
muni halda áfram að leka. Þau
muni þó ekki heita réttum nöfn-
um þar. „Það er ekki hægt að
koma í veg fyrir að lögin leki út
einhvern tímann. Þess vegna
settum við sjálf um hundrað lög á
Myspace undir mismunandi
nöfnum, völdum þau sem voru
vinsælust og gerðum plötuna
Neon Bible!“
Settu vitlaust lag á iTunes