Fréttablaðið - 23.01.2007, Page 20

Fréttablaðið - 23.01.2007, Page 20
Kennarar eru upp til hópa þolinmóðir og umburðar- lyndir. Óþolinmæði gefst enda illa í samskiptum við nemendur. Jafnframt er starfið ákaflega skemmtilegt og gefandi en að sjálfsögðu mjög krefjandi, eins og flest skemmtileg störf reyndar eru. En stundum virðast kennarar óþarflega þolinmóðir utan kennslustofunnar. Þannig hafa t.d. staðið yfir viðræður við sveitarstjórnarmenn síðan í ágúst um launahækkun í samræmi við verðlagsþróun í landinu og í samræmi við sérstakt ákvæði þar um í síðustu kjarasamningum stéttarinnar. Það er að vísu hæpið að tala um kjarasamninga því eins og flestir vonandi muna náðust alls ekki samningar þrátt fyrir langt og erfitt verkfall heldur skrifuðu kennarar undir með hótun um lagaboð ella yfir höfði sér. En fyrir síðustu helgi gáfust menn upp á málþófinu um umrætt ákvæði og leituðu til ríkissátta- semjara til að leysa málið, sem aldrei átti að verða neitt mál. Hinn almenni kennari hefur beðið í þessa sex mánuði eftir því að samkomulag næðist án þess að mikið hafi heyrst frá þeim. „Þolinmæði þrautir vinnur allar“ segir gamall málsháttur en hún virðist koma kennurum í kjarabaráttu að litlu gagni. Fundir viðræðunefndanna munu ekki allir hafa gengið hljóðlát- lega fyrir sig en nefndarmenn hafa verið sammála um að láta ekkert spyrjast út af fundum. Og kennarar hafa bara beðið, hljóðir og þolinmóðir. Það er hlálegt að hlusta á ráðamenn þjóðarinnar og ekki síður hina sem þessa dagana sækjast eftir að komast í ráðamannastöður tala fjálglega um mikilvægi menntunar við þessar aðstæður. Frambjóðendur til síðustu sveitarstjórnarkosn- inga höfðu mikinn áhuga á grunnmenntun og skólum landsins, ef marka má það sem þeir skrifuðu og sögðu í aðdrag- anda kosninganna. Lítið virðist fara fyrir þeim áhuga þegar til kastanna kemur. Nú eru margir á höttunum eftir þingmannssæti og segjast telja menntun ákaflega mikilvæga. Ég efast um að efndir verði sýnilegar. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga boðaði í haust breytingar á samskiptum sveitarfélaga og grunnskóla- kennara með aukinni áherslu á gæði skólastarfs. Kennarar fögnuðu þessum ummælum en lítið eða ekkert hefur heyrst. Meðan enginn vilji til að standa við svokallaða samninga er sjáanlegur fer lítið fyrir breytt- um og bættum samskiptum. Lág laun starfsmanna skólasamfélags sveitarfélag- anna, þ.e. leikskóla og grunn- skóla, eru löngu farin að bitna á starfinu en ósköp lítið heyrist frá þeim sem málið snertir. Leikskól- ar eru lokaðir vegna manneklu og það er ekki spurt um auglýst- ar stöður skólaliða í grunnskól- um með þeim afleiðingum að gæslu er víða ábótavant. Verðbólga mælist 7–9% ef marka má fréttir af þeim vettvangi og sagan hefur sýnt okkur að starfsfólk skóla hefur ekki fyrr fengið síðbúna bót kjara sinna en það er aftur orðið aftast á merinni. Eins og kennarar nú. Samningar grunnskólakennara eru lausir í lok þessa árs. Undirtektir sveitarstjórnar- manna síðasta hálfa árið við beiðni kennara um að staðið verði við samninga lofa ekki góðu. Það verður fróðlegt að heyra hvað ríkissáttasemjari gerir og væntanlega bíða kennarar með öndina í hálsinum. Það er ekki atvinnuleysi á Íslandi og kennarar, sem hafa góða og fjölbreytta menntun og krefjandi starfsreynslu í farteskinu, geta væntanlega valið úr ýmsum störfum. Ég veit ekkert starf skemmtilegra en kennslu og mig langar ekki að starfa við neitt annað. Ég er ánægð með vinnustaðinn minn, ég hef gott samstarfsfólk og nemendur mínir eru skemmtileg- ir og áhugasamir. En þegar yfirmennirnir, þ.e. sveitarstjórn- armenn og ráðherra, sýna mér og mínum störfum ítrekað bæði virðingarleysi og áhugaleysi hlýt ég að hugsa mig um. Boltinn er núna hjá ríkissátta- semjara og við bíðum spennt. Á undanförnum