Fréttablaðið - 23.01.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 23.01.2007, Síða 2
Valdimar, ætlarðu að slá í gegn með Frjálslyndum? Ljóst er að tölvu- búnaður sá sem lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu gerði upptækan hjá Ágústi Magnússyni, sem var í afplánun á fangahjálparheimilinu Vernd, inniheldur barnaklám, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Búnaðurinn inniheldur mikið af efni sem allt verður yfir- farið. Í gær höfðu engar vísbend- ingar fundist um að þar væri að finna myndir af íslenskum börn- um en það hafði heldur ekki verið útilokað. Ágúst var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn sex drengjum árið 2004. Hann hefur afplánað tæplega tvo þriðju hluta refsitímans og var kominn á Vernd þar sem hann hafði nettengdar tölvur og virðist hafa verið byrjaður að brjóta af sér. Í fréttaskýringaþættinum Kompási á Stöð 2 var sett upp tál- beita fyrir barnaníðinga á netinu. Ágúst vildi hitta tvo unglinga, pilt og stúlku. Þegar hann mætti á staðinn til að hitta stúlkuna með kynferðisathafnir í huga, hitti hann fyrir umsjónarmann Komp- áss. Ágúst játaði síðan í viðtali við hann að hann væri enn haldinn barnafíkn. Hann hefur nú verið fluttur á Litla-Hraun aftur. Vernd er í nágrenni Laugarnes- skóla. Sigríður Heiða Bragadóttir skólastjóri segir það ekki góða til- hugsun að hafa menn með kyn- ferðislegar tilhneigingar til barna nærri skólanum. Hún segist hafa sent foreldrum allra barna í skól- anum fjölpóst á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem þeim hafi verið greint frá því að kennarar hafi verið beðnir um að ræða við börnin um hvernig þau eigi að bregðast við þegar fullorðnir ein- staklingar bjóði þeim til sín eða með sér eitthvert. Jafnframt hafi foreldrarnir verið hvattir til þess að ræða við börn sín. Tilefnið hafi verið að maður hafi haft uppi kyn- ferðislega tilburði við barn í hverf- inu fyrir nokkrum dögum. For- eldri barnsins hafði komið að máli við Sigríði Heiðu og sagt henni frá athæfi mannsins. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið aflaði sér mun þar vera um að ræða mann sem áreitti fjórar ungar stúlkur í Vogahverfi. Þá yngstu, sem er fimm ára, komst hann í tæri við á leikvelli við Laugalæk. Sá maður, sem er 26 ára, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. janúar. Nýstofnuð kynferðisbrotadeild lögreglu höfuðborgarsvæðisins hefur málið til rannsóknar. Maður- inn á brotaferil að baki, meðal ann- ars fíkniefnabrot, en ekki önnur kynferðisbrot. Barnaklám í tölvu níðings í afplánun Barnaklám hefur fundist í tölvubúnaði sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði upptækan hjá dæmdum barnaníðingi. Hann var í afplánun á Vernd en er aftur kominn á Litla-Hraun. Skólastjóri hvetur foreldra til að ræða við börn sín. Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS NISSAN ALMERA ACENTA Nýskr. 05.05 - Beinskiptur - Ekinn 18 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 1.560 .000. - Sú ítarlega meðferð sem Ágúst Magn- ússon fékk á Litla-Hrauni virðist ekki hafa haldið eftir að hann var fluttur á Vernd. Þetta segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. „Það verður að senda hann á Vernd eins og aðra,“ segir Valtýr. „Þar er hann undirbúinn eins og aðrir til þess að fara út í samfélagið. Með því að setja hann á Vernd töldum við okkur vera að minnka áhættuna á að hann fremdi frekari brot. Við bíðum eftir að sjá hvað verður úr þessu lögreglu- máli sem er að fara í gang í hans tilviki. Síðan verður tekin ákvörðun í kjölfar þess hvort það fer dómstólaleiðina eða hvernig verður með það farið.“ Valtýr sagði að fylgst hefði verið með Ágústi af bestu getu eins og öðrum sem væru í afplánun á Vernd. Ákvörðunin um að færa hann þangað af Litla-Hrauni hefði verið tekin að mjög vel ígrund- uðu máli. Hann hefði að öllu jöfnu farið á reynslu- lausn í maí. Því hefði þótt betra að hafa hann undir því eftirliti sem væri til staðar á vernd heldur en ekki. Mál Ágústs kom til umræðu á Alþingi í gær. