Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 12
 Ríflega tólf hundruð vinnuslys hafa orðið hjá Impregilo á Kárahnjúkum frá upphafi framkvæmda árið 2003. Yfir helmingur slysanna, eða rúm sextíu prósent, hafa valdið fjarveru frá vinnu í minna en þrjá daga. Rúmlega þrjú prósent mannanna hafa verið frá vinnu í tvær vikur eða lengur. Ríflega sextán prósent slysanna hafa valdið fjarveru frá fjórum dögum upp í eina viku og allmörg slys, eða tæp ellefu prósent, hafa valdið fjarveru í þrjá daga. Yfirgnæfandi meirihluti slysanna, eða tæp 87 prósent, eru minniháttar áverkar, til dæmis mar og tognanir. Um fimm prósent eru beinbrot, fimm prósent eru opin sár og svo aðrir óskilgreindir áverkar. Ekki eru öll nýjustu slysin inni í þessum tölum. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkum, segir að tölurnar séu háar og mikið hafi verið um mar og tognanir sem segi sitt um vinnuaðstæður mannanna. „Við höfum áhyggjur af alvarlegu slysunum, en svo ber líka að geta þess að hvert einasta slys er skráð,“ segir hann. Átak hefur verið gert í öryggismálum á Kárahnjúkum. „Við erum búnir að lesa yfir mönnunum og það verður gert áfram. Mennirnir hafa tekið því með jákvæðum hætti og brugðist vel við,“ segir hann. Arnheiður Runólfs- dóttir er ein þeirra fjölmörgu ein- hleypra kvenna sem bíða þess að ættleiða barn á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Hún var búin að vera á svokölluðum hliðarlista í á annað ár þegar hún komst loks inn í umsóknarferlið. Arnheiður furðar sig á því að ekki sé hægt að ætt- leiða börn frá fleiri löndum en þeim sem Íslensk ættleiðing hefur á sinni könnu og þá sérstaklega frá löndum sem heimila einhleypum að ættleiða börn. Arnheiði finnst að Íslensk ætt- leiðing hafi ekki sinnt þörfum ein- hleypra nægilega vel en hún var 38 ára þegar hún hóf ættleiðingarferl- ið en er nú 41 árs. Hún eygði von um að geta sent umsókn til Kína um næstu áramót en þær vonir eru nú að engu orðnar þar sem Kínverjar hafa breytt reglum sínum og úti- loka einhleypa frá ættleiðingum þarlendra barna frá 1. maí 2007. Það er skoðun Arnheiðar að ætt- leiðingarmál eigi að vera á hendi hins opinbera en ekki áhugamanna- samtaka. „Önnur leið væri að Ísland hefði sameiginlega skrif- stofu með einhverju hinna Norður- landanna bæði vegna smæðar landsins og einnig vegna þess að hin Norðurlöndin eru í samskipt- um við fleiri lönd sem styttir ætt- leiðingarferlið.“ Ingibjörg Jónsdóttir, formaður ÍÆ, segir að alltaf sé verið að leita leiða til að finna fleiri lönd til að ættleiða börn frá en slíkt taki lang- an tíma. „Við höldum áfram að reyna að auka möguleikana fyrir umsækjendur okkar og við erum í samvinnu við ættleiðingarfélög á Norðurlöndunum og víðar í Evr- ópu.“ Vilja ættleiða frá fleiri löndum Mikill meirihluti félagsmanna VR vill fá orlofs- og desemberuppbætur greiddar með hefðbundnum hætti í stað þess að fella þessar uppbætur inn í laun sem myndu þá dreifast á tólf mánuði ársins. Þetta kemur fram í könnun sem um eitt þúsund félagsmenn VR svöruðu. 85 prósent svarenda fá desemberuppbót greidda eins og kjarasamingur segir til um og 80 prósent fá orlofsuppbót á hefðbundinn hátt. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 88 prósent þeirra sem svara eru mótfallin því að semja um það í næstu kjarasamningum að fella orlofs- og desemberupp- bót inn í laun. Vilja óbreyttar uppbætur Listaverkasafn Einars Jónssonar hefur verið í brýnni þörf fyrir nýtt geymsluhúsnæði í rúmlega aldarfjórðung. Allar geymslur safnsins eru óhentugar sem listaverkageymslur. Verk eru talin liggja undir skemmdum og sum hver hafa nú þegar laskast í flutningum. Júlíana Gottskálksdóttir, for- stöðumaður safnsins, segir ástandið eins og hjá öðrum söfn- um á Íslandi. „Við höfum ein- göngu bráðabirgðageymslur sem nauðsynlegt er að fá lausn á. Þetta er mjög óhentugt húsnæði sem við þurfum að nota og það er búið að biðja um fjármagn vegna geymslu-mála safnsins mörg und- anfarin ár.“ Júlíana segir að svo virðist sem það þurfi að verða stórskaði, eins og listaverkabruninn í Fákafen- inu, til að eitthvað gerist í geymslu- málum safna. „Það hafði áhrif hér því eftir það var lagt nýtt rafmagn og fleira í safninu hjá okkur.“ Ein af geymslum safnsins er aflagður bílskúr að sögn Júlíönu. Í skýrslu sem starfshópur um varð- veislu- og geymslumál menningar- stofnana sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra hefur látið vinna kemur fram að þar séu verk ekki aðgengileg, þau liggi undir skemmdum og að sum hver hafi laskast nú þegar í flutningum. Júlíana staðfestir þetta en tekur fram að verk hafi brotnað í flutningum fyrir mörg- um árum síðan. Hún segir þetta bagalegt en sem betur fer séu skemmdirnar á verkunum aftur- kræfar þar sem hægt sé að gera við þau. Í eigu safnsins eru rúmlega 300 verk. Af þeim eru 220 höggmyndir og 80 í sýningarsölum. „Það er óhætt að segja að þau verk sem eru ekki til sýnis eru geymd í ald- arfjórðungs gömlu bráðabirgða- húsnæði.“ Auk höggmynda eru málverk og pappírsverk geymd í skrifstofuhúsnæði. Júlíana telur að leysa þurfi geymsluvanda Listasafns Íslands og Listasafns Einars Jónssonar í sameiningu. „Það er eðli safngrip- anna sem skiptir máli. Ekki er sama hvort um gifs, tré, járn eða marmara er að ræða. Það þarf samstarf við forverði listmuna áður en að uppbyggingu kemur. Menn eiga það til að gleyma geymslunum af því að þær sjást ekki en erlendis eru þær einnig varðveislu- og kennslurými. Geymsla þarf að vera jafn góð og sýningarsalurinn. Ég tel að það þurfi að endurhugsa geymslumál safna á Íslandi frá grunni.“ Verk Einars höfð í bílskúr Allt geymslurými Listasafns Einars Jónssonar er ófullnægjandi og endurbætur eru aðkallandi. Í geymslum eru 140 höggmyndir, málverk og pappírs- verk. Ein geymslan er aflagður bílskúr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (03.01.2007)
https://timarit.is/issue/272805

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (03.01.2007)

Aðgerðir: