Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 61
31 1 2 3 4 5 6 Á gamlárskvöld var frumsýndur
nýr danskur söngleikur, Midt om
natten. Midt om natten var hljóm-
plata sem kom út þann 24. nóv-
ember 1983 og er mest selda
plata í sögu Danmerkur. Talið er
að hún finnist enn á meira en
tíunda hverju heimili í Dan-
mörku. Höfundur laganna og
aðalflytjandi var Kim Larsen.
Efni laganna var allt tengt pólit-
ískri baráttu þessa tíma, íbúðar-
tökufólki og baráttunni fyrir
framtíð Kristjaníu. Skömmu eftir
útgáfu plötunnar hafði Larsen
samband við Erik Balling leik-
stjóra (79 af stöðinni, Matador,
Olsen Banden) og varpaði þeirri
hugmynd fram að gera kvikmynd
eftir lögunum á plötunni sem
varð úr: Midt om natten-kvik-
myndin var frumsýnd ári síðar.
Nú er Balling fallinn frá en
Larsen heldur enn veldissprota
sínum sem þjóðargersemi Dana:
menn gera því ráð fyrir að söng-
leikurinn gangi vel. Þetta er dýrð-
aróður til baráttunnar um mann-
gildi og frelsi, segir leikstjórinn
Mikael Fock. Tónlistin er klingj-
andi rokk með elskulegum laglín-
um, þéttu undirspili og glæsileg-
um söng. Hér er borgarstjórnin í
Höfn fjandmaðurinn, rokkararn-
ir ráða öllu, og ungt fólk berst við
atvinnuleysi. Fjarri eru mál inn-
flytjenda. Fyrir bragðið er yfir
sýningunni þrá eftir liðnum tíma.
Sýningin er á Det Danske Teater.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
efni úr danskri kvikmynd kveikir
söngleik – kvikmyndin Den enes-
te ene leiddi til söngleiks fyrir
tveimur árum sem naut mikilla
vinsælda í Danmörku. Hér á landi
hefur danskur söngleikur ekki
komið á svið síðan Þjóðleikhúsið
setti Táningaást eftir Ernst
Bruun Olsen á svið á miðjum sjö-
unda áratug síðustu aldar en á
fyrri hluta aldarinnar hafði dönsk
dægurlagatónlist mikil áhrif hér
á landi.
Söngleikurinn Um miðja nótt