Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 03.01.2007, Blaðsíða 57
Ungstirnið Lindsay Lohan hefur beðið allar fatafellur heimsins afsökunar eftir að upp komst að hún kallaði þær hórur í tölvupósti sem lak til fjölmiðla. Bréfið skrif- aði Lohan í desember eftir að hafa sótt námskeið í súludansi í þeim tilgangi að æfa sig fyrir hlutverk nektardansmeyjar. Til merkis um iðrun fór Lohan út á galeiðuna með nokkrum nekt- ardansmeyjum á fimmtudag og sagði ljósmyndurum að hún héldi mikið upp á konur í þessum bransa. „Ég elska fatafellur,“ lét Lohan meðal annars hafa eftir sér og ein fatafella sagði að Lohan skæri ekki við nögl í þjórfénu. Bað fatafell- ur afsökunar Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey hefur opnað stúlknaskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Winfrey gaf fyrrum forseta Suður- Afríku, Nelson Mandela, loforð fyrir sex árum um að opna skóla og nú er hann orðinn að veruleika. Að sögn Oprah vildi hún opna skólann svo hún gæti verið nánari því fólki sem hún væri að reyna að hjálpa. „Fyrst þegar ég fór að græða pening fannst mér pirrandi þegar ég var að skrifa hverja ávísunina á fætur annarri til góðgerðarsamtaka sem mér fannst ekki vera hluti af mér,“ sagði Oprah. „Á ákveðnum tíma- punkti vill maður ná þessum tengslum.“ Opnar skóla „Rússneskir auðjöfrar hafa fengið Mariu Carey, Justin Timberlake og Whitney Houston til að skemmta sér um borð í flugvélinni Flying Titanic. Um 125 manns munu borða og skemmta sér á glæsilegum veit- ingastað inni í flug- vélinni en förinni mun vera heitið til Íslands þar sem þeirra bíður íshöll. Hersingin mun síðan fagna nýju ári í leik- mynd frá Hringadrótt- inssögu-kvikmyndunum.“ Svona hljómaði frétt rússneska veftíma- ritsins Pravda að morgni 30. desember. Miðaverðið í þessa glæsilegu ferð var sagt á bilinu ellefu til sextíu og sex milljónir íslenskra króna en svipað uppá- tæki vakti mikla athygli í fyrra þegar olíujöfrarnir fengu Tinu Turner til liðs við sig. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst þá afbókaði Mariah Carey sig enda var hún stödd með Opruh Winfrey í Suður- Afríku þar sem sjón- varpskonan fræga hélt glæsilega veislu á Sun City-hótel- inu. Reyndar er ýmislegt grun- samlegt við frétt Pravda og ekki ólík- legt að hér hafi verið um grín að ræða og verið sé að skjóta föstum skotum á rúss- nesku auðjöfrana sem virðast geta leyft sér nánast allt í heiminum. Bandaríska síðan Memphisfly- er.com tekur málið upp og segir að varla sé til helvita maður sem myndi nefna flugvélina sína í höf- uðið á skipinu fræga sem sökk í jómfrúarferð sinni. Þá myndi stórstirnið Justin Timberlake varla láta bjóða sér það að ferðast með dóphausnum Houston og skapofsakonunni Carey til Íslands til þess eins að skemmta rússneskum „glæpamönnum“. Ísland skotspónn rússneskra grínara? Cate Blanchett óttaðist að hún myndi vinna Judi Dench mein í slagsmálaatriði í myndinni Notes on a Scandal. Í atriðinu skellir Blanchett hinni 72 ára gömlu Dench upp við vegg. „Ég var dauðhrædd við að meiða hana en hún var með litla brynju á bakinu til að verja sig. Það var mikill léttir þegar tökum var lokið og við fórum og fengum okkur kampavín en þá vorum við skyndilega beðnar að taka atriðið upp aftur.“ Fyrir frammistöðu sína í myndinni er Blanchett til- nefnd til Golden Globe verðlauna í flokki aukahlutverka. Óttaðist að meiða Judi • Neoprenvöðlur með vöðlutösku aðeins 7.495 • Öndunarvöðlur frá 10.995 • Veiðijakkar vatnsheldir með útöndun frá 8.995 • Veiðivesti frá 1.995 • Kaststangir frá 1.995 • Vandaðir hólkar fyrir veiðistangir aðeins 1.500 • Flugustangir frá 2.995 • Kasthjól frá 995 • Fluguhjól frá 2.995 • 10 spúnar aðeins 1.995 Úrval af veiðifatnaði sem er að detta út úr vöruvali okkar á mikið lækkuðu verði Útsalan er líka í netverslun Veiðihornsins Veidihornid.is Útsalan stendur aðeins í eina viku Ekki missa af útsölunni í Veiðihorninu Komdu strax í dag Stórútsala Veiðihornsins Aðeins í eina viku Veiðihornið Hafnarstræti 5 • Veiðihornið Síðumúla 8 • veidihornid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.