Fréttablaðið - 23.01.2007, Síða 10
Smiðjuvegi 5
200 Kópavogur
www.skola. is
Sími 585 0500
Opið virka daga 9-18
og laugardaga 10-14
O
D
D
I H
Ö
N
N
U
N
P
O
6.
O
O
.2
96
Stórútsala á
prjónagarni og
hannyrðavörum
allt að
0%6
„Ég á bara vinnuföt-
in eftir sem ég var í úti á sjó og
svo náttúrlega það sem þau stálu,“
segir Magnús Ásgeirsson sjómað-
ur, en íbúð hans í Þorlákshöfn
brann til kaldra kola aðfaranótt
síðastliðins laugardags.
Par á þrítugsaldri var á sunnu-
dag úrskurðað í gæsluvarðhald
vegna gruns um að þau hefðu
kveikt í íbúð Magnúsar eftir að
hafa brotist inn í hana. Maðurinn
var handtekinn þegar hann reyndi
að nota greiðslukort Magnúsar
síðdegis á sunnudag. Í kjölfarið
gerði lögregla húsleit hjá unnustu
hans og fannst þar þýfi úr innbrot-
inu.
Auk parsins hafa þrír aðrir
verið handteknir í tengslum við
verknaðinn. Tveimur þeirra var
sleppt að loknum yfirheyrslum en
ákvörðun vegna gæsluvarðhalds-
kröfu lögreglunnar yfir þeim
þriðja lá ekki fyrir síðdegis í gær.
Magnús segir að um mikið til-
finningalegt tjón sé að ræða enda
hafi allir persónulegir munir hans
horfið í eldhafinu. „Þau stálu bara
veskinu og einhverju tölvudóti.
Það er náttúrlega mjög óskemmti-
leg tilfinning að lenda í svona.“
Hann segist þekkja til tveggja
þeirra sem handteknir voru fyrir
verknaðinn en hann hafi ekki átt
neitt sökótt við þá. „Ég skulda
þeim ekkert eða neitt svoleiðis.
Það er ekkert þannig í gangi. Þetta
er ekkert persónulegt gagnvart
mér.“
Magnús var ekki heima þegar
fólkið braust inn þar sem hann
hafði farið út til veiða klukkan
fjögur um nóttina. Hann segist
ekki hafa komist strax í land eftir
að hann fékk fregnirnar af brun-
anum. „Við vorum búnir að leggja
svolítið af línu þannig að við þurft-
um að draga það upp. Ég var kom-
inn í land um hálfellefuleytið og
búinn að landa svona hálftíma
síðar. Þegar ég fór svo heim var
bara verið að negla fyrir glugg-
ana. En maður á marga góða að.
Öll fjölskyldan býr hérna. Það
hjálpar auðvitað alveg helling.“
Þó að Magnús hafi ekki verið
heima voru nágrannar hans, kona
og tvö börn, sofandi í áfastri íbúð.
Þau sluppu ómeidd eftir að annar
nágranni varð var við reykjarlykt
og gerði þeim viðvart. Rannsóknar-
deild lögreglunnar í Reykjavík
var á vettvangi í gær við að reyna
að staðfesta eldsupptök. Magnús
vildi sjálfur ekki útiloka neitt fyrr
en rannsókninni væri lokið. „Mér
finnst það samt nokkuð ólíkleg
atburðarás að það hafi verið brot-
ist inn og svo kviknað óvart í. En
það er verið að rannsaka málið.
Það er náttúrlega ekki búið að
sanna íkveikju.“
Eldurinn tók allt
nema vinnufötin
Magnús Ásgeirsson missti nánast allt sem hann átti utan fatanna sem hann var
í þegar íbúð hans í Þorlákshöfn brann til kaldra kola. Talið er að kveikt hafi
verið í heimili hans. Tvennt situr í gæsluvarðhaldi grunað um verknaðinn.
Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, telur mögu-
leika á samstarfi Íslendinga og
Indverja um nýtingu hreinna
orkulinda svo sem jarðhita. Þetta
kom fram í ræðu hans í gær á
setningarathöfn á alþjóðlegri ráð-
stefnu um sjálfbæra þróun sem
haldin er í Delí á Indlandi.
Á ráðstefnunni verður meðal
annars fjallað um hættuna á
varanlegum loftslagsbreytingum
og áhrif þeirra á lífshætti og
lífsskilyrði í heiminum, þróun orku-
mála í veröldinni og hlutverk end-
urnýjanlega orkugjafa, ekki síst
með tilliti til Indlands og Kína,
vatnsbúskap í Asíu og Afríku,
tækninýjungar og baráttuna gegn
fátækt. Í ræðu sinni útlistaði Ólafur
einnig hvernig hann teldi að Ísland
gæti orðið miðstöð fyrir samræður,
rannsóknir og ákvarðanir á sviði
hreinnar orku og stuðlað þannig að
breyttri orkunýtingu á heimsvísu
um leið og hamlað yrði gegn hætt-
um vegna loftslagsbreytinga.
