Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 3. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum 365 -3% -20% Actavis -2% 29% Alfesca -1% 24% Atlantic Petroleum 1% 27% Atorka Group 2% 6% Bakkavör 1% 23% FL Group 5% 34% Glitnir 0% 35% Hf. Eimskipafélagið 6% -28% Kaupþing 0% 13% Landsbankinn -2% 5% Marel -1% 18% Mosaic Fashions -6% -19% Straumur -1% 9% Össur -1% -1% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Töluverð viðskipti voru með stofnfé í Sparisjóðnum í Keflavík fyrir áramót og má ætla að gengi stofnfjárbréfa hafi hækkað um þriðjung í desem- ber. Markaðsvirði sparisjóðsins er komið yfir ellefu milljarða króna. Meðal stórra kaupenda var Fiskmarkaður Suðurnesja sem keypti fimm prósenta hlut í SpKef af Hitaveitu Suðurnesja fyrir tæpan hálfan milljarð króna. Meðal stjórnenda FMS er Þorsteinn Erlingsson, varafor- maður stjórnar SpKef. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að SPV hefði eignast fimm prósenta hlut í sparisjóðn- um af lífeyrissjóðnum Festu. Þá seldi Verkalýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur 1,45 prósenta hlut til félags í eigu stjórnenda ÍAV. Gengið í viðskiptunum mun hafa verið 8,7 en til samanburðar keypti SPV á 8,2. Vel tókst til í stofnfjárútboði sparisjóðsins sem lauk fyrir ára- mót en allir stofnfjáreigendur nýttu sér forkaupsrétt sinn og keyptu nýtt stofnfé fyrir rúmar 900 milljónir króna. Reikna má með lækkun á gengi stofnfjár- bréfanna í kjölfarið, enda var útboðsgengið einn miðað við upp- reiknað nafnverð stofnfjár. - eþa Hreyfingar á stofnfé í Sparisjóðnum í Keflavík Fiskmarkaður Suðurnesja eignast 5% í SpKef. Sparisjóður Kópavogs hefur fest kaup á stóru húsnæði sem er í byggingu við Digranesveg 1 og ætlar að flytja höfuðstöðvar sínar úr Hlíðasmáranum á þessu ári. „Hugsunin er sú að koma sparisjóðnum í framtíðarhús- næði á toppstað í Kópavoginum,“ segir Carl H. Erlingsson, spari- sjóðsstjóri SPK. Tölvumiðstöð sparisjóðanna hefur keypt húsnæði SPK í Hlíðasmáranum en ætlunin er að reka þar áfram bankaafgreiðslu. Sparisjóðurinn rekur einnig stórt útibú við Digranesveg sem verð- ur aö öllum líkindum selt. - eþa SPK í nýjar höfuðstöðvar Óli Kristján Ármannsson skrifar Verði stórfelldar breytingar á lánshæfi ríkisins hjá lánshæfismatsfyrirtækjum getur það haft áhrif á eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrir- tækja. Samkvæmt drögum að reglum sem byggja á Basel II grunni og Fjármálaeftirlitið sendi fjár- málafyrirtækjum til umsagnar í nóvember, hefur lækkun Standard & Poor‘s á lánshæfi ríkisins 22. desember ekki áhrif á áhættu í útlánum bankanna. Detti hins vegar einkunn ríkisins hjá S&P niður í A+ til A- eru vörpunaráhrif í þrep útlánagæða bank- anna sögð vera 20 prósent. Þannig myndu 20 pró- sent af einhverri fjárhæð sem fjármálafyrirtæki ætti sem kröfu á ríkið færast inn í þann grunn sem eiginfjárkrafa fyrirtækisins er reiknuð út frá. „Í nýju reglunum er það þannig að kröfur á ríki og Seðlabanka hafa ákveðið vægi í eigin- fjárgrunni fyrirtækja. En það þyrfti að breytast ansi mikið lánshæfismatið til að það hefði ein- hver áhrif,“ segir Guðrún Jónsdóttir, sérfræðingur Fjármálaeftirlitsins. Hún vísar til þess að í regl- um fjármálaeftirlitsins sé vörpun á lánshæfismati stóru lánshæfismatsfyrirtækjanna þriggja, Fitch, Moody‘s og Standard & Poor‘s yfir í tilmæli um eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja. „Þar er nokkuð breytt bil, þannig gefur sama vægi einkunn frá AAA til AA- hjá Standard & Poor‘s. Breytingin núna síðast hefur engin áhrif á þá áhættuvog sem kröfur á ríkissjóð hafa. Ríki hafa mjög gjarnan núll í áhættuvog, en kröfur á ríki, alla vega í hinum vestræna heimi, eru almennt ekki taldar hafa í för með sér neina áhættu.“ Guðrún segir að fari svo ólíklega að lánshæfis- mat ríkisins lækki svo verulega að það hafi einhver áhrif kalli það á nokkuð flókinn útreikning áður en hægt verður að meta áhrifin á kröfuna um eigið fé fjármálafyrirtækja. Þar geti munað nokkru á milli fyrirtækja eftir því hversu miklar kröfur fyrirtæk- in kunna að hafa á ríkið. Breytt lánshæfi ríkis getur haft áhrif á áhættu banka Samkvæmt Basel II reglunum hafa kröfur á ríki og seðla- banka haft ákveðið vægi í reglum um eiginfjárhlutfall fjár- málafyrirtækja. Reglurnar tóku gildi núna um áramót. Útflutningsráð Íslands ætlar á nýju ári að leggja aukna áherslu á að auka gæði viðskiptafunda sem skipulagðir eru fyrir fyrir- tæki. Í fréttatilkynningu kemur fram að fundirnir verði færri, markvissari og betur undirbún- ir. Jafnframt verði lögð áhersla á að koma á tengslum milli íslensku og erlendu fyrirtækj- anna áður en farið er í ferðina sjálfa. Á árinu verða farnar tvær fræðsluferðir, til Kasakstan og Brasilíu, og verður þá sérstök áhersla lögð á kynningar og heimsóknir í fyrirtæki og stofn- anir frekar en viðskiptafundi. Þá verður frekar horft til einstakra atvinnugreina en verið hefur. Til dæmis verður sérstök ferð til Norður-Englands eingöngu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á árinu auk þess sem unnið verð- ur með ákveðna geira á öðrum mörkuðum. Fyrsta viðskiptasendinefnd ársins fer til Suður-Afríku í febrúar. Önnur lönd sem heim- sótt verða á árinu eru Rúmenía, N-England, Þýskaland, Kasakstan, Brasilía, Bandaríkin, Indland, Ungverjaland og Kína. - hhs Skerpt á áherslum viðskiptasendinefnda Miklar sveiflur urðu á gengi krón- unnar á síðasta ári. Krónan veikt- ist um átján prósent á árinu eftir styrkingu árið 2005. Lækkunarhrina hennar hófst seinni partinn í febrúar og var gengisvísitalan hæst um mitt ár. Þá tók hún að styrkjast nokkuð hressi- lega, en lækkaði svo flugið aftur á 4. ársfjórðungi. Gengisvísitalan stóð í 127,9 stigum í árslok. Gjaldmiðlar þróuðust einnig með ólíkum hætti gagnvart krónu. Bandaríkjadalur og jen styrktust mun minna gagn- vart krónu en evra, sterlingspund og sænska krónan. - eþa Sviptingar á krónunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (03.01.2007)
https://timarit.is/issue/272805

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (03.01.2007)

Aðgerðir: