Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 38
MARKAÐURINN
Undanfarin ár eru einhver mestu hagsældarár í íslensku efnahags-
lífi sem um getur. Hagvöxtur hefur verið gríðarlegur og ekki þarf
frekari vitna við en að líta þau skartgripaskrín sem skotið var á loft
á gamlárskvöld, svo gripið sé til myndlíkingar skáldsins Hannesar
Péturssonar.
Árið 2007 gefur ýmis fyrirheit, en er líklegra til að verða mörgum
þyngra í skauti. Bæði er samkeppni á alþjóðamörkuðum harðari og
vextir hafa farið hækkandi í helstu viðskiptalöndum. Stærð og afl
íslenskra fyrirtækja vinnur þar á móti og stærstu alþjóðafyrirtæki
munu á nýju ári nýta sér fjölmörg tæki-
færi til vaxtar.
Innanlands má búast við að vaxta-
stigið fari að bíta verulega í þá sem ekki
eiga annarra kosta völ en að fjármagna
sig í krónunni. Venjulegur rekstur
stendur engan veginn undir slíku vaxta-
stigi nema skamma stund og því er ekki
ólíklegt að eitthvað muni undan láta.
Þeir sem geta hafa þegar komið sér út
úr gjaldmiðlinum. Straumur-Burðarás
fjárfestingarbanki hefur þegar fært
eigið fé og uppgjör í evrum og ekki
óvarlegt að ætla að fleiri vildu feta
slíka braut. Það er löngu orðið ljóst að
krónan og stöðugleiki eru hugtök sem
ekki er hægt að nota í sömu setningu.
Umræðan um gjaldmiðilinn er lykil-
umræða næstu missera. Atvinnulífið
hefur þegar tekið frumkvæði í þeirri
umræðu, en stjórnmálin hafa lítið fylgt
henni eftir. Sú augljósa hætta fylgir
því að atvinnulífið muni bresta þolin-
mæðina og taka upp evruna án þess að
samfélagið komi með eðlilegum hætti
að slíkri breytingu.
Árið fram undan er ár aðlögunar í
efnahagslífinu. Það mun reyna á styrk
stjórnar opinberra fjármála og pen-
ingamála landsins hvort tekst að koma
mjúkt niður þetta árið. Í raun má þó
segja að hluti lendingar sé þegar kominn fram í ljósi þess að gjaldmið-
ill þjóðarinnar féll um næstum fjórðung á liðnu ári. Í opnu vestrænu
hagkerfi telst slíkt til tíðinda og myndi hvergi talið bera vott um
mikinn stöðugleika.
Á heildina litið hefur íslenskt atvinnulíf nýtt velgengni undanfar-
inna ára vel. Stoðir efnahagslífsins hafa aldrei verið fjölbreyttari
og fjármálakerfið er sterkara og öflugra en nokkurn gat órað fyrir.
Bankakerfið stóð af sér erfiða umræðu á síðasta ári. Kveikja þeirr-
ar umræðu var veikleiki íslenskra efnahagsmála og gjaldmiðilsins.
Fjármálakerfið sjálft stóð mun betur að vígi en látið var í veðri vaka.
Lækkun lánshæfiseinkunnar Standard og Poor‘s á íslenska ríkinu er
áfall fyrir stjórn efnahagsmála. Það að Glitnir fái óbreytta lánshæf-
iseinkunn í kjölfarið er vísbending um að bankar verði ekki dregnir
með sama hætti inn í umræðu um efnahagslífið og gerðist síðastliðið
vor. Engu að síður er full ástæða til að halda vöku sinni og nýta þá
reynslu sem menn urðu sér úti um á fyrri hluta síðasta árs.
Ár aðlögunar íslensks efnahagslífs er runnið upp.
Stjórnmálin sitja eftir
í evruumræðunni
Hafliði Helgason
Það mun reyna á
styrk stjórnar opin-
berra fjármála og
peningamála lands-
ins hvort tekst að
koma mjúkt niður
þetta árið. Í raun má
þó segja að hluti
lendingar sé þegar
kominn fram í ljósi
þess að gjaldmiðill
þjóðarinnar féll um
næstum fjórðung
á liðnu ári. Í opnu
vestrænu hagkerfi
telst slíkt til tíðinda
og myndi hvergi talið
bera vott um mikinn
stöðugleika.
