Fréttablaðið - 16.01.2007, Side 20

Fréttablaðið - 16.01.2007, Side 20
Tónlist sjöunda áratugarins dunar þrjá morgna í viku í Hress þar sem hressar konur dilla sér í takt við tónana. Þær mæta hressar í Hress þrjá morgna vikunnar og hreyfa sig af innlifun við tónlist frá fyrri ára- tugum. Edda Björgvins hefur orð fyrir hópnum. „Við eigum það sameiginlegt nokkrar kellur að eiga rosalega erfitt með að fara í venjulega líkamsrækt. Þolum ekki lóð og erum dauðhræddar við einkaþjálf- ara og tækjasali. Við höfðum reynt að fara í göngutúra og sund og ein- hvern veginn ekki hangið í því. En allar hlæjum við mikið og hristum okkur þegar við heyrum sixtís- tónlist, gömlu lögin, þú veist. Svo fengum við þessa brilljant hugmynd af því Linda í Hress er svo hress og af því hluti hópsins er í Hafnarfirðinum að spyrja hana hvort við mættum ekki mæta þrisvar í viku á morgnana milli hálf átta og átta með sixtístónlist- ina okkar. Það varð úr og allir sem eru hjá henni í tímum plús vinkon- ur okkar fá að vera með. Við byrjuðum á þessu í haust. Þetta er bara hálftími í einu og ekki í eitt skipti hefur mér dottið í hug að ég væri of þreytt eða hefði ekki tíma til að mæta. Ég er bara mætt án þess að vita af. Við gerum ekkert annað en að stilla Herman‘s Hermits í botn og Dave Clark Five og hrista okkur eins og okkur sé borgað fyrir. Það er ógeðslega gaman og það skrítna er að við höfum aldrei upplifað eins magnaða hreyfingu, aldrei brennt jafn miklu og aldrei teygt jafn vel. Það er svo skrítið að þegar maður fer í stuð við ein- hverja tónlist sem maður elskar þá fer maður óvart að teygja á ýmsum vöðvum algerlega ómeð- vitað, þannig að upp rifjast öll þau spor sem maður hefur lært í gegn- um tíðina. Fyrir utan hreyfinguna fer maður í vímu því endorfín- framleiðslan í líkamanum snar- eykst við það að dansa og syngja. Maður verður eins og að hafa skellt í sig tveimur tvöföldum, með fast bros á andlitinu og í ofboðslega góðu skapi. Alveg sama hvernig maður mætir, maður fer alltaf himinglaður út. Þetta er eins og að lenda á góðri árshátíð.“ Eins og á góðri árshátíð Laugardalshöll fitpilates.is Stinnur rass, sléttur magi í hádeginu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.