Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2007, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 23.01.2007, Qupperneq 13
 Samtökin Sól á Suður- nesjum munu í dag senda sveitar- stjórum á Suðurnesjum yfirlýs- ingu, sem samþykkt var á fundi samtakanna hinn 12. janúar, þar sem þess er krafist að fallið verði frá fyrirhugaðri byggingu álvers Norðuráls í Helguvík og virkjanir á Reykjanesskaganum þar til vilji íbúanna hefur verið kannaður með kosningu. Þetta segir Elvar Geir Sævarsson, einn af talsmönnum samtakanna. Samtökin telja að bygging álversins snerti íbúa allra sveitar- félaganna á Suðurnesjum því þó að álverið sjálft, ker- og steypuskálar, súrálsgeymar og fleiri mannvirki, verði í landi Reykjanesbæjar og Garðs muni háspennulínur fara um landsvæði Grindavíkur, Voga, Sandgerðis og Hafnarfjarðar og valda jarðraski. Að sögn Elvars vilja samtökin að íbúar hvers sveitarfélags fyrir sig fái að kjósa um þau mannvirki sem þurfi að reisa vegna álversins. „Hvert sveitarfélag þarf að taka ákvörðun fyrir sig,“ segir Elvar. Ólafur Örn Ólafsson, bæjar- stjóri í Grindavík, segist ekki vilja tjá sig um hvort íbúar sveitar- félagsins muni kjósa um hvort þeir séu hlynntir þeim framkvæmdum sem verða á landi sveitarfélagsins ef af byggingu álversins verður. „Bæjarráð þarf fyrst að taka afstöðu til yfirlýsingarinnar.“ Bæjarstjórinn í Garði, Oddný G. Harðardóttir, segir að yfirvöld í sveitarfélaginu hafi ekki gert ráð fyrir að kosið verði um þá þætti í byggingu fyrirhugaðs álvers sem snúa að sveitarfélaginu. Róbert Ragnarsson, bæjar- stjóri í Vogum, segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir að íbúar í Vogum kjósi um skipulag í kring- um flutningsmannvirki rafmagns til álversins. „Það yrði þá í fyrsta skipti sem kosið yrði um raf- magnslínur.“ Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, segir að bæjarstjórnin hafi ekki gert ráð fyrir íbúakosningum. Allir bæjarstjórarnir segja að tekin verði afstaða til yfirlýsingar samtakanna eftir að hún hefur borist til þeirra. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að íbúar bæjarins muni ekki kjósa um byggingu álversins. „Það verða ekki íbúakosningar því okkur ber að halda samninga. Í þeim samn- ingum sem undirritaðir voru í bæjarstjórn um byggingu álvers- ins í byrjun maí á síðasta ári var ekki kveðið á um íbúakosningar,“ segir Árni. Ekki stefnt að kosningu Sól á Suðurnesjum sendir sveitarfélögum yfirlýsingu um íbúakosningar um álver í Helguvík. Bæjarstjórar segja að ekki hafi verið stefnt að íbúakosningum. Í húsi Samfylkingar við Hallveigarstíg fór á laugardag fram ráðstefna um jafnaðarstefn- una í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá stofnun Gróskusamtakanna. Þeir sem komu að stofnun sam- takanna voru meðal annars ung- liðahreyfingar Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins, Þjóðvaka og Kvennalista en markmið samtak- anna var að þrýsta á sameiningu þessara flokka. Þrýstingur Grósku átti síðan stóran þátt í því að Sam- fylkingin varð til. Samtökin opnuðu vefsíðu þar sem birtir voru pistlar daglega, auk þess sem þau unnu að kynn- ingarstarfi um land allt og þrýstu á valdafólk stjórnmálaflokkanna. Þegar Samfylkingin leit síðan dagsins ljós árið 1999 töldu sam- tökin sig hafa náð settum mark- miðum og voru lögð niður. Á ráð- stefnunni var margt góðra gesta og meðal þeirra sem töluðu voru Björgvin G. Sigurðason alþingis- maður um aðdraganda að stofnun Grósku og Oddný Sturludóttir um feminisma og jafnaðarstefnuna en lokaorð flutti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar. Veislustjóri var Helgi Hjörvar. Fögnuðu tíu ára Gróskuafmæli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.