Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 37
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2007 E R L E N D U R A N N Á L L 2 0 0 6 á frekari uppleið og fall ekki í sjónmáli á ný. Væntingar fjárfesta stóðust enda rauf vísitalan hvert metið á fætur öðru, síðast í byrjun desember þegar hún fór yfir 14.000 stig. Þá sá loks fyrir endann á Enronmálinu þegar dómur féll í máli Andrew Fastow, fyrrum fjármálastjóra orkusölurisans fyrrverandi. Fastow hlaut sex ára dóm sem var fjórum árum styttri dómur en gert var ráð fyrir. Fastow var meðal ann- ars sakaður um innherjasvik en hann auðg- aðist verulega við sölu á bréfum sínum í félaginu áður en halla tók undan fæti orkusölurisans. Auk fangelsisdómsins var hann dæmdur til að greiða til baka 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 2,1 milljarðs íslenskra króna í reiðufé og eignum. Ríkisstjórn Írlands einkavæddi flugfé- lagið Aer Lingus í lok september. Írska ríkið hafði í gegnum tíðina farið með rúman 85 prósenta hlut í flugfélaginu en ákvað að selja 50 prósent úr safni sínu í almennu hlutafjárútboði áður en til skrán- ingar þess kom í kauphöllunum í Dublin á Írlandi og Lundúnum í Bretlandi á öðrum degi október. Landar þeirra hjá lággjalda- flugfélaginu Ryanair tryggðu sér 16 pró- senta hlutafjár í útboðinu en juku hann fljótlega í 19,2 prósent. Í kjölfarið gerði stjórn Ryanair yfirtökutilboð í alla eftir- standandi hluti sem hljóðaði upp á 1,48 milljarða evrur eða rúma 130 milljarða íslenskra króna. Tilboðið mætti harðri andstöðu jafnt frá írskum ráðherrum til starfsmanna Aer Lingus og hins almenna Íra. Starfsmannafélag Aer Lingus, sem tryggði sér vænan skerf í flugfélaginu við einkavæðingu þess, jók við hlut sinn auk þess sem írskur auðkýfingur keypti lítinn hlut með það eitt fyrir augum að koma í veg fyrir að Ryanair gæti komið höndum yfir flugfélagið. Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, þrýsti á hluthafa Aer Lingus að þeir tækju tilboðinu og sagði þetta einstakt tækifæri til að stofna stórt írskt flugfélag. Hluthafarnir tóku ekki vel í kostaboðið en ekki bætti úr skák þegar hann boðaði stór- tækar hagræðingaraðgerðir til að bæta rekstur Aer Lingus. Barátta flugfélaganna átti eftir að harðna talsvert eftir því sem nær leið áramótum. Jeffrey Skilling, fyrrum yfirfram- kvæmdastjóri Enron, var dæmdur til 24 ára fangelsisvistar vegna aðildar að stór- felldum svikum til að fela milljarðatap orkusölurisans. Dómurinn var talsvert lægri en búist hafði verið við en fjölmiðl- ar reiknuðu með því að hann hlyti tæplega tveggja alda dvöl innan veggja fangelsis- ins. Endi var ekki bundinn á Enronmálið því Richard Causey, fyrrverandi aðalend- urskoðandi Enron, hlaut sömuleiðis fimm og hálfs árs dóm fyrir málið um miðjan nóvember. Skilling hóf afplánun um miðj- an desember og var þar með botninn sleg- inn í málið sem staðið hafði yfir síðastliðin fimm ár. „Þetta er frábært [tilboð] fyrir ríkisstjórnina, starfs- fólkið, hagkerfi lands- ins og ferðamennsku á Írlandi.“ Michael O‘Leary, forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair, um yfirtökutilboð flugfélagsins í Aer Lingus í október. Englandsbanki ákvað í byrjun nóvem- ber að hækka stýrivexti um fjórðung úr prósenti og fóru vextirnir í 5 prósent. Almennt var búist við þessari vetrargjöf bankans til landsmanna enda fyrsta stýri- vaxtahækkun bankans á árinu sem staðið hafði fastur á sínu þrátt fyrir að margsinn- is hafi verið þrýst á Mervyn King. banka- stjóra Englandsbanka, að hækka vextina. Reyndar hafði ekki verið einhugur um óbreytta vaxtastefnu bankans. Undir lok mánaðarins komst japanska netfyrirtækið Livedoor á ný í fréttir þegar stjórn fyrirtækisins ákvað að selja fjár- málaarm þess. Ljóst þykir að Livedoor heyrir sögunni til sem eitt af óskabörnum Japana enda malaði armurinn gull fyrir fyrirtækið. Livedoor mun í framtíðinni ætla að einbeita sér að því sem það var upphaflega stofnað til, eða vefhönnun og hugbúnaðarþróun. Tilraunir írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair til að kaupa írska flugfélagið Aer Lingus var sem rauður þráður í gegnum veturinn. Baráttan harðnaði frekar en hitt því á síðustu dögum nóvember tilkynnti Dermont Mannion, forstjóri írska Aer Lingus, að Ryanair hefði tryggt sér fjórð- ungshlut í flugfélaginu og hefði ákveðið að setja stefnuna á óvinveitta yfirtöku á félaginu þrátt fyrir andstöðu meirihluta hluthafa í félaginu. „Við teljum að tilboð Nasdaq endurspegli fram- úrskarandi vöxt og fram- tíðarhorfur markaðarins.