Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 80
!óíbí.rk054
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
!óíbí.rk054
Gildir á allar sýningar í
Borgarbíó merktar með rauðu
Frábær ævintýramynd
fyrir alla fjölskylduna!MEÐ ÍSLENSKU TALI
Stórkostleg ævintýramynd
byggð á magnaðri metsölubók
Þegar myrkrið skellur á...
hefst ævintýrið!
Klikkuð grínmynd þar
sem Jack Black og
Kyle Gass fara á
kostum í leit að
Örlaganöglinni.
Stútfull af frábærri
tónlist.
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
KÖLD SLÓÐ kl. 3.40, 5.50, 8.20 og 10.30 B.I. 12 ÁRA
ERAGON kl. 3, 6, 8.20 og 10.40 B.I. 10 ÁRA
ARTÚR OG MÍNIMÓARNIR ÍSL. TAL kl. 3 og 6
TENACIOUS D kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 12 ÁRA
CASINO ROYALE kl. 10.20 B.I. 14 ÁRA
MÝRIN W.ENGLISH SUBTITLES kl. 8 B.I. 12 ÁRA
SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 3
KÖLD SLÓÐ kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA
SÝND Í LÚXUS kl. 5.45, 8 og 10.15
ARTÚR OG MÍNIMÓARNIR ÍSL. TAL kl. 1.30, 3.40 og 5.50
ERAGON kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 10 ÁRA
SÝND Í LÚXUS kl. 1 og 3.20
CASINO ROYALE kl. 8 og 10.50 B.I. 14 ÁRA
HNOTUBRJÓTSPRINSINN ÍSL. TAL kl. 1.30
HÁTÍÐ Í BÆ kl. 1.30, 3.40 og 5.50
BORAT kl. 10.20 B.I. 12 ÁRA
MÝRIN kl. 8 B.I. 12 ÁRA
KÖLD SLÓÐ kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA
ARTÚR OG MÍNIMÓARNIR ÍSL. TAL kl. 4 og 6
TENACIOUS D kl. 8 og 10
ERAGON kl. 3.50 B.I. 10 ÁRA
20% afsláttur fyrir
alla viðskiptavini Kaupþings ef
greitt er með korti frá Kaupþingi
SPENNUMYND EFTIR BJÖRN B. BJÖRNSSON
ÞAÐ ER HÆTTULEGT AÐ LEITA SANNLEIKANS
- ÞÚ GÆTIR FUNDIÐ HANN...
Sveitin með eitt lengsta nafn rokk-
sögunnar, … And You Will Know Us
By the Trail of Dead (hér eftir ein-
göngu kölluð Trail of Dead), hefur
undanfarin ár sent frá nokkrar af
ferskustu plötum sem bandarískt
rokk hefur boðið upp á. Sérstaklega
var platan Source Tags & Codes
ánægjuleg og hlaut hún einróma lof.
Sömu sögu er ekki að segja um síð-
ustu breiðskífu kappanna, Worlds
Apart, sem leit dagsins ljós árið
2005. Sú plata var nokkuð stórt stökk
frá Source Tags & Codes (fram eða
aftur, um það er deilt. Ég kýs að
kalla þetta hliðarstökk): hávaðinn
minni, lagasmíðarnar flóknari og öll
umgjörð í fimmta veldi. Svolítið
brogað hliðarstökk. Seldist illa og
fékk falleinkunn víðast hvar sem að
mínu mati var ósanngjarnt.
Á nýjustu plötu sinni halda Trail
of Dead-liðar áfram að feta sömu
braut og á Worlds Apart. Hljómur-
inn er íburðarmikill en ekki
ofskreyttur. Takturinn er yfirleitt
gríðarlega vel sleginn og dynjandi
gítarriffin ná oft fljúgandi hæðum.
Oft reyndar skil ég ekki hvers
vegna Trail of Dead er ekki frægari
en hún er. Tónar sveitarinnar eru
mun frambærilegri en þekktra
háskólarokksveita en hún rúmast
samt vel innan allra poppmarkaðs-
skilgreininga. Textar einkennast til
dæmis af tilvistarkreppu og ein-
hvers konar sjálfhverfu, afar egó-
sentrískir. Inn á milli má síðan
heyra fallegar kassagítarsballöður
sem ættu að fá hvaða bandaríska
tattóveraðan háskólagaur sem er til
þess sýna á sér mjúku hliðarnar.
