Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 39
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2007 S K O Ð U N SAMFÉLAGSVERÐLAUN HEFUR ÞÚ ORÐIÐ VITNI AÐ GÓÐVERKI? Óskað er eftir tilnefningum til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins sem veitt verða í annað sinn 15. febrúar nk. Til greina koma allir sem hafa lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. Skorað er á lesendur Fréttablaðsins að senda inn tilnefningar um fólk sem á skilið að fá hraustlegt klapp á bakið og er þess verðugt að fá slík verðlaun. Allir koma til greina, allt frá óþekktum einstaklingum til félagasamtaka eða þjóðþekktra karla og kvenna sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu verið öðrum til fyrirmyndar. Samfélagsverðlaunin verða veitt í sex flokkum: 1. Hvunndagshetjan Einstaklingur sem sýnt hefur einstaka óeigingirni eða hugrekki, hvort sem er í tengslum við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. 2. Uppfræðari ársins Hér koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar og aðrir uppfræðarar sem hafa skarað framúr og látið gott af sér leiða. 3. Framlag til æskulýðsmála Félagasamtök sem hafa sinnt börnum af sérstökum metnaði og alúð. 4. Til atlögu gegn fordómum Einstaklingur eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. 5. Heiðursverðlaun Einstaklingur sem hefur helgað líf sitt baráttu fyrir betra samfélagi. 6. Samfélagsverðlaunin Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. Sendið tilnefningar á netfangið samfelagsverdlaun@frettabladid.is eða bréfleiðis merkt Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Frestur til að skila inn tilnefningum rennur út 23. janúar. Dómnefnd mun taka allar innsendar tilllögur til skoðunar. Verðlaunahafar verða kynntir og verðlaun afhent við hátíðlega athöfn 15. febrúar. Ein af algengustu aðferðum við val starfsmanna er að skoða ferilskrá þeirra. Ferilskrá er gjarnan notuð til þess að skoða reynslu viðkomandi á vinnu- markaði, vinnusögu og upplýs- ingar um menntun. Það fer eftir eðli starfsins hversu margar umsóknir með ferilskrám ber- ast til vinnuveitanda og það er í hlutverki vinnuveitanda að vinna úr umsóknum og minnka hópinn eins og unnt er. Þar sem feril- skrá er oft fyrsta skref umsækj- anda að viðtali er hún oft skoðuð gaumgæfilega m.a. með tilliti til stafsetningarvillna, uppsetn- ingar, gerð pappírs o.fl. Góð fer- ilsskrá ætti því að vera með vel skipulagt form þar sem auðvelt er að lesa úr upplýsingar. Á Íslandi hafa ekki verið sett lög um hvað má eða má ekki birta í ferilskrá og algengt er að fólk greini frá kennitölu, hjúskap- arstöðu, fjölda barna og sendi mynd af sér með umsóknum. Í Ástralíu og í Bandaríkjunum er m.a. búið að setja í lög að ekki þurfi að greina frá aldri, þjóð- erni, kyni og hjúskaparstöðu á ferilskrá. Slík lög eiga að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli þessara þátta. Ljóst þykir að atvinnurekend- ur víða um heim vilja þrátt fyrir sett lög fá persónulegar upplýs- ingar um umsækjendur. Í rann- sókn sem birtist í breska tíma- ritinu Education and Training voru atvinnurekendur spurðir hvað þeir vildu sjá í ferilskrá umsækjenda. Fyrir utan að vilja fá nafn, símanúmer og heimilis- fang vildu yfir 50% fá stutta lýs- ingu á umsækjanda og 49% vildu fá lýsingu á persónulegum eig- inleikum umsækjanda. Flestir vildu fá að sjá starfsmarkmið umsækjanda og 78% vildu fá að vita hjúskaparstöðu. Þá vildu 57% fá að vita aldur barna umsækjanda. Það vakti athygli eftir könnunina að atvinnurek- endur biðja um upplýsingar um hjúskaparstöðu og börn, þvert ofan í breskar reglur Equal Opportunities Commission sam- takanna (EOC) sem hafa unnið gegn mismunun á vinnumarkaði til fjölda ára. Sif Sigfúsdóttir, MA í mannauðsstjórnun Persónulegar upplýsingar í ferilskrá S T A R F S M A N N A M Á L Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágrannanum þegar ég opnaði bílskúrinn á gamlárskvöld. Hann varð grænn af öfund þegar vel- smurð bílskúrshurðin opnaðist, þar sem ég hélt á fjarstýringunni og góðum Kúbuvindli. Við blasti skraut á himnafestinguna fyrir vel á aðra milljón. Hann varð svo stúmm að ég spurði hvort hann væri ekki til í að hjálpa mér við að dúndra einhverju af þessu á loft. Þetta væri varla eins manns verk. Svo skemmtum við okkur kon- unglega við að skreyta himininn yfir borginni, enda seint sagt um mig að ég leyfi ekki öðrum að gleðjast með mér yfir árangrin- um. Ég kom vel út úr þessu ári. Sigraði vísitölurnar hverja af ann- arri og uppskeran eftir því. Einn bílskúr af púðri segir lítið í árang- ur síðasta árs. Fram undan er spennandi ár. Ég reikna með að stóru aðilarnir verði í stuði, en rassvasaverktak- ar og yfirdráttarliðið súpi seyðið af fyrirhyggjuleysi og eyðslu- gleði. Allt sem ég sprengdi í loft upp á gamlárskvöld var staðgreitt og bara brot af auðlegðinni. Ég hef nefnilega aldrei lifað um efni fram og nú er auðvitað svo komið að ég eiginlega get ekki lifað um efni fram nema að fara út í einhverja hreina vitleysu. Þota eða snekkja myndi kannski vera leiðin til að lifa um efni fram. Ég er mátulega bjartsýnn og ætla að nýta tækifærin vel á árinu. Enn sem fyrr verða það fjármála- fyrirtækin sem eru spennandi. Það kæmi mér ekki á óvart ef áður en árið er liðið, þá verði erlend- ur banki búinn að kaupa íslenskt fjármálafyrirtæki. Það held ég að væri gott fyrir markaðinn og myndi losa peninga í önnur félög. Íslensku útlendingarnir verða málið á árinu. Það verður fullt að gerast hjá alþjóðafyrirtækjunum, en þeir sem eru á innanlands- markaði eingöngu munu þurfa að hægja á sér. Ég er löngu búinn að selja allar fasteignirnar mínar og býst ekki við að fara í þann pakka hér á landi á næstunni. Nú á maður bara fasteignir í Berlín. Ég býst við að það verði spenn- andi að fylgjast með FL Group og Straumi á árinu. FL mun fjárfesta á fullu og ég býst við að margt eigi eftir að breytast í Straumi á árinu. Hlutabréfamarkaðurinn verður viðkvæmur og maður mun fara mjög varlega inn á hann. Stutt bakslag gæti verið fínt inn- komutækifæri. Ævintýrið er rétt að byrja, en hvað maður fær út úr því ræðst af hvernig maður tíma- setur innkomuna. Þolinmæði verð- ur líklega mikilvægasta dyggðin á árinu. Ég veðja á að ég sprengi ekki minna á þessu ári en því sem nú er liðið. Vonandi verð ég ekki einn um það. S P Á K A U P M A Ð U R I N N Staðgreitt himnaskraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.