“ Carla Furse, forstjóri LSE, þegar hún felldi rúmlega 380 milljarða króna yfirtökutilboð frá stjórn bandaríska hluta- bréfamarkaðarins Nasdaq í nóvember. Michael O‘Leary, forstjóra Ryanair, varð lítið ágengt í tilraunum sínum til að kaupa flugfélagið Aer Lingus en einungis eitt pró- sent hluthafa var fylgjandi yfirtökutilboði á fundi þeirra snemma í mánuðinum. Hann sagðist engu að síður fullviss um að tilboðið hlyti náð fyrir augum hluthafa enda væri það nokkuð yfir útboðsgengi félagsins í október. Hann vildi hins vegar ekkert segja til um hvort tilboðið yrði hækkað til að blíðka hluthafana. Og fleiri fréttir bárust frá fyrirtækjum í háloftunum því lögregla gerði rannsókn á skrifstofum EADS, móðurfélags Airbus, í París í Frakklandi um miðjan jólamánuð- inn. Rannsóknin var gerð að tilstuðlan evr- ópskra samkeppnisyfirvalda til að kanna hvort helstu stjórnendur og hluthafar fyr- irtækisins hafi gerst sekir um innherjasvik í hlutabréfaviðskiptum og komið bréfum í verð áður en gengi í EADS féll um mitt ár. Talið var að allt að 800 manns tengdust málinu. Þetta voru ekki einu fréttirnar af fallvöltu gengi EADS því flugfélagið Emirates í Dubai, sem hafði pantað 43 risa- þotur, lagði fram kröfu um skaðabætur á hendur flugvélasamstæðunni vegna tafa á afhendingu þotnanna á jóladag. Undir lok mánaðar stefndi um stund- arsakir í óefni í Taílandi eftir að taílenski seðlabankinn greindi frá áformum sínum um að setja á gjaldeyrishömlur til að sporna gegn háu gengi bahtsins, gjaldeyr- is Taílendinga, en hann hefur verið með sterkustu gjaldmiðlum Asíu. Sömu sögu var að segja af Robert Greifeld, forstjóra bandaríska hluta- bréfamarkaðarins Nasdaq, sem tilkynnti með formlegum hætti að markaðurinn væri farinn í óvinveitta yfirtöku á LSE. Markaðurinn hefur hins vegar enn sem komið er ekki náð meira en fjórðungshlut í LSE og mun framtíðin ein skera úr um hver niðurstaðan verður. Undir lok árs bættist enn í fréttir af bar- áttu Bandaríkjamanna og Breta því sam- gönguyfirvöld vestanhafs ákváðu að veita lággjaldaflugfélaginu Virgin America ekki flugrekstrarleyfi í landinu. Ástæðan var sú, að flugfélagið var að mestum hluta í eigu bresku samstæðunnar Virgin Group og auðkýfingsins Richard Bransons. Reglur um eignarhald á flugfélögum kveða hins vegar á um að erlendir aðilar megi ekki eiga meira en fjórðung í fyrirtækjum sem þessum. Þetta þóttu talsverð vonbrigði fyrir Branson enda hafði undirbúningur fyrir rekstur flugfélagsins, sem átti að hefja rekstur snemma á þessu ári, staðið yfir síðastliðin tvö ár. Óvíst hvort af verður en forsvarsmenn Virgin America munu svara samgönguyfirvöldum vestra á næstu dögum. lagi var Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, nú með ívið meira vægi í hluthafahópnum en áður og gat þrýst á um samruna markaðanna. Í öðru lagi komu kaupin í veg fyrir að John Thain, sem stýrir bandarísku kauphöllinni í New York (NYSE), gæti borið víurnar í bréf hluthafa með það fyrir augum að koma mörkuðunum saman í eina sæng líkt og til stóð framan af. EVRÓPA SAMEINAST BANDARÍKJUNUM John Thain brást við kaupum Nasdaq með því að bjóða jafnvirði rúmra 724 milljarða íslenskra króna í samevr- ópska hlutabréfamarkaðinn Euronext, sem rekur kaup- hallir í Amsterdam í Hollandi, Brussel í Belgíu, í París í Frakklandi og í Lissabon í Portúgal, í maí. Tilboðið var samþykkt í byrjun júní og ganga markaðirnir í eina sæng á næstunni. Með samrunanum verður til fyrsta kauphöllin með starfsemi beggja vegna Atlantsála með markaðsvirði upp á jafnvirði 1.448 milljarða íslenskra króna. Með tilboðinu skákaði Thain stjórnendum þýsku kaup- hallarinnar í Frankfurt sem gerði ítrekaðar tilraunir til að sameinast Euronext á síðasta ári. Kauphöllin hafði lengi horft til þess að renna saman við aðrar kauphallir, meðal annars LSE, allt frá 2001 en hóf viðræður við stjórnendur Euronext í mars. Formlegt tilboð var lagt fram undir lok maí. Karpið stóð um væntanlegar höfuðstöðvar samein- aðra markaða sem stjórnendur þýsku kauphallarinnar kröfðust að yrði í Frankfurt. Á það sættist Jean-Francois Theodore, forstjóri Euronext, ekki og hafnaði tilboðinu. Þrátt fyrir að flestir hlutaðeigendur Euronext hafi samþykkt samruna við NYSE hefur stjórn þýsku kaup- hallarinnar síður en svo lagt árar í bát því ítalska kaup- höllin gekk til liðs við hana um sameiginlegt yfirtökutil- boð í Euronext í október. Nýtt tilboð hefur enn sem komið er ekki verið lagt fram í samevrópska markaðinn en Jean- Claude Trichet, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans, er sagt hugnast betur að sjá samruna kauphalla og hluta- bréfamarkaða í álfunni fremur en að evrópskir markaðir renni saman við bandarískar kauphallir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.