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði að verið væri að skoða mörg álitaefni í tengslum við það og vafalaust yrði birt skýrsla um það síðar. Vist á Vernd hluti af meðferð Forstjórar tíu af þekktustu fyrirtækjum Banda- ríkjanna birtu í gær áskorun á George W. Bush Bandaríkjafor- seta, þar sem þeir hvetja hann til að styðja að komið verði á reglum um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda í landinu. „Við getum og verðum að grípa tafarlaust til ráðstafana til að koma á samhæfðu kerfi hagrænna hvata til loftslags- verndar,“ segir í áskoruninni, sem forstjórarnir birtu daginn áður en Bush heldur árlega stefnuræðu sína. Bush-stjórnin hefur hingað til ekki viljað ljá máls á því að lögleiða losunartak- markanir, þótt Bandaríkin séu langmesti loftmengunarvaldur heims. Hvetja til losun- artakmarkana Maðurinn sem slasaðist í snjóflóði í Hrappsstaðarskál í Hlíðarfjalli á sunnudag er þungt haldinn og er honum haldið sofandi í öndunarvél á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Þetta segir Þorvaldur Ingvarsson lækningafor- stjóri. Hann segir að maðurinn hafi ekki hlotið beinbrot í snjóflóðinu. Hann hafi liðið súrefnisskort eftir að snjóflóðið féll á hann og hann hafi átt í öndunarerfiðleikum. Maðurinn var í vélsleðaferð með félögum sínum þegar snjóflóðið, sem var um 600 metrar að breidd, féll á hann. Félagar mannsins grófu hann upp úr snjónum og gerðu á honum endurlífgunartilraunir. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hann á sjúkrahús. Haldið sofandi í öndunarvél Ráðist var á mann í Þorlákshöfn í fyrrinótt. Maðurinn var gestkomandi í húsi þar í bæ og hafði lagst til svefns þegar árásamenn tóku hann höndum, drógu hann út úr húsinu, mis- þyrmdu honum og skildu hann eftir á nærklæðum og hálfmeðvit- undarlausan. Lögreglan segir að maðurinn hafi leitað á náðir fólks í nær- liggjandi húsi. Maðurinn var fluttur á Heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem í ljós kom að hann var með brotnar tennur auk annarra áverka. Lögreglan á Selfossi kveðst vita hverjir árásarmennirnir séu. Misþyrmdu næturgesti Að minnsta kosti hundrað manns létust í skotárásum og sprengingum sem beindust að skotmörkum Sjíta í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Tæplega áttatíu manns létust í sprengingu á markaði í mannskæðustu árás sem orðið hefur í Írak í einn og hálfan mánuð. Í lok nóvember lét- ust 215 manns í árás í Bagdad sem talið er að al-Kaída hafi stað- ið á bakvið og fól í sér hrinu bíl- sprengja og sjálfsmorðsárása. Uppreisnarmenn Súnníta og herskáir Sjítar hafa gert höfuð- borgina og umhverfi hennar að vígvelli átaka sín á milli. Árásir uppreisnarmanna Súnníta hafa verið að færast í aukana undan- farna daga vegna Ashura trúar- hátíðar Sjía sem hófst á sunnu- dag. Á fimmtudaginn síðastliðinn létust 142 Írakar, þar af 65 háskólastúdentar í einni spreng- ingu. Alls féllu 25 bandarískir her- menn í Írak á laugardaginn. Fleiri hermenn Bandaríkjahers í Írak hafa ekki látist á einum degi í tvö ár. Er þetta þriðja mesta mannfall á einum degi síðan stríðið hófst í mars 2003. Á sunnudag komu um 3.200 bandarískir hermenn til Íraks, en þeir eru fyrsti hluti af 21.500 manna liðsauka sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að senda til Íraks. Hundrað féllu í árásum í gær Samstarfsfólk Margrétar Sverrisdóttur í borgarstjórnarflokki frjálslyndra styður hana heilshugar til forystustarfa, að því er kemur fram í tilkynningu, sem undir skrifa þau Guðrún Ásmundsdótt- ir, Kjartan Eggertsson, Ólafur F. Magnússon, Ásta Þorleifsdóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir. Eru verk Margrétar sögð bera vott um víðsýni og stefnumál hennar mikilvægt innlegg í landsmálin. Henni sé vel treyst til góðra verka og með hana í forystusveit sé flokkurinn mun sterkari en ella. Borgarflokkur styður Margréti

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.