Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 3. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Vika Frá áramótum
365 -3% -20%
Actavis -2% 29%
Alfesca -1% 24%
Atlantic Petroleum 1% 27%
Atorka Group 2% 6%
Bakkavör 1% 23%
FL Group 5% 34%
Glitnir 0% 35%
Hf. Eimskipafélagið 6% -28%
Kaupþing 0% 13%
Landsbankinn -2% 5%
Marel -1% 18%
Mosaic Fashions -6% -19%
Straumur -1% 9%
Össur -1% -1%
Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn
Töluverð viðskipti voru með
stofnfé í Sparisjóðnum í
Keflavík fyrir áramót og má
ætla að gengi stofnfjárbréfa hafi
hækkað um þriðjung í desem-
ber. Markaðsvirði sparisjóðsins
er komið yfir ellefu milljarða
króna.
Meðal stórra kaupenda var
Fiskmarkaður Suðurnesja sem
keypti fimm prósenta hlut í
SpKef af Hitaveitu Suðurnesja
fyrir tæpan hálfan milljarð
króna. Meðal stjórnenda FMS er
Þorsteinn Erlingsson, varafor-
maður stjórnar SpKef.
Fréttablaðið greindi frá því á
dögunum að SPV hefði eignast
fimm prósenta hlut í sparisjóðn-
um af lífeyrissjóðnum Festu.
Þá seldi Verkalýðs- og sjómanna-
félag Keflavíkur 1,45 prósenta
hlut til félags í eigu stjórnenda
ÍAV. Gengið í viðskiptunum mun
hafa verið 8,7 en til samanburðar
keypti SPV á 8,2.
Vel tókst til í stofnfjárútboði
sparisjóðsins sem lauk fyrir ára-
mót en allir stofnfjáreigendur
nýttu sér forkaupsrétt sinn og
keyptu nýtt stofnfé fyrir rúmar
900 milljónir króna. Reikna má
með lækkun á gengi stofnfjár-
bréfanna í kjölfarið, enda var
útboðsgengið einn miðað við upp-
reiknað nafnverð stofnfjár. - eþa
Hreyfingar á stofnfé í
Sparisjóðnum í Keflavík
Fiskmarkaður Suðurnesja eignast 5% í SpKef.
Sparisjóður Kópavogs hefur fest
kaup á stóru húsnæði sem er
í byggingu við Digranesveg 1
og ætlar að flytja höfuðstöðvar
sínar úr Hlíðasmáranum á þessu
ári. „Hugsunin er sú að koma
sparisjóðnum í framtíðarhús-
næði á toppstað í Kópavoginum,“
segir Carl H. Erlingsson, spari-
sjóðsstjóri SPK.
Tölvumiðstöð sparisjóðanna
hefur keypt húsnæði SPK í
Hlíðasmáranum en ætlunin er að
reka þar áfram bankaafgreiðslu.
Sparisjóðurinn rekur einnig stórt
útibú við Digranesveg sem verð-
ur aö öllum líkindum selt. - eþa
SPK í nýjar höfuðstöðvar
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
Verði stórfelldar breytingar á lánshæfi ríkisins hjá
lánshæfismatsfyrirtækjum getur það haft áhrif
á eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrir-
tækja.
Samkvæmt drögum að reglum sem byggja á
Basel II grunni og Fjármálaeftirlitið sendi fjár-
málafyrirtækjum til umsagnar í nóvember, hefur
lækkun Standard & Poor‘s á lánshæfi ríkisins 22.
desember ekki áhrif á áhættu í útlánum bankanna.
Detti hins vegar einkunn ríkisins hjá S&P niður í
A+ til A- eru vörpunaráhrif í þrep útlánagæða bank-
anna sögð vera 20 prósent. Þannig myndu 20 pró-
sent af einhverri fjárhæð sem fjármálafyrirtæki
ætti sem kröfu á ríkið færast inn í þann grunn sem
eiginfjárkrafa fyrirtækisins er reiknuð út frá.