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
3. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR10
S K O Ð U N
að má með sanni segja að
það hafi verið líf í mörk-
uðunum á því ári sem nú
er að renna sitt skeið. Það
hefur einnig verið viðburðarríkt
hjá okkur í Straumi-Burðarási;
umtalsverðar breytingar í hlut-
hafahópnum, geysilega góð
afkoma, kaup á breska ráðgjafar-
fyrirtækinu Stamford Partners í
London, formleg opnun útibús í
Danmörku, níföldun vaxta- og
þóknunartekna á fyrstu níu mán-
uðum ársins, tilkynnt um fyrir-
hugaða opnun útibús bankans í
Bretlandi og síðast en ekki síst
sú ákvörðun stjórnar Straums-
Burðaráss að færa og semja árs-
reikning bankans í evrum.
Íslendingar, hversu mikil
sem hlutabréfaeign þeirra er,
eru alþjóðlegir í hugsun. Þrátt
fyrir að hafa vanist gjaldmiðli
sem eingöngu er notaður hér
á landi, eru þeir vanir því að
nota erlenda gjaldmiðla á ferða-
lögum og margir þekkja gengi
á fjölmörgun erlendum mynt-
um. Nokkur fjöldi Íslendinga
á sparnað í erlendum myntum,
gjaldeyri eða erlend verðbréf. Í
raun má segja að þessi ákvörðun
okkar nú í desember sé hluti af
aukinni alþjóðavæðingu. Meira
en helmingur tekna Straums-
Burðaráss kemur í dag erlendis
frá. Þegar eru nokkur önnur fyr-
irtæki farin að færa reikninga
sína í evrum. Íslenska kauphöll-
in hefur verið sameinuð erlendri
kauphöll og íslensk hlutabréf
verða nú skráð þar. Evran er
stærsti gjaldmiðill Norður-
Evrópu, sem við skilgreinum
sem okkar markaðssvæði. Við
stefnum að því að vera leiðandi
norrænn fjárfestingabanki og
sú ákvörðun að færa bókhald og
reikninga Straums-Burðaráss í
evrum mun hjálpa okkur að ná
því markmiði. Þetta gerum við
með langtíma hagsmuni bank-
ans, og þar með hluthafa hans,
í huga.
Bankinn hefur þróast hratt
og vaxið mikið á stuttum tíma
en við erum rétt að byrja. Árið
2007 verður spennandi ár í sögu
Straums-Burðaráss.
Þessi grein átti að birtast með öðrum grein-
um forystufólks viðskiptalífsins í áramótablaði
Markaðarins en féll út vegna mistaka í vinnslu.
Spennandi ár fram undan
Eitt af því sem telja má næsta
víst að tekist verði á um á þessu
kosningaári er hversu vel hefur
tekist til við stjórn efnahags-
mála undanfarin ár. Það tilheyrir
í aðdraganda kosninga. Það er
jafnvíst að mat manna verður
mjög ólíkt á því hvort vel hefur
tekist til eða ekki. Jafnvel þótt
rétt sé farið með staðreyndir
er nefnilega verulegt svigrúm,
bæði til að túlka hagtölur og til
að velja mismunandi tölur til að
draga fram í sviðsljósið.
Ýmsar tilraunir hafa verið
gerðar til að þróa kvarða til að
mæla árangur í hagstjórn. Það
er þó engin von til þess að hinn
einni sanni mælikvarði finnist.
Það hve vel hefur tekist til fer
nefnilega eftir því á hvað hver
leggur áherslu.
Hagfræðingum verður tíðrætt
um landsframleiðslu. Hún er einn
af þeim mælikvörðum sem til
greina kemur að nota. Sé sú mæli-
stika notuð er íslenskt efnahagslíf
í blóma. Árið 2005 var verg lands-
framleiðsla á mann á Íslandi um
53.500 Bandaríkjadalir. Einungis
tvö önnur lönd innan OECD
mældust hærri, Lúxemborg og
Noregur. Þessi mælikvarði hefur
ýmsa galla, m.a. þann að mismik-
ið fæst fyrir dollara eftir lönd-
um, þ.e. verðlag er mismunandi.
Verðlag á Íslandi er með ein-
dæmum hátt og kaupmátturinn
því minni en einfaldur saman-
burður á landsframleiðslu gefur
til kynna. Sé tekið tillit til verð-
lags og kaupmáttur landsfram-
leiðslu reiknaður færist talan
fyrir Ísland mun nær meðaltali
OECD og upp fyrir okkur færast
Bandaríkin, Írland og Sviss. Við
erum á góðri siglingu á þenn-
an mælikvarða. Hagvöxtur, þ.e.
breyting landsframleiðslu á milli
ára, hefur verið nokkuð hraust-
legur hérlendis undanfarin ár.
