Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 60
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar samþykkti afgreiðslu styrkja fyrir árið 2007 og starfssamninga fyrir árin 2007- 2009 á fundi ráðsins þann 14. desember. Þar tekur nýr meiri- hluti í borgarstjórn þráðinn frá fyrri meirihluta: gerðir eru starfs- samningar til lengri tíma við ein- staka aðila en smærri fjárhæðir fara til þeirra sem eru með stop- ulli starfsemi. 51 styrkur var veittur til verk- efna og listastarfsemi 2007, sam- tals að upphæð 20.100.000 kr. Sam- þykkt var að gera starfssamninga til þriggja ára við 33 listhópa, sam- tals að upphæð 41.900.000 kr. Tríó Reykjavíkur var valið Tón- listarhópur Reykjavíkur 2007 og hljóta þess vegna 1.000.000 kr. til viðbótar við þann starfssamning sem tríóið er með við skattborg- ara í Reykjavík. Tríóið skipa Guðný Guðmundsdóttir fiðluleik- ari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Maté píanóleikari en þau hafa um langt árabil einbeitt sér að tónleikahaldi í Hafnarfirði. Samstarfssamningar til allt að þriggja ára eru veittir listahóp- um eða menningarstofnunum sem „sannað hafa gildi sitt í reyk- vísku menningarlífi, hafa náð afbragðs árangri og geta með rökstuddum umsóknum sýnt fram á framkvæmdagetu og fjár- mögnunarleiðir til að reka þá listastarfsemi sem óskað er eftir samstarfi um,“ eins og segir í fréttatilkynningu frá Reykjavík- urborg. Um fjölgun á starfssamn- ingum er að ræða. Hæsta styrkinn hlýtur Nýlista- safnið sem rekur safn sitt og sýn- ingaraðstöðu á Laugaveginum. Það fær 5 milljónir árlega sam- kvæmt samstarfssamningi. Nýló hefur staðið fyrir kraftmiklu starfi eftir að það flutti á Lauga- veg fyrir ofan Skífuna. Þar var nýlega sýning á öllum verkum í eigu safnsins sem er einstök. Nýlistasafnið er sjálfseignar- stofnun og lýtur yfirráðum mynd- listarmanna. Artbox ehf., sem stendur fyrir rekstri leikhópsins Vesturports, fær 3,5 milljónir árlega næstu árin en það hefur staðið fyrir sýn- ingum erlendis og í kjölfarið hér heima. Það stendur nú í samstarfi við LR í Borgarleikhúsi um svið- setningu á nýjum íslenskum söng- leik sem gerist á elliheimili. Ekki er á þessu stigi ljóst hvort Artbox fær áfram styrk frá leiklistarráði sem veitir brátt sína styrki. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar fær árlegan styrk sem nemur 3,3 milljónum. Það hýsir velflest verk Sigurjóns Ólafssonar og hefur byggt sér myndarlegt safn í tengslum við heimili listamanns- ins á Laugarnesi í Reykjavík. Möguleikhúsið er líka einka- rekið fyrirtæki og stendur fyrir leiksýningum fyrir börn í húsnæði við Hlemm og ferðast að auki um skóla landsins með sýningar fyrir krakka. Pétur Eggerz og hans menn fá 3 milljónir á ári og eru með samstarfssamning til næstu ára. Kammersveit Reykjavíkur er að hefja sitt 25. starfsár í borginni. Sveitin hefur staðið fyrir myndar- legu tónleikahaldi um langt skeið – að jafnaði nokkrum tónleikum á ári og hefur að auki ferðast víða um til tónleikahalds. Hún fær 2,5 milljónir og er með starfssamn- ing. Þegar hér er komið á list- anum fer aðilum að fjölga: Tónlistarhópurinn Caput, Jazzhátíð Reykjavíkur, Nýsköp- unarsjóður tónlistar –Musica Nova fá 2 milljónir hver: Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fær 1,75 milljónir, Kirkjulistahátíð í Hall- grímskirkju og Stórsveit Reykja- víkur fá 1,5 milljónir. Tólfhundruð þúsund renna til Gallerí i8 sem er eina einkarekna galleríið sem fær styrk, Schola Cantorum í Hall- grímskirkju og tónlistarhátíð nútímatónlistar – Myrkir músik- dagar. Íslensk tónlistarmiðstöð sem rekur nótnasafn og nótnadreif- ingu fyrir íslensk tónskáld fær milljón; líka Nútímadanshátíð í Reykjavík, danshópurinn Pars Pro Toto og Stoppleikhópurinn sem einkum leikur fyrir unglinga í skólum landsins. Hagsmunafélag kvikmynda- gerðarmanna, FK, fær hálfa millj- ón, sýningarsalur samtaka mynd- listarmanna – Íslensk Grafík annað