„Í nýju reglunum er það þannig að kröfur á
ríki og Seðlabanka hafa ákveðið vægi í eigin-
fjárgrunni fyrirtækja. En það þyrfti að breytast
ansi mikið lánshæfismatið til að það hefði ein-
hver áhrif,“ segir Guðrún Jónsdóttir, sérfræðingur
Fjármálaeftirlitsins. Hún vísar til þess að í regl-
um fjármálaeftirlitsins sé vörpun á lánshæfismati
stóru lánshæfismatsfyrirtækjanna þriggja, Fitch,
Moody‘s og Standard & Poor‘s yfir í tilmæli um
eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja. „Þar er nokkuð
breytt bil, þannig gefur sama vægi einkunn frá
AAA til AA- hjá Standard & Poor‘s. Breytingin
núna síðast hefur engin áhrif á þá áhættuvog sem
kröfur á ríkissjóð hafa. Ríki hafa mjög gjarnan
núll í áhættuvog, en kröfur á ríki, alla vega í hinum
vestræna heimi, eru almennt ekki taldar hafa í för
með sér neina áhættu.“
Guðrún segir að fari svo ólíklega að lánshæfis-
mat ríkisins lækki svo verulega að það hafi einhver
áhrif kalli það á nokkuð flókinn útreikning áður en
hægt verður að meta áhrifin á kröfuna um eigið fé
fjármálafyrirtækja. Þar geti munað nokkru á milli
fyrirtækja eftir því hversu miklar kröfur fyrirtæk-
in kunna að hafa á ríkið.
Breytt lánshæfi ríkis getur
haft áhrif á áhættu banka
Samkvæmt Basel II reglunum hafa kröfur á ríki og seðla-
banka haft ákveðið vægi í reglum um eiginfjárhlutfall fjár-
málafyrirtækja. Reglurnar tóku gildi núna um áramót.
Útflutningsráð Íslands ætlar á
nýju ári að leggja aukna áherslu
á að auka gæði viðskiptafunda
sem skipulagðir eru fyrir fyrir-
tæki. Í fréttatilkynningu kemur
fram að fundirnir verði færri,
markvissari og betur undirbún-
ir. Jafnframt verði lögð áhersla
á að koma á tengslum milli
íslensku og erlendu fyrirtækj-
anna áður en farið er í ferðina
sjálfa.
Á árinu verða farnar tvær
fræðsluferðir, til Kasakstan og
Brasilíu, og verður þá sérstök
áhersla lögð á kynningar og
heimsóknir í fyrirtæki og stofn-
anir frekar en viðskiptafundi. Þá
verður frekar horft til einstakra
atvinnugreina en verið hefur.
Til dæmis verður sérstök ferð
til Norður-Englands eingöngu
fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á
árinu auk þess sem unnið verð-
ur með ákveðna geira á öðrum
mörkuðum.
Fyrsta viðskiptasendinefnd
ársins fer til Suður-Afríku í
febrúar. Önnur lönd sem heim-
sótt verða á árinu eru Rúmenía,
N-England, Þýskaland,
Kasakstan, Brasilía, Bandaríkin,
Indland, Ungverjaland og Kína.
- hhs
Skerpt á áherslum viðskiptasendinefnda
Miklar sveiflur urðu á gengi krón-
unnar á síðasta ári. Krónan veikt-
ist um átján prósent á árinu eftir
styrkingu árið 2005.
Lækkunarhrina hennar hófst
seinni partinn í febrúar og var
gengisvísitalan hæst um mitt ár. Þá
tók hún að styrkjast nokkuð hressi-
lega, en lækkaði svo flugið aftur á 4.
ársfjórðungi. Gengisvísitalan stóð
í 127,9 stigum í árslok. Gjaldmiðlar
þróuðust einnig með ólíkum hætti
gagnvart krónu. Bandaríkjadalur
og jen styrktust mun minna gagn-
vart krónu en evra, sterlingspund
og sænska krónan. - eþa
Sviptingar á
krónunni