Landsframleiðsla á mann jókst
um 3% á ári frá 1995 til 2005,
sem er ágætt í samanburði við
önnur hátekjulönd. Allra síð-
ustu ár hefur hagvöxtur raunar
verið enn meiri en þetta og meiri
en víðast hvar annars staðar á
Vesturlöndum. Þetta kemur m.a.
skýrt fram í auknum kaupmætti
launa.
Þótt tekið sé tillit til mis-
munandi verðlags er landsfram-
leiðsla þó ekki einhlítur mæli-
kvarði. Þannig segir hún ekkert
um tekjuskiptingu og ekkert um
hve mikið landsmenn hafa fyrir
því að skapa þessi verðmæti en
Íslendingar eru t.d. talsvert leng-
ur að vinna fyrir sinni lands-
framleiðslu en íbúar nágranna-
landanna. Þá er við útreikning
landsframleiðslu ekki tekið tillit
til ýmissa gæða sem ekki ganga
almennt kaupum og sölu á mark-
aði. Ein afleiðing þess er að notk-
un eða jafnvel eyðilegging á nátt-
úrugæðum kemur ekki fram við
útreikning landsframleiðslu.
Aðrar hagstærðir sem oft
er horft til þegar árangur við
stjórn efnahagsmála er metinn
eru meðal annars verðbólga og
atvinnuleysi. Þar er frammistaða
Íslendinga mjög köflótt, við
erum ýmist á eða við toppinn eða
botninn. Verðbólga var lengst
af á 20. öldinni mun meiri og
sveiflukenndari hér en í öðrum
Evrópuríkjum. Það náðist að
koma á hana þokkalegum böndum
á 10. áratug síðustu aldar en mun
verr hefur gengið á fyrsta áratug
þessarar aldar, þótt ástandið sé
skárra en þegar verst lét fyrir
um aldarfjórðungi. Undanfarið
hafa bara Tyrkir haldið okkur frá
því að vera í neðsta sæti innan
OECD, eins og þeir reyndar
gerðu oftar en ekki á 20. öldinni.
Tölurnar fyrir atvinnuleysi eru
miklu bjartari. Það mælist hvergi
minna innan OECD. Raunar vant-
ar fólk í fjölda starfa þrátt fyrir
mikla vinnugleði innfæddra og
stríðan straum útlendinga hingað
til vinnu.
Fleiri hagtölur má skoða.
Hvert metið á fætur öðru er sleg-
ið í viðskiptahalla og sífellt eykst
munur eigna og skulda í útlönd-
um. Skuldirnar vaxa miklu meira
en eignirnar. Fjármálakerfið
bíður með öndina í hálsinum í
hvert sinn sem lagt er mat á láns-
traust ríkissjóðs eða innlendu
bankanna, trúa matsmennirnir
því enn að þetta fari allt vel?
Krónan lifir enn. Staða þessa
innlenda gjaldmiðils er þó ekki
beysnari en svo að stór hluti
fjármálakerfisins notar frekar
erlenda mynt eða verðtryggða
útgáfu af þeirri innlendu. Gengið
er mun óstöðugara en það var
á tíunda áratugnum þegar
Seðlabankinn leitaðist við að
halda því stöðugu og vextir eru
himinháir enda eru þeir helsti
hemillinn sem reynt er að beita
til að róa efnahagslífið.
Í fjármálunum má þó líka sjá
ýmis jákvæð merki. Fjármál
hins opinbera hafa í grundvall-
aratriðum verið í mun betra
lagi undanfarinn áratug en áður
þekktist. Skuldasöfnun ríkisins
er hætt og það hefur talsvert
lagt til hliðar vegna lífeyris-
skuldbindinga frá fyrri árum.
Almennir lífeyrissjóðir standa
mjög vel. Staða sveitarfélaga er
hins vegar víða nokkuð þröng.
Eignir einkageirans í útlöndum
hafa margar hverjar skilað góðri
ávöxtun, stundum ótrúlega góðri.
Trú manna á getu einkageirans
til að skila hagnaði er líka mikil,
eins og sjá má á mikilli hækkun
hlutabréfaverðs.
Það er því úr nógu að velja
fyrir stjórnmálamenn næstu
mánuði vilji þeir rífast um efna-
hagsmál, það geta allir fundið sér
hagtölur við hæfi!
Nóg til að rífast um
Gylfi
Magnússon,
dósent við
viðskipta- og
hagfræðideild
Háskóla Íslands.
O R Ð Í B E L G