Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 4
 Störfum við stór- iðju- og virkjanaframkvæmdir mun fækka um 2.000 á árinu 2007, úr 3.500 í tæplega 1.500. Er það í takt við fyrirsjáanleg verklok helstu framkvæmda. Frá þessu er skýrt í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar um mannaflaþörf á árunum 2007 og 2008. Undir lok síðasta árs unnu sam- tals 3.496 manns við nokkrar helstu stóriðju- og virkjanafram- kvæmdir. Þar af unnu um 1.700 við byggingu álversins í Reyðar- firði, tæplega 1.200 við gerð Kára- hnjúkavirkjunar, nærri 300 við Hellisheiðarvirkjun, um 200 við stækkun Norðuráls og um eitt hundrað við Reykjanesvirkjun og í Svartsengi. Samkvæmt skýrslu Vinnumála- stofnunar fækkar störfum í um 3.000 á fyrsta fjórðungi þessa árs en fjölgar aftur lítillega á öðrum fjórðungi. Fækkun hefst svo á nýjan leik á þriðja ársfjórðungi og er áætlað að aðeins verði um 400 störf við áðurnefndar fram- kvæmdir á fyrsta fjórðungi ársins 2008. Þeim fjölgar svo á nýjan leik 2008 en í upphafi árs 2009 er áætl- að að rúmlega 600 verði starfandi við stóriðju- og virkjanafram- kvæmdir. Um leið og fækkun starfa í stóriðju er fyrirsjáanleg er reikn- að með að störfum vegna nýfram- kvæmda í samgöngumálum fjölgi. Helgast það af ákvörðunum stjórn- valda um auknar framkvæmdir frá því sem var 2006. Þannig verð- ur rúmum tíu milljörðum króna varið til samgöngubóta árin 2007 og 2008 en á síðasta ári runnu rúmir fjórir milljarðar til slíkra verkefna. Á síðasta ári voru 216 störf í samgöngumannvirkjagerð en verða um 550 í ár og á næsta ári. Störfum fjölgar jafnt í jarðvinnu, brúar- og jarðgangagerð. Af þeim 3.500 sem störfuðu við stóriðju- og virkjanaframkvæmd- ir á haustmánuðum 2006 voru 2.600 erlendir ríkisborgarar og um 900 Íslendingar. Því er spáð að útlendingar munu að stærstum hluta veljast til að gegna þeim störfum sem losna á næstu tveim- ur árum enda atvinnuleysi lítið og fáir vanir byggingaverkamenn án vinnu. Störfum fækkar um 2.000 í stóriðjugerð Mikil fækkun starfa við stóriðju- og virkjanaframkvæmdir er fyrirsjáanleg á árinu. Störfum við vegagerð mun fjölga. Af 3.500 störfum við stóriðju- og virkj- anaframkvæmdir í árslok 2006 voru 2.600 mönnuð erlendum ríkisborgurum. Fundað verður á fimmtudag með forsvarsmönnum Norðuráls um fíkniefnaprófið, sem fyrirhugað er að láta fara fram á öllum starfsmönnum Norðuráls. Um þrjú hundruð starfsmenn eru í Verkalýðsfélagi Akraness. Formaður félagsins dregur í efa að heimilt sé að láta fara fram slíkt lyfjapróf án þess að rökstuddur grunur um neyslu ólöglegra lyfja liggi fyrir. Á vefsíðu félagsins kemur fram að lögmaður ASÍ dragi í efa að fyrirtækinu sé stætt á að framkvæma slík lyfjapróf án þess að fyrir liggi grunur um brot starfsmannanna á neyslu fíkniefna. „Væntanlega munu stéttarfélögin óska eftir áliti frá Persónuvernd um það hvort fyrirtækinu sé heimilt að framkvæma fíkniefnapróf á öllum starfsmönnum án þess að grunur um brot hafi átt sér stað,“ segir þar. Fundað um eiturlyfjapróf Eini lögreglubíllinn í umdæmi lögregl- unnar í Búðardal hefur farið á verkstæði 58 sinnum á síðustu tveimur árum. Jóhannes Björgvinsson, aðal- varðstjóri í Búðardal, segir bílinn mikinn gallagrip. „Þetta er í einu orði sagt hræðilegur bíll og það hefur aukið enn á vandræðin að þetta var eini lögreglubíll- inn í embættinu fram til þessara áramóta en þá var það sameinað lögreglunni í Borgarnesi,“ segir Jóhannes. Bíllinn er af gerðinni Isuzu Trooper og er ágerð 2000. Jóhannes segist hafa vonast til þess í langan tíma að bílnum yrði skipt út fyrir annan en sú bið sé orðin ansi löng. „Það hefur ekki verið um annað að ræða en að nota einkabifreið mína á meðan viðgerðunum stendur og það allt upp undir tvær vikur í senn,“ segir Jóhannes. Það sé afar slæmt, sérstaklega þar sem einkabíll hans sé ekki tryggður til forgangsaksturs. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði í nýársávarpi sínu að ríkisstjórnin ráðgerði að kaupa gróðurhúsa- lofttegunda-útblásturskvóta fyrir embættismenn ríkisins, svo að þeir geti ferðast flugleiðis til útlanda með betri samvisku. Stoltenberg sagðist búast við að stjórn sín yrði sú fyrsta í heiminum til að grípa til slíkrar ráðstöfunar, en hann hvatti stjórnir annarra landa heims til að gera það líka, því aðeins með samtakamættinum hrifu slíkar aðgerðir gegn loftslagsbreyting- um af mannavöldum. Mengunarkvóti fyrir erindreka Talsmaður spænska sósíalistaflokksins, sem heldur um stjórnartaumana í landinu, lýsti því yfir í gær að friðar- samningaumleitanir við aðskiln- aðarhreyfingu Baska hefðu verið blásnar af, en ekki aðeins frestað. Yfirlýsingin kom í kjölfar sprengjutilræðis í bílageymslu við alþjóðaflugvöll- inn í Madríd um helgina. 26 særðust í sprengingunni og tveggja er saknað og þeir taldir af. „Ferlið er fyrir bí, það er það sem ETA hefur kosið,“ sagði Jose Blanco, háttsettur talsmað- ur flokksins. ETA er sakað um að bera ábyrgð á sprengingunni, eftir níu mánaða „vopnahlé“. Viðræður við ETA blásnar af Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra undirritaði þjónustusamning við AE starfsendurhæfingu á föstudag. Samningurinn gengur út á að AE geri úttekt á þjónustu við geðfatlaða. „Með samningnum er stuðlað að því að geðfatlaðir fái notið sín sem fullgildir borgarar samfélagsins sam- kvæmt stefnumótun og fram- kvæmdaáætlun átaks ráðuneytis- ins 2006-2010 í þjónustu við geðfatlaða,“ segir Magnús Stefánsson. Samningurinn gildir á árunum 2007-2008 og felur meðal annars í sér að AE tekur að sér gerð fræðsluefnis um þjónustu fyrir geðfatlaða. Bætt þjónusta við geðfatlaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.