Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 70
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Auglýsing Kaupþings með
breska stórleikaranum
John Cleese vakti mikla
athygli á gamlárskvöld
enda frumsýnd á eftir-
sóttasta tímanum í
íslensku sjónvarpi, var
síðasta auglýsingin fyrir
Áramótaskaup Ríkissjón-
varpsins.
Eitthvað hafa
menn verið að
velta því fyrir
sér hvað kosti að fá leikara í þessum gæða-
flokki til að leika í auglýsingu og skrifar
almannatengillinn Ómar R. Valdimarsson á
bloggsíðu sinni að hún hafi ekki kostað undir
áttatíu milljónum íslenskra króna.
„Mikið, mikið minna,“ segir Jón Sæmunds-
son, framkvæmdastjóri EnnEmm auglýsinga-
stofunnar, sem á mesta heiðurinn af auglýsing-
unni. „Upphæðin er mjög langt frá áttatíu
milljónum og þetta er alls ekki dýrasta auglýs-
ingin sem gerð hefur verið á Íslandi,“ útskýrir
Jón sem sagðist vita um að minnsta kosti eina
dýrari auglýsingu. Hann vildi ekki gefa upp
hversu mikið breska stórstjarnan hefði fengið
borgað fyrir þessar þrjár leiknu auglýsingar
auk blaðaauglýsingar sem birtast á næstu
dögum því slíkt væri trúnaðarmál. „Það liggja
ekki fyrir endanlegar tölur en þetta voru ágæt-
is dagslaun og Cleese horfði á þann höfðafjölda
sem sæi auglýsinguna,“ segir Jón en ólíkt því
sem margir hafa haldið þá eru þessar auglýs-
ingar eingöngu hugsaðar fyrir íslenskan mark-
að. Til gamans má geta að Orku-
veituauglýsingin, sem fékk á
baukinn í lok Skaupsins, kostaði
15 til 18 milljónir og telst með
dýrustu auglýsingum sem gerð-
ar hafa verið fyrir íslenskt fyr-
irtæki.
Cleese ódýrari en Orkuveituauglýsingin
„Það er kominn fiðringur,“ segir
Logi Bergmann Eiðsson, stjórn-
andi spurningaþáttarins Meistar-
ans, en þátturinn fer í loftið í lok
janúar. Á laugardaginn geta
Íslendingar þreytt inntökuprófið
fyrir þáttinn á fjór-
um stöðum á
landinu; í
Reykjavík og
á Ísafirði,
Akureyri og
Egilsstöðum. Allir þátttakendur fá
sömu fimmtíu spurningarnar og
segir Logi að í framhaldinu af
útkomu þess ráðist hversu margir
þekktir „spurningakeppna-nirðir“
verði fengnir í þáttinn til að berj-
ast um Meistara-tignina.
Í fyrra tóku þau Ólína Þorvarð-
ardóttir, Stefán Pálsson og Mörð-
ur Árnason þátt auk Illuga Jökuls-
sonar sem komst alla leið í
undanúrslit en var þá sleginn út af
núverandi Meistara, Jónasi Erni
Helgasyni. Logi vildi
hins vegar ekki gefa upp hverjir
þeir frægu yrðu í þetta skiptið,
það væri ekki komið á hreint. „Ég
er með nokkra í huga,“ viður-
kenndi hann.
Logi segir að
mikið hafi verið
haft samband við
sig og hann
meðal annars
spurður hve-
nær prófin
færu fram
enda vildu
menn ekki
missa af
þessu ein-
staka
tæki-
færi. Þá
sagði
hann að borðspilið sem byggt er á
þættinum hefði jafnframt kynt
undir áhuganum. Að sögn Loga
verða hins vegar ekki neinar stór-
vægilegar breytingar á þættinum
sjálfum og vinn-
ingsupphæðin
verður að
öllum líkind-
um fimm
milljónir
íslenskra
króna.
Logi leitar að nýjum Meistaraefnum
„Þetta er alveg óþolandi. Ég er
búinn að fá nóg af þessum upp-
sagnarbréfum. Ég get svo svarið
það. Þriðja skiptið á einu ári,“
segir Andri Freyr Viðarsson
útvarpsmaður en hann hefur verið
annar umsjónarmaður Capone
útvarpsþáttarins á X-FM sem
vakið hefur nokkra athygli á und-
anförnum árum og mánuðum.
Öllum starfsmönnum á X-FM
og KissFm var sagt upp störfum á
gamlársdag. Nú er bara leikin þar
tónlist og engin dagskrárgerð í
gangi. Andri segir uppgefna
ástæðu fyrir lokun stöðvanna þá
að Stef hafi svipt stöðvarnar
útvarpsleyfi vegna skuldar.
„En ég kaupi það nú ekki. Þetta
er eitthvað plott. Það verður fundur
á morgun [í dag] og þá kemur þetta
betur í ljós. En, já, við erum með
uppsagnarfrest. „Hangin’around“
heima hjá mér. Ég kann ofsalega
vel við það. Nú er bara að slaka á.
Nema eitthvað annað gerist. Nema
Valli sport opni aftur stöð! Það er
aldrei að vita.”
Yfirmaður útvarpssviðs
Íslenska útvarpsfélagsins, sem
rekur stöðvarnar tvær, er Kristján
Jónsson, betur þekktur sem Kiddi
Bigfoot: „Það hefur ekki verið
tekin ákvörðun um framtíð
útvarpsstöðvanna. Hún verður
tekin á næstu dögum.“ Hann segir
það rangt að Stef hafi svipt stöðv-
arnar útvarpsleyfi vegna skuldar.
Hið rétta sé að Stef hafi ekki sam-
þykkt nýtt útvarpsleyfi sem svo er
lagt fyrir útvarpsréttarnefnd, en
hið gamla rann út um áramót. „Við
skuldum eitthvað, það er rétt, en
við skuldum Stef ekki neitt,“ segir
Kiddi sem fékk það hlutskipti að
segja starfsfólki sínu upp. Honum
var sjálfum sömuleiðis sagt upp
störfum. Aðspurður segir Kiddi að
rekstur útvarpsstöðvanna hafi
gengið bærilega. Gamlar skuldir
hafi fylgt stöðvunum en ágætlega
hafi gengið að vinna þær upp.
Eiríkur Tómasson, framkvæmda-
stjóra Stefs, segir að stöðvarnar
hafi verið í vanskilum við Stef. Af
þeim sökum hafi samningi við þær
verið rift. Skuldin hafi síðar verið
gerð upp fram til áramóta. Vilji X-
FM og KissFM fá endurnýjað
útvarpsleyfi þurfi að ganga frá
nýjum samn-
ingi við Stef,
meðal ann-
ars með
greiðslu
trygginga.
...fær Reynir Lyngdal, sem
ásamt samstarfsfólki sínu hristi
hressilega upp í gamalgrónu
skaupi og fóstraði eitt besta
áramótaskaup margra ára.
– Vel lesið
Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband
í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is
Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög
vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni
*Gallup maí 2006
Notaðu mest lesna* blað
landsins til að dreifa
kynningarefni til
þinna viðskiptavina
Vertu inní
Fréttablaðinu
með þitt
kynningarefni