Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 62
Mikill nýársfagnaður var haldinn í veislusalnum Lídó þar sem fjöldi prúðbúins fólks lét sig ekki vanta til að fagna árinu 2007. Félagarnir Andrés Pétur, Sveinn Eyland, Hilmar í Blend og Ívar Guðmundsson stóðu á bak við uppákomuna, sem heppnaðist vel eins og svo oft áður. Athygli vakti að háttsettur maður innan enska knattspyrnuliðsins Chelsea kíkti í partíið og skemmti sér konung- lega. Keith Urban, eiginmaður Nicole Kidman, er farinn aftur í meðferð eftir að hafa verið með fjölskyld- unni í Ástralíu yfir jólin. Urban skráði sig í áfengismeðferð hjá Betty Ford-stofnuninni í Kaliforn- íu í október í fyrra en fékk að verja jólunum með fjölskyldunni en til Sydney hafði hann ekki komið síðan hann og Kidman gengu í það heilaga þar á síðasta ári. Eftir að fjölmiðlar vestra gerðu því skóna að Urban hefði lokið meðferðinni tók talsmaður hans öll tvímæli af og tilkynnti að hann væri snúinn aftur á stofnunina. Urban aftur í meðferð Ofurhljómsveitin Queen er besta breska hljómsveitin að mati hlust- enda BBC Radio 2. Alls bárust tuttugu þúsund atkvæði og skutu Freddie Mercury og félagar hljóm- sveitum á borð við Rolling Stones, Bítlana, Take That og Oasis ref fyrir rass. Hlustendur voru beðnir um að gefa hljómsveitum einkunn fyrir mikilvæga þætti og nægir þar að nefna texta- og lagasmíðar, framkomu á tónleikum og útgeisl- un. Queen var ein þeirra fimm hljómsveita sem komust í úrslit og hafði sigur eftir harða keppni við Bítlana en einungis munaði fjögur hundruð atkvæðum á þeim. Queen varð hvað frægust fyrir ákaflega líflega framkomu söngv- arans Freddies Mercury en hann lést úr alnæmi árið 1991. Hljóm- sveitin hélt hins vegar áfram störfum og frá árinu 2004 hefur Paul Rodgers gegnt stöðu for- sprakka. Samkvæmt síð- ustu fregnum úr herbúð- um sveitarinnar er stefnt á nýja plötu á næstunni með þessari með- limaskipan en söng- leikur byggður á lögum Queen, We Will Rock You, er sýndur fyrir fullu húsi í London og víðar. Samkvæmt fréttum bresku slúð- urpressunnar eru ofurfyrirsætan Kate Moss og Pete Doherty nú gift en talið er að þau hafi látið pússa sig saman á eyjunni Phuket sem tilheyrir Taílandi á gamlárskvöld. Bresku blöðin hafa lengi fylgst með þessum ólíkindatólum og samlífi þeirra, enda er Doherty nú á skilorði fyrir ólöglega vörslu fíkniefna en Moss nýkomin úr meðferð frá Bandaríkjunum. Athöfnin var sögð hafa verið að búddískum sið en giftingin telst ekki lögleg í Bretlandi. Gula press- an í Bretlandi er sannfærð um að þetta brúðkaup sé aðeins forsmekk- urinn af því sem koma skal en bæði The Sun og The Mirror greina frá því að vinir og ættingjar skötuhjú- anna hafi verið beðnir um að taka frá 18. janúar sem sé þá hugsanlega stóri dagurinn. Talsmenn ferða- mannaeyjunnar Phuket neita öllum fréttum um brúðkaupið og sögðu það ekki hafa farið fram enda hefði parið ekki verið á staðnum. Bresku fjölmiðlarnir halda því hins vegar fram að nánustu vinir Pete og Kate hafi verið viðstaddir og að þau hafi notið kvöldsólarinn- ar eftir athöfnina á fallegu hóteli við ströndina. Kate og Pete sögð hafa gift sig á Taílandi Queen besta breska hljómsveitin Gleðilegt ár! Kennsla hefst 8. janúar Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 12-17 www.schballett.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.