Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN 3. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR4 V I Ð T A L Í dag verður fyrsta skrefið stigið í áttina að samþættingu þjónustu Kauphallar Íslands og OMX-kauphallasamstæðunnar þegar viðskipti hefjast á First North hliðarmark- aðnum. Formlega tók OMX við rekstri Kauphallar Íslands í byrjun desember eftir að hafa keypt Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing, sem átti og rak Kauphöll Íslands. First North er ætlað að veita smáum fyrirtækjum í vexti greiðan aðgang að norrænum og alþjóðlegum fjár- málamörkuðum. Skilyrðin fyrir skráningu á markaðinn eru áþekk þeim sem voru á íslenska isec-markaðinn. Sú breyting verður þó á að viðurkenndur ráðgjafi verður nú fyrirtækjunum innan handar við skráningu og varðandi viðvarandi upplýsingaskyldu. Viðskipti á isec-mark- aðnum, sem settur var á fót um mitt síðasta ár, voru því sem næst engin og á hann einungis skráð tvö félög, Hampiðjan og Grandi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, gerir sér vonir um að íslensk fyrirtæki muni aftur á móti sjá og nýta sér þá möguleika sem felast í skráningu á First North. „Mikill fjöldi fyrirtækja hefur verið að skrá sig á First North-markaðinn á undanförnum mánuð- um. Það kæmi mér mjög á óvart ef íslensk fyrirtæki sæju ekki kostina sem felast í skráningu.“ ÞRJÚ STÓR AÐLÖGUNARSKREF Þórður segir að aðlögunarferli íslensku kauphallarinnar að OMX verði með þrem- ur stórum skrefum og öðrum minni inn á milli. Á föstudaginn verður seinni hluta fyrsta skrefs fullnægt þegar Kauphöll Íslands tekur upp nýtt opinbert heiti, OMX Nordic Exchange á Íslandi. Um leið verður vefviðmóti kauphallarinnar breytt og hún fær nýja ásýnd með sameiginlegu lógói OMX. Næsti stóri áfangi verður 2. apríl þegar íslensk félög verða skráð á samnorrænan lista og tekin inn í vísitölu OMX. Á þeim verður jafnframt tekin upp sameiginleg vefsíða OMX. Þriðja stóra skrefið verður svo stofnun afleiðumarkað- ar 7. maí. Þegar þessi þrjú skref hafa verið stigin er þess vænst að Kauphöllin verði orðin samstiga kauphöllunum þremur í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki. ÍSLENSK FYRIRTÆKI RAÐAST VEL Á LIST- ANN Þegar fyrstu fregnir bárust af áhuga OMX-kauphallanna á Kauphöll Íslands, var í fréttum haft eftir Þórði að hann teldi slíkar viðræður ekki tímabærar fyrir Íslendinga. Þórður segir tvennt hafa komið til á árinu sem breytti skoð- un hans á því. „Annars vegar hefur verið mikil samruna- bylgja meðal kauphalla, til dæmis sameinuðust nýverið New York Stock Exchange og Euronext og allnokkr- ir smærri samrunar hafa einnig orðið í Evrópu. Í öðru lagi kom það í ljós við skoð- un að fyrirtæki hér eru orðin það stór og öflug að flest þeirra raðast nokkuð vel á norræna listann sem settur var á fót í október. Við höfðum ákveðnar áhyggjur af þessu áður en reglur um þennan lista voru fullmótaðar, að litlu fyrirtækin hér á landi myndu eiga undir högg að sækja á þessum lista. Við nánari skoðun kom í ljós að okkar sess á listanum er mjög góður.“ Þórður bætir við að þróunin hjá kauphöllinni hafi verið afar hröð á síðustu misserum, skráðu fyrir- tækin séu orðin það stór og veltan svo mikil að tímabært hafi verið að leita eftir tengingu við stærri kauphöll, til þess að geta veitt markaðnum betri þjónustu. OMX- samstæðan sé vel til þess fallin en sameinuð telst hún millistór og flokkast með kauphöllunum á Ítalíu, Spáni og Sviss hvað stærð varðar. „Þetta er einfaldlega þáttur í alþjóðavæðingu markaðarins hér heima og nauðsynlegt skref til að styðja við útrás og eflingu fyrirtækjanna.“ TÆKIFÆRI FYRIR FJÁRFESTA OG FYRIR- TÆKI Þórður er sannfærður um að með sam- runanum myndist mikil sóknarfæri, bæði fyrir íslensk fyrirtæki og fjárfesta. „Íslensk fyrirtæki verða sýnilegri fyrir breiðari hóp fjárfesta sem ætti, ásamt víðtækari aðgangi að markaði, að skapa þeim mikil tækifæri.“ Þegar íslenska kauphöllin verður orðin fullgildur meðlimur samstæðunnar verður aðgangur allra fjárfesta að félög- um í OMX jafn, íslenskra sem erlendra. Upplýsingum um öll fyrirtækin verður dreift með sama hætti og hægt að nálgast þær á sameiginlegri heimasíðu. Í þessu felst að íslenskir fjárfestar hafa greiðari aðgang að upplýsingum um fyrirtæki á öllum Norðurlöndunum. Jafnframt verður einfaldara að bera saman fyrirtæki og greinar þar sem öllum fyrirtækjum er raðað með sama hætti og eftir sama flokk- unarkerfi. Það sama gildir um aðgang nor- rænna fjárfesta að íslenska markaðnum og raunar allra alþjóðlegra fjárfesta þar sem svo miklu fleiri fylgjast með norræna markaðnum heldur en þeim íslenska. „Við erum þegar farin að finna fyrir því að erlendir fjárfestar sýna íslenska mark- aðnum mun meiri áhuga. Ég býst því við að allmargir nýir kauphallaraðilar bætist við á næstu misserum. Við erum þegar farin að vinna með nokkrum þeirra,“ segir Þórður og nefnir fjárfestingabankann JP Morgan, sem nýverið varð aðili að íslensku kauphöllinni, sem dæmi um aukinn áhuga á íslenska markaðnum. FORSTJÓRINN Í FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinna starfsfólks Kauphallar Íslands frá degi til dags kemur til með að breytast töluvert á næstu misserum með aukn- um samskiptum við samstarfsfólk sitt erlendis. Þórður sjálfur er ekki undan- skilinn þessum breytingum en hann hefur tekið sæti í sjö manna framkvæmdastjórn OMX, sem hefur með hendi stefnumótun fyrir allar kauphallirnar innan samstæð- unnar. Auk þess mun hann bera tvo titla í stað eins og mun, auk forstjórastöðunnar, vera framkvæmdastjóri yfir íslenskum mörkuðum innan OMX. Því sviði tilheyra annars vegar kauphöllin sjálf og hins vegar Verðbréfaskráning Íslands. Þórður sér fram á spennandi og ögrandi tíma. „Íslenski markaðurinn hefur verið í gíf- urlegri sókn og veltan hefur átjánfaldast á síðustu fimm árum. Það er enn þá mikill hugur í íslenskum fyrirtækjum og við því að búast að þessi þróun haldi áfram. Það má því gera ráð fyrir spennandi ári.“ Fyrsta skrefið í samþættingarátt Í dag verður fyrsta skrefið af þremur tekið í aðlögun Kauphallar Íslands að OMX-kauphallasamstæð- unni þegar viðskipti hefjast á First North hliðarmarkaði OMX. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir ræddi við Þórð Friðjónsson, forstjóra Kauphallarinnar, um breytingarnar og tækifærin fram undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.