Trail of Dead vantar samt sem
áður ískyggilega mikið almennileg-
an slagara. Ekki að það sé slæmt að
pæla í heildinni, þvert á móti, en þá
er alltaf gaman og í raun nauðsyn-
legt þegar ákveðin lög standa upp
úr á breiðskífum. Sú er ekki raunin
á So Divided sem er þó prýðisgrip-
ur.
Háskólarokk fyrir
lengra komna
Leikstjórinn Gus Van Sant sem
þekktastur er fyrir kvikmyndina
Good Will Hunting var tekinn af
lögreglunni rétt fyrir jól. Gus var
drukkinn undir stýri og hafði
hvorki kveikt á framljósum bílsins
né heldur virti hann stöðvunar-
skyldu. „Augu hans voru rauð og
þrútin, hann var þvoglumæltur og
lyktaði alveg hræðilega,“ sagði
talsmaður lögreglunnar í Oregon,
þar sem Van Sant var handtekinn.
Í kjölfar handtökunnar var leik-
stjórinn sendur í blóðprufu sem
sýndi að hann hefði keyrt ölvaður.
Búið er að ákæra Van Sant og þarf
hann að mæta fyrir rétt 17. janúar.
Gus Van Sant er ekki eini leikstjór-
inn í Hollywood sem hefur verið
tekinn ölvaður undir stýri upp á
síðkastið, en þeir Oliver Stone og
Mel Gibson hafa einnig gerst brot-
legir.
Stútur við stýrið
Ísleifur B. Þórhallsson hef-
ur ákveðið að setja aukinn
kraft í dreifingarfyrirtæki
sitt Græna ljósið, sem sér-
hæfir sig í óháðum kvik-
myndum. Á nýju ári stefnir
hann á að sýna eina til tvær
slíkar myndir í hverjum
mánuði.
Ísleifur hefur rekið Græna ljósið,
sem sérhæfir sig í óháðum mynd-
um hvaðanæva úr heiminum, í
nokkur ár en hyggst nú setja meiri
kraft í starfsemina og bjóða upp á
reglulegar sýningar allan ársins
hring. „Það er kannski of snemmt
að kalla þetta klúbb en markmiðið
er vissulega að búa til vettvang,
eins konar samfélag kvikmynda-
áhugamanna, og fá fólk sem er hætt
að fara í bíó aftur í kvikmyndahús-
in,“ segir Ísleifur.
Hann segir að á heildina litið sé
úrvalið í kvikmyndahúsum hér á
landi gott. „Hinu gagnstæða er oft
haldið fram en ég er ósammála því,
í ár og í fyrra voru til dæmis marg-
ar óháðar myndir sýndar hér á
landi. Málið er að þessar myndir
eru sýndar í törnum á kvikmynda-
hátíðum og þar fram eftir götunum,
en það er bara aðferð sem er notuð
til að koma þessum myndum út. Inn
á milli koma hins vegar tímabil þar
sem úrvalið er einsleitara og því vil
ég breyta með því að sjá til þess að
það sé ein eða tvær óháðar myndir í
bíó í hverjum mánuði.“
Ísleifur mun ekki aðeins leitast
við að flytja inn gæðamyndir heldur
vill hann að bíóferðin sem slík verði
hin ánægjulegasta í alla staði og
hefur því samið hinar þrjár gullnu
reglur Græna ljóssins. „Í fyrsta lagi
verður ekkert hlé á sýningum
Græna ljóssins. Þá verða færri aug-
lýsingar þannig að myndin byrjar
fyrr og eftir að sýning hefst verður
ekki hægt að kaupa miða inn þannig
að þeir sem eru í salnum verða fyrir
sem minnstri truflun.“ Hann segir
að vissulega verði fyrirtækið af
tekjum vegna þessa en ætlar ekki
að bæta það upp með hærra miða-
verði. „Við viljum höfða til áhorf-
enda sem leggja mikið upp úr
gæðum og viljum að þeir geti treyst
því að þær myndir sem sýndar eru á
vegum Græna ljóssins höfði til
þeirra og séu þess virði að sjá.“
Hinn 5. janúar verður hin róm-
aða Little Miss Sunshine sýnd á
vegum Græna ljóssins, sem markar
hið nýja upphaf fyrirtækisins. Höf-
uðstaður Græna ljóssins verður í
Regnboganum en myndirnar verða
einnig sýndar í öðrum kvikmynda-
húsum þegar svo ber undir. Af
öðrum myndum sem Ísleifur hefur
tryggt sér réttinn á má nefna Inland
Empire eftir David Lynch, Notes on
a Scandal með Judi Dench og Cate
Blanchett í aðalhlutverkum og hina
kínversku Bölvun hins gullna blóms
eftir leikstjórann Yimou Zhang.