Fréttablaðið - 23.01.2007, Qupperneq 1
68%
40%
37%
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006.
Þriðjudagur
LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA
allt landið
B
la
ð
ið
B
la
ð
ið
30
20
10
50
40
0
60
70
80
Í tuttugu og fimm ára
gömlum gönguhópi
Sveinn Jónsson er félagi í tuttugu og fimm ára gömlum göng hó hlaupið íð
Farið á fjöll
[ SÉRBLAÐ UM JEPPA – ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 ]
NISSAN PATHFINDERReynsluakstur BLS. 2
KÖTTURINN Í SEKKNUMÁstandsskoðun BLS. 4
METINGUR JEPPAMANNAFjallasport BLS. 6
ÞORRABLÓT Á FJÖLLUM4x4 ferðaklúbburinn BLS. 8
BREYTTIR BÍLAR Í KASAKASTANArctic Trucks BLS. 10
ÞAÐ BORGAR SIG AÐHALDA KYRRU Í BÍLNUMÖryggisatriði í ferðum BLS. 12
GLAÐUR MEÐ GÓÐAN BÍLBjörn Hl
EFNISYFIRLITBreyttir jeppar til
Kasakstan
Allt upp í loft á HM
Mun færri vilja sjá
Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn
eftir næstu kosningar, en í sam-
bærilegri könnun sem gerð var 26.
ágúst 2006, samkvæmt niðurstöðum
skoðanakönnunar Fréttablaðsins
sem unnin var síðastliðinn laugar-
dag. Nú segjast 28,7 prósent þeirra
sem taka afstöðu vilja sjá Fram-
sóknarflokkinn í ríkisstjórn, en
hlutfallið var 38,7 prósent í ágúst.
Sá flokkur sem helst vinnur á er
Frjálslyndi flokkurinn. Í nýju
könnuninni segjast 22,6 prósent
vilja ríkisstjórn þar sem flokkur-
inn á aðild, en í ágúst var hlutfallið
14,8 prósent.
Aðrir flokkar standa svipað að
vígi hvað þetta varðar og í ágúst.
50,4 prósent vilja Sjálfstæðisflokk-
inn í ríkisstjórn eftir kosningarnar
í vor, sem er 3,3 prósentustigum
minna en í ágúst. Það dregur held-
ur minna úr stuðningi við Samfylk-
inguna í ríkisstjórn, 46,8 prósent
vilja ríkisstjórn með aðild flokks-
ins, samanborið við 48,2 prósent í
ágúst. Vinstri græn bæta við sig
1,5 prósentustigum og vilja 46,6
prósent landsmanna sjá VG í ríkis-
stjórn.
Stuðningur við að núverandi
ríkisstjórnarflokkar, Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur,
haldi samstarfinu áfram að lokn-
um kosningum hefur minnkað frá
því sem var í ágúst. Í könnuninni
sagðist 26,1 prósent þeirra sem
tóku afstöðu vilja sjá þá flokka
áfram í ríkisstjórn. Þetta er 6,1
prósentustigi minna en í ágúst,
þegar 32,2 prósent vildu að ríkis-
stjórnarsamstarfið héldi velli.
Þjóðin er þó langt frá því ein-
huga um hvaða flokka hún vill að
myndi ríkisstjórn að loknum kosn-
ingum. Þriggja flokka stjórn með
flokkum stjórnarandstöðunnar;
Samfylkingu, vinstri grænum og
Frjálslyndum; nýtur hylli 22,6 pró-
senta, sem er 14,8 prósenta munur
frá könnuninni í ágúst.
Þessi þróun er athyglisverð og
sýnir fram á að tveir valkostir
blasi við kjósendum, segir Baldur
Þórhallsson, prófessor við stjórn-
málafræðiskor Háskóla Íslands.
Þetta sýni að stjórnarandstaðan
hafi skilgreint sig sem skýrari val-
kost. „Það er ekki svo mikið bil á
milli þeirra sem vilja áframhald-
andi stjórnarsamstarf Framsókn-
ar og Sjálfstæðisflokks og þeirra
sem vilja að stjórnarandstaðan í
heild sinni taki við.“
Hlutfall þeirra sem vilja sam-
starf Sjálfstæðisflokks annars
vegar og Samfylkingar eða Vinstri
grænna hins vegar hefur jafnast
út; nú vilja um tólf prósent lands-
manna hvort samstarfsmynstrið.
Stjórnarandstaðan
orðin skýrari kostur
Færri vilja sjá Framsóknarflokk í ríkisstjórn nú en í ágúst á síðasta ári. Helm-
ingur svarenda í könnun Fréttablaðsins vill Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn.
Um 26 prósent vilja að núverandi ríkisstjórnarflokkar haldi samstarfinu áfram.
Úrvalsvísitala Kauphall-
ar Íslands endaði í 6.930 stigum í
gær sem er hæsta gildi hennar
frá upphafi. Eldra met, 6.925 stig,
var sett þann 15. febrúar í fyrra.
Árið fer vel af stað á innlend-
um hlutabréfamarkaði en vísitalan
hefur hækkað um 8,1 prósent frá
áramótum. FL Group (+15,3%),
Teymi (+13,1%), Actavis (+10,5%)
og Kaupþing (+10,3%) hafa
hækkað mest á árinu.
Greiningardeildir bankanna
spá því að Úrvalsvísitalan hækki
um 20-25 prósent á árinu.
Metið féll í
Kauphöllinni
Foreldrar í
Minnesota hafa stofnað félags-
skapinn „Afmæli án þrýstings“ til
að stemma stigu við metingi og
samkeppni um íburðarmestu
afmælisveislurnar fyrir börnin.
Þessa tilhneigingu kalla þau
„vígbúnaðarkapphlaup um
afmælisveislur“.
Samtökin stinga upp á því að
foreldrar fylgi nokkrum grunn-
reglum, sem stuðli að hógværari
og streitumminni veislum. Í
fyrsta lagi eigi ekki að gefa gjafir,
heldur biðja gjafmilda að styrkja
góðgerðarsamtök. Þá skuli látið af
„þemaveislum“. Börnin eigi
frekar að fara út í garð í leiki.
Íburðarminni
afmælisveislur