eins, rétt eins og lúðra- sveitir: Lúðrasveit Reykjavíkur, Verkalýðsins og Svanur – 400.000 krónur. Kammermúsíkklúbburinn hefur staðið fyrir tónleikahaldi hér í borg í fjóra áratugi og er styrktur um 400 þúsund af almannafé, áhugamannaleikfélag- ið Hugleikur, Listvinafélag Hall- grímskirkju, Miðstöð munnlegrar sögu, Mozarthópurinn og Voces Thules líka. Aðgreindur er sá hluti styrkja sem einungis er til verkefna á þessu ári: Ung Nordisk Musik hlaut eina milljón króna til að halda UNM hátíð í Reykjavík í sept- ember á þessu ári. Leikhópurinn Vatnadans- meyjafélagið Hrafnhildur hlaut 800 þús. kr. styrk til að setja upp fjölleik- sýninguna Drauga- skipið og Guðrún Ásmunds- dóttir leik- kona sömu upphæð til upp- setning- ar einleiks á 50 ára leikafmæli hennar í Iðnó, þar sem sögu húss- ins eru gerð skil. Smærri styrkir renna til margra misleitra verkefna: 700 þús. kr. styrk hlutu Blúshátíð í Reykjavík, Kvikmyndafélag Íslands vegna stuttmyndadaga og leiklistarhátíðin Lókal. 600 þús. kr. styrk hlaut Ergis kvikmyndafram- leiðsla vegna heimildarmyndar um Jórunni Viðar tónskáld (önnur af tveim kvikmyndum sem borgin styrkir beint) og Myndhöggvara- félagið í Reykjavík vegna Mynd- listar fyrir alla. 500 þús. kr. styrk hlutu sviðslista- hópurinn CommonNonsense, leik- hópurinn Draumasmiðjan, Hið íslenska bókmenntafélag, Kór Áskirkju, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Leikminja- safn Íslands, Lífsmynd – heimild- armynd um Jónas Hallgrímsson, Lýðveldisleikhúsið, Jazzklúbbur- inn Múlinn, myndlistarhátíðin Sequences, Sögusvuntan, leikhóp- urinn Thalamus og Örn Magnús- son píanóleikari. 400 þús. kr. styrk hlutu Blásarakvintett Reykjavíkur, Camerarctica, Davíð Stefánsson ljóðskáld, Halaleikhópurinn, Kammerkórinn Carmina, Kling & Bang gallerí, Minerva Iglesias Car- cia dansari, skáldahópurinn Nýhil, tónlistarhópurinn Rinascente, Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna, Sin- fóníuhljómsveit unga fólksins og Söngsveitin Fílharmónía. 300 þús. kr. styrk hlutu Blásara- sveit Reykjavíkur, Gunnar Kvar- an, List án landamæra, Matarsetrið Matur-saga-menning og tónleika- röðin Nordic Affect. 250 þús. kr. styrk hlaut myndlistarverkefnið InfoPHR-Alien Structures in Urban Landscape og 200 þús. kr. styrk hlutu 15:15 tónleikahópur- inn, Eiríkur Orri Ólafsson tónlistarmaður, Félag íslenskra tónlistarmanna, Foreldrafélag Drengjakórs Reykjavíkur, IBBY á Íslandi og Rúrí myndlistarmaður. 150 þús. kr. styrk hlaut Lúðrasveit verkalýðsins og 100 þús. kr. styrk hlutu Benedikt S. Lafleur skáld og myndlistarmaður, Kórskóli Lang- holtskirkju v. drengjakórs, Leikfé- lag eldri borgara Snúður og Snælda, Kórstarf eldri borgara í Gerðubergi og Samband ungra sviðslistamanna. Í lægstu upphæðunum eru skil milli starfsemi áhugamanna og atvinnumanna orðin afar óljós. Raunar ber allur listinn með sér að fjárveitingar úr sjóðum Reyk- víkinga eru enn háðar duttlung- um: því fær Blásarakvintett meira en Blásarasveit? Þarf að styrkja leiklistarhópa sérstaklega umfram það sem kemur til þeirra frá leik- listarráði? Er samráð við leiklist- arráð? Því er listastarfsemi sem hefur verið staðsett í Hafnarfirði um árabil styrkt sérstaklega? Lægri upphæðir eru varla nema dropi í stórsjó í rekstri og því eru flestir styrkþega upp á annað afla- fé komnir. Reykvíkingar styrkja listirnar Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 11:00 örfá sæti laus, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1 nokkur sæti laus, fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus, lau. 20/1. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1 nokkur sæti laus, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00 örfá sæti laus, lau. 13/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evrípídes 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. Stóra sviðið kl. 20:00 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.