Fjölmargir indverskir forystu-
menn, þekktir vísindamenn, fræði-
menn, forstjórar alþjóðlegra stór-
fyrirtækja, leiðtogar á sviði
umhverfismála og forystumenn
stofnana og samtaka eru á ráð-
stefnunni auk stjórnmálamanna og
stendur hún fram á miðvikudag.
Kjördæmaþing verður
haldið hjá framsóknarmönnum í
Suðurkjördæmi laugardaginn 27.
janúar og verður þá farið yfir
stöðu mála eftir úrslitin í
prófkjörinu um helgina.
„Við erum ekkert sáttir við að
hafa ekki náð tilsettum markmið-
um en það er fullt af góðu fólki á
listanum,“ segir Arngrímur
Guðmundsson, formaður fulltrúa-
ráðs Framsóknarfélaganna á
Suðurnesjum, „og við munum að
sjálfsögðu styðja þann lista sem
verður settur upp. Það er fullt af
glæsilegu fólki þarna þó að það
séu alltaf vonbrigði að missa sinn
þingmann út,“ segir hann.
Eins og kunnugt er hafnaði
Hjálmar Árnason, þingmaður
Reyknesinga, í þriðja sæti og
lýsti því þá yfir að hann hygðist
hætta í stjórnmálum.
Segir fullt af
glæsilegu fólki
Einn helsti leiðtogi
íslamista í Sómalíu, Sheikh Sharif
Sheikh Ahmed, hefur gefið sig
fram við bandarísk og kenýsk
stjórnvöld og dvelur núna undir
þeirra vernd í Nairobi, höfuðborg
Kenýa.
Ahmed, sem telst til hófsamari
leiðtoga íslamista, er talinn geta
spilað lykilhlutverk í sáttaviðræð-
um milli íslamista og stjórnvalda í
Sómalíu og með því komið í veg
fyrir uppreisnarástand sem marg-
ir leiðtogar íslamista hafa hótað
víða í landinu.
Stjórnarhermenn Sómalíu og
Eþíópíu hröktu íslamista úr höfuð-
borg Sómalíu og mestum suður-
hluta landsins í desember en átök
hafa verið að brjótast út síðan milli
ættbálka og vegna óánægju íbúa
með veru Eþíópíuhers í landinu.
Stjórnvöld í Sómalíu fengu byr
í seglin á laugardag þegar sá síð-
asti af helstu stríðsherrum Sómal-
íu, Mohamed Dheere, afhenti
stjórnarhernum vopn sín og liðs-
afla. Hótanir bárust þó samdæg-
urs frá vígamönnum íslamista um
áframhaldandi árásir þangað til
ríkisstjórnin samþykkti viðræður
og Eþíópíuher hyrfi úr landinu.
Ráðherraráð Evrópusambands-
ins hvatti í gær stjórnvöld í Sómal-
íu til að hefja viðræður við hópa í
landinu og finna varanlega friðar-
lausn.
Afrísku friðargæsluliði hefur
verið boðið til Sómalíu.
Íslamistaleiðtogi gefur sig fram
Bandaríska
varnarmálaráðuneytið hefur birt
reglur um starfsemi dómstólanna
sem eiga að fjalla um mál
fanganna í Guantanamo á Kúbu.
Nýju reglurnar hafa sætt
gagnrýni fyrir ýmis ákvæði, þar
sem brotið þykir á réttindum.
Meðal annars er umdeilt að við
réttarhöldin megi notast við
óstaðfestan orðróm eða vitnis-
burð sem fenginn er með
þvingunum, auk þess sem hægt
er að halda sönnunargögnum
leyndum fyrir sakborningum.
Deila um reglur
Bæjarráð Akraness
mótmælti því á fundi á fimmtu-
dag að tekið yrði gjald af öku-
mönnum sem keyrðu í gegnum ný
fyrirhuguð Hvalfjarðargöng.
Karen Jónsdóttir, einn af þremur
fulltrúum bæjarráðs, segir að
ekki sé rétt að fólk þurfi að greiða
fyrir að fara um nýju göngin
þegar búið sé að borga þau gömlu
niður. „Við viljum að ríkið taki
yfir rekstur ganganna og að þau
verði gjaldfrjáls.“
Karen fagnar viðræðum um
fyrirhugaðar framkvæmdir við
tvöföldun vegar á Kjalarnesi og í
Hvalfjarðargöngum.
Fólk borgi ekki
í nýju göngin