Fréttablaðið - 23.01.2007, Page 16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Skref í rétta átt
Ef við ætlum að skilja veröldina
sem börnin okkar hrærast í verð-
um við að vera þátttakendur í
henni. Þetta segir María Kristín
Gylfadóttir, formaður Heimilis og
skóla, sem hefur hleypt af stað
herferð sem miðar að öruggari
netnotkun og bættu siðferði á net-
inu. Til þess að auðvelda fólki leið-
ina að því markmiði verður vakn-
ingaverkefnið SAFT með
auglýsingar sem eiga að
kynna fimm lykilorð sem
hjálpa börnum og full-
orðnum að bæta netsam-
skipti sín. Markmiðið
segir María vera að
hvetja til heilbrigðari samskipta
þar inni en hún segir fólk í aukn-
um mæli leita ráða vegna þess
sem það hefur orðið fyrir eða vitni
að í netheimum.
María segir áhyggjuefni að
venjulegt siðferði og samskipti
virðast ekki hafa færst yfir á sam-
skipti fólks á netinu, hvort sem
um er að ræða börn eða fullorðna.
Ljótt orðbragð, nafnlausar sví-
virðingar og einelti og séu
dæmi um slíkt. „Það kemur
allt of oft fyrir að fullorðnir
gleyma að það læra börnin
sem fyrir þeim er haft.
Dæmi um það eru svívirð-
ingarnar sem maður getur
séð á spjallrásinni barna-
landi.is og svo kynlífsmynd-
bönd,“ segir María.
Hún minnir fólk á að erf-
itt sé að hindra fólk í að
setja efni á netið á
meðan ráðamenn sjá
ekki tilefni til að
setja lagasetningar um það. Á
meðan verði það að hafa grunda-
vallarsiðareglur í huga og sýna
því sem börnin þeirra eru að gera
á netinu áhuga.
Verðum að skilja veröld barnanna
Vopnfirðingurinn Þórhalla Þor-
steinsdóttir fylgist með dúfunum
sínum sem eru úti í dúfnakofa í
gegnum sjónvarpið. Synir Þór-
höllu settu upp vídeómyndavél í
dúfnakofanum úti í garði og
tengdu við sjónvarpið hennar
þannig að nú þarf hún ekki að fara
út að fylgjast með dúfunum nema
einu sinni á dag. Þá fer hún út til
að gefa þeim.
Þórhalla hefur alltaf verið
mikill dýravinur enda ættuð frá
Borgarfirði eystri og hefur átt
ketti og kanínur, kindur og endur,
gæsir, páfagauka og hamstra svo
að það helsta sé talið. Hún hefur
séð um hesta fyrir syni sína og svo
hefur hún verið með dúfur í fjölda
ára. Dúfurnar hafa lengst af verið
í fjárhúsum en ekki er langt síðan
þær voru fluttar í nýjan dúfna-
kofa úti í garði.
Þórhalla er með fjórtán stórar
og fallegar íslenskar dúfur í
dúfnakofanum sínum, alveg upp
við íbúðarhúsið. „Þessar eru flest-
ar dökkar en sumar þeirra eru
svolítið skræpóttar,“ segir hún og
kveðst fegin því að dúfurnar fari
aldrei í önnur hús nema stundum á
barnaskólann í nágrenninu.
„Þau eru orðin svo vön þessu
börnin og líta stundum eftir þeim,“
segir hún og hefur aldrei orðið vör
við að hundar, kettir eða önnur dýr
sæki í dúfurnar enda séu þær dug-
legar að fljúga á milli.
Þórhalla hefur haft mikla
ánægju af dýrunum sínum og leyf-
ir nú krökkum að fara inn í gesta-
herbergi til að horfa á dúfurnar í
sjónvarpinu og svo sjái hún þær
sjálf þar. „Hún hefur gaman af því
að eyða tímanum fyrir framan
sjónvarpsskjáinn og svo fer hún
alltaf út einu sinni á dag til að gefa
þeim,“ segir Bjarki Björgólfsson,
sonur Þórhöllu.
Bjarki segir að móðir sín hafi
eitt sinn fengið gefins álftarunga
sem hafi verið orðinn tæp átta kíló
um haustið. Hún hafi alltaf gefið
unganum og svo hafi hann einu
sinni komið röltandi inn í eldhús á
eftir einhverjum gestum og teygt
sig upp á ísskápinn. Álftarunginn
átti heima í fjárhúsunum og varði
þar sitt svæði með kjafti og klóm.
„Kindurnar komust ekki að
fjárhúsunum, álftarunginn stökk
upp á hausinn á þeim til að verja
sitt svæði,“ segir Bjarki. Hann
bætir við að um haustið hafi álftin
því miður ruglast í ríminu og ráð-
ist á húsmóður sína svo að séð hafi
á henni.
Fylgist með dúfunum á
sjónvarpsskjá í stofunni
Kæri Jón Öfug forgangsröðun
Að endurgera 18. aldar manninn
Katrín Edda Svansdóttir
- sölumaður í þjónustuveri RV
Skrifstofuvörur
á janúartilboði
Á tilboði
í janúar 2007
Bréfabindi, ljósritunar-pappír, merkipennar,
töflutússar og
veggklukka
Merkipennar,
bláir, svartir, rauðir
og grænir, 12 stk í pk.
898kr.
pk.
R
V
62
22
A
Mopak ljósritunar-
pappír, 5x500 blöð í ks.
1.240kr. ks.
Bréfabindi A4,
5cm og 8cm kjölur.
148kr.