Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 59
Óperuunnendur á Íslandi eiga styst með að skjótast erlendis til að njóta óperulistarinnar – í það minnsta þangað til Íslenska óperan setur Rake Progress eftir Stravinsky á svið 9. febrúar - Flagara í framsókn kalla þeir við Ingólfsstrætið verkið. En vindi menn sér til Hafnar er nóg að sjá og flest ekki af verri endan- um: hjá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn eru stöðugt í gangi stórar óperusýningar í nýja óperu- húsinu þeirrra á Dokkeyju: Þar verður frumsýnd þann 14. janúar sviðsetning Peter Konwitschnys hins þýska á Lohengrin eftir Wag- ner. Sviðsetning hans hefur þegar verið flutt í Hamburg og Barcelona og sætt miklum deilum. Vettvangur sögunnar rómantísku er fluttur aftur úr miðöldum í skólastofu þar sem allt er sett upp í einföld og barnaleg átök krakka. Og fleiri verk bíða byltingar- kenndra sviðsetninga í nýja óperu- húsinu: sænski leikstjórinn Jasenko Selimovic setur Simon Boccanegra eftir Verdi á svið um miðjan mars. Jasenko Selimovic er Bosníumaður að uppruna og nýráðinn yfirmaður leiklistardeildar sænska hljóð- varpsins. Titus eftir Mozart er á dagskrá í lok febrúar og einnig Palleas og Melisande eftir Debussy. Sagan er sótt í texta Maurice Maeterlinck hins belgíska og það er engin önnur en Anne Sofie von Otter sem syng- ur í verkinu ásamt hinni lofandi Elisabeth Jansson. Guy Joosten setur á svið en hann er eftirsóttur víða um álfur. Meistarasöngvarar Wagners eru væntanleguir á svið 1. apríl og er það heimsókn frá Volksbuhne í Berlín. Til stóð að setja Le Grande Macabre á svið en í hennar stað kemur Leðurblakan 24. mars. Þá verður Lucia di Lammermoor sýnd i mai. Upplýsingar um þessar sýningar og miðasala er aðgengileg á vef Konunglega leikhússins: www. kglteater.dk. Óperan blómstrar á Dokkeyju Nú stendur yfir á sýning á Bókatorgi í Grófarhúsinu við Tryggvagötu 15 þar sem 20 ára vígsluafmæli Hallgrímskrikju er minnst. Sýningin „... hér er hlið himinsins“ er tekin saman af Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Á sýningunni er rifjuð upp til- urð og byggingarsaga kirkjunnar í máli og myndum. Þar er minnst einstakra þátta úr byggingarsög- unni en ekki hvað síst hinnar miklu fórnfýsi sem fylgismenn kirkj- unnar lögðu á sig til að gera bygg- ingu hennar að veruleika. Hallgrímskirkja var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins. Fyrsta skóflustungan var tekin hinn 15. desember 1945 en kirkjan var ekki vígð fyrr en 41 ári síðar og þá var raunar mörgu enn ólokið. Á ýmsu gekk í byggingarsögunni og vakti kirkjan miklar deilur, bæði hvað varðar stærð, útlit og staðsetningu kirkjunnar. Þá gekk oft erfiðlega að afla fjár til að standa straum af framkvæmdum en í stórum drátt- um komu um sextíu prósent úr sjóðum safnaðarins og frá einka- aðilum en auk þess studdu bæði ríki og borg verkið. Kirkjan er hönnuð í nýgotnesk- um stíl og er hvort tveggja helsta kennileiti Reykjavíkur og stærsta kirkja Íslands og heimsækja fjöl- margir gestir hana á degi hverj- um. Þar er jafnframt stærsta orgel landsins, Klais-orgelið, sem var vígt árið 1992. Sýningin er opin virka daga kl. 11-19 og um helgar kl. 13-17. Aðgangur á sýninguna er ókeypis. Hlið himins á hæð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.