Fréttablaðið - 23.01.2007, Side 8
Veldu létt og mundu eftir ostinum!
Mikil mildi
Forseti Serbíu skoraði í
gær á lýðræðissinnaða stjórnmála-
flokka landsins að leggja ágrein-
ingsmál sín til
hliðar og taka
höndum saman
um að mynda
samsteypu-
stjórn, eftir að
flokkur her-
skárra þjóðern-
issinna varð
stærsti flokkur-
inn á þingi sam-
kvæmt niður-
stöðum kosninga sem fram fóru í
landinu á sunnudag.
Hið mikla kjörfylgi þjóðernis-
sinna, sem fengu 28,3 prósent
atkvæða, er ekki síst rakið til þess
að spurningin um framtíð Kosovo-
héraðs er nú mjög ofarlega á dag-
skrá. Strax í næstu viku er von á
sérlegum erindreka Sameinuðu
þjóðanna til Belgrad til að skila af
sér tillögu að framtíðarfyrirkomu-
lagi á þjóðréttarlegri stöðu Kosovo.
Kosovo-Albanar, sem eru í yfir-
gnæfandi meirihluta íbúa í hérað-
inu, vilja fullt sjálfstæði en serb-
neskir þjóðernissinnar líta á héraðið
sem óaðskiljanlegan hluta Serbíu.
Bozidar Djelic, sem talinn er
líklegasta forsætisráðherraefni
lýðræðisflokkanna, lagði á það
áherslu í gær að birting SÞ-tillagn-
anna gæti spillt fyrir ríkisstjórnar-
myndun, og ef þær gengu út á að
Kosovo hlyti sjálfstæði myndu þær
aðeins verða til að efla þjóðernis-
sinna enn frekar. Fastlega er reikn-
að með að tillögurnar hljóði upp á
skilyrt fullveldi Kosovo til handa.
Að hinni eldfimu Kosovodeilu
frátalinni eru fleiri mál sem auð-
veldlega geta gert stjórnarmynd-
unarumleitanir erfiðar. Þar á
meðal er hvernig taka skal á
framsali á eftirlýstum meintum
stríðsglæpamönnum, svo hvaða
leiðir skuli reynt að fara til að
rjúfa einangrun Serbíu og mjaka
landinu nær því að fá að hefja
aðildarviðræður við Evrópusam-
bandið.
„Nýja ríkisstjórn verður að
mynda hið snarasta,“ sagði Boris
Tadic, forseti Serbíu, en Lýðræð-
isflokkur hans fékk flest atkvæði,
22,6 prósent, að frátöldum flokki
þjóðernissinna sem heldur hug-
myndafræði
Slobodans
Milosevic heit-
ins í hávegum.
Tadic sagði að
hann myndi
fela þeim
stjórnarmynd-
unarumboðið
sem bestar
horfur hefði á
því að ná
árangri í að
koma saman meirihlutastjórn
lýðræðisaflanna.
Leiðtogi þjóðernissinna, Tom-
islav Nikolic, sagði í gær að Tadic
ætti að fela stærsta flokknum á
þingi stjórnarmyndunarumboðið.
„En ég veit að hann mun ekki gera
það,“ sagði Nikolic og spáði því að
kosið yrði á ný áður en þetta ár
væri úti þar sem „hinir svoköll-
uðu lýðræðissinnar geta ekki
komið sér saman um nokkurn
hlut, hvað þá um nýja ríkisstjórn“.
Vill samvinnu
lýðræðisafla
Flokkur herskárra þjóðernissinna varð stærsti
flokkurinn í þingkosningum í Serbíu. Forseti lands-
ins skorar á lýðræðisflokkana að mynda ríkisstjórn
áður en skýrsla SÞ um framtíð Kosovo verður birt.
Innritun í símum 588-3630 og 588-3730, eða í skólanum að Síðumúla 17, tölvu-
póstur: ol-gaukur@islandia.is Í boði er fjölbreytt nám með vönduðu námsefni
fyrir alla aldursflokka, bæði byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér.
Nánari upplýsingar um skólann og námsleiðir er að fá á heimasíðunni:
www.gitarskoli-olgauks.is eða í skólanum á innrit-
unartíma, en innritað er alla virka daga kl. 14:00
til 17:00.
ww
w.g
itar
sko
li-o
lga
uks
.is
Hægt að fá leigða
HEIMAGÍTARA
kr. 3500 á önn
INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17
G
A
U
K
U
R
–
G
U
T
E
N
B
E
R
G
Heimasíða:
www.gitarskoli-olgauks.is
588-3630
588-3730
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Karlmaður á þrítugs-
aldri var dæmdur í tveggja mán-
aða skilorðsbundið fangelsi í
Héraðsdómi Suðurlands í gær
fyrir þjófnað. Hann stal pening-
um, tölvu og flatskjá auk annarra
hluta úr húsnæði Mjólkurbús
Flóamanna á Selfossi þegar hann
starfaði sem öryggisvörður
Securitas. Brotin voru framin
vorið 2006, en maðurinn hafði
aðgang að húsnæðinu vegna vinnu
sinnar.
Maðurinn hafði áður verið
dæmdur fyrir ölvunarakstur og
líkamsárás, en þrátt fyrir það var
hann ráðinn hjá Securitas í ágúst
2005. Samkvæmt reglum Securit-
as þurfa allir sem sækja um starf
að skila hreinu sakavottorði.
„Ég held hérna á vottorðinu
sem hann skilaði og þar segir að
hann hafi engin brot framið,“ segir
Árni Guðmundsson, forstöðumað-
ur gæslusviðs Securitas. „Ég veit
ekki hvernig stendur á þessu.“
Maðurinn játaði þjófnaðinn og
sagðist hafa verið í fíkniefna-
neyslu þegar hann framdi brotin.
Góssið hafi verið selt til þess að
fjármagna neysluna.
Árið 1997 gekkst hann undir
sátt fyrir ölvunarakstur og árið
2002 var hann dæmdur til 25.000
króna sektar fyrir líkamsárás.
Auk skilorðsbundnu fangavist-
arinnar var hann dæmdur til að
greiða Mjólkursamsölunni 180
þúsund krónur í skaðabætur.
Sakamaður með hreint vottorð
Hvað heitir fyrrverandi
þingmaður Samfylkingarinnar
sem gengið hefur til liðs við
Frjálslynda flokkinn?
Hverjir slasast oftast í hesta-
slysum?
Hvaða bandaríski leikari
hvatti bandarísk stjórnvöld til
að biðjast afsökunar á stríðinu í
Írak við upphaf Sundance-kvik-
myndahátíðarinnar?
Átján ára piltur var í
Héraðsdómi Suðurlands dæmdur
til 40.000 króna sektargreiðslu
fyrir að brjótast inn í hjólhýsi í
júlí 2005.
Pilturinn braut plastrúðu í
hjólhýsinu, sem stendur í
þyrpingu slíkra farartækja rétt
utan við Laugarvatn, og stal
þaðan slökkvitæki, einum kassa
af Prins Póló súkkulaði og
töluverði magni af áfengi.
Hann mætti ekki fyrir
héraðsdóm og því féll dómurinn
að honum fjarstöddum. Hann
hefur tvívegis áður hlotið dóma
fyrir þjófnaðarbrot.
Stal slökkvitæki
og Prins Póló