árum hafa ítrekað heyrst þær raddir að kennarar ættu að setja kjör sín í hendur kjaradóms, sem hefur t.d. með málefni þingmanna að gera. Einu sinni voru þingmenn og kennarar á svipuðum launum. Þingmenn sigldu fram úr hægt og bítandi og voru, satt best að segja, lengi vel á afar lélegum launum, a.m.k. ef miðað var við starfsumhverfi þeirra. En það er liðin tíð og það er löngu tímabært að lág laun kennara verði líka liðin tíð. Beðið eftir ríkissáttasemjara Einu sinni voru þingmenn og kennarar á svipuðum launum. greinar@frettabladid.is Allt frá því að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til að lækka matvæla- verð hafa staðið deilur um hve mikið matvæli lækka í verði vegna þessara aðgerða. Þetta er ekki síst vegna boð- aðrar lækkunar á tollum á kjöti um 40%. Einnig koma til nýgerðir samningar stjórnvalda og Evrópusambandsins um að heimilt verði að flytja hingað inn tak- markað magn af kjöti frá löndum sam- bandsins án tolla. En mun verð á kjöti lækka vegna þessa, ekki er vanþörf á því, m.a. vegna mikilla hækkana á kjöti tvö síðustu ár? Tollar á innflutt kjöt eru mjög háir og hafa tals- menn Neytendasamtakanna alltaf nefnt þá með réttu ofurtolla. Það er ljóst að 40% lækkun ofur- tollanna hefur enga þýðingu fyrir neytendur. Þeir verða áfram allt of háir til að innflutningur á kjöti lækki verð á því. En hvað þá með nýja samninginn við Evrópu- sambandið? Í fyrsta lagi er um óverulegt magn að ræða miðað við neyslu kjöts hér á landi eða um 2%. Í öðru lagi verður þessi innflutningur boðinn út og þeir sem bjóða hæst fá þennan innflutning. Hafa ber í huga að verð á kvótum hefur farið hækkandi. Auk þess er ástæða til að ætla að ef eitthvað er þá verði boðið enn hærra í þessa kvóta heldur en gert er í kvótana sem nú eru fluttir inn á lágum tollum. Því þarf að grípa til mun róttæk- ari breytinga en hér hafa verið nefndar ef það á að skila neytendum ávinningi. Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var í lok september sl. var m.a. lagt til að tollar og innflutningskvótar á kjúklinga- og svínakjöti yrðu lagðir af og innflutningur gefinn frjáls, svo fremi að innfluttu vörurnar uppfylli eðlilegar heilbrigðiskröfur. Bent var á að fákeppni ríki í framleiðslu á þessum vörum sem í eðli sínu er verksmiðjuframleiðsla, auk þess sem innflutt fóður er stærsti kostnaðarliðurinn. Jafnframt verði tryggt að verð á öllum aðföngum til þessara greina verði sambærilegt við það sem er í nágrannalöndunum, þar á meðal verð á kjarnfóðri, sem er mun dýrara en í nágrannalöndunum vegna fákeppni. Með þessu myndi verð á svína- og kjúkl- ingakjöti lækka verulega, en samhliða myndi þetta hafa áhrif á verð vara sem keppa við þessar kjöt- tegundir, þar á meðal annað kjöt og fisk. Þetta væru kjarabætur sem heimilin myndi muna mikið um. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Lækkar verð á kjöti? ABC-kort Þú sækir um ABC-kortið hjá Netbankanum á www.nb.is Hjálpaðu bágstöddum börnum og njóttu afsláttar í leiðinni Með ABC-kortinu færðu 10% afslátt í BabySam og 1% af upphæðinni rennur beint til ABC-barnahjálpar. H ér er ekki um meðvitaða mismunun að ræða, miklu frekar gáleysi,” sagði Eggert Magnússon, fráfar- andi formaður Knattspyrnusambands Íslands, í við- tali í Morgunblaðinu á sunnudaginn og hitti þar svo sannarlega naglann á höfuðið. Tilefnið var munur á launum og þóknunum til leikmanna íslensku A-landsliðanna eftir því hvort þeir leika með karla- landsliði eða kvennalandsliði. Í þessari orðum formanns KSÍ felst mikill sannleikur um þau viðhorf sem standa konum fyrir þrifum í jafnréttisbaráttunni, sannleikur sem nær langt út fyrir knattspyrnu og íþróttir. „Gáleysi“ þeirra sem um valdaþræði halda er nefnilega ákaf- lega mikið þegar kemur að hlut kvenna. Klisjan um að konur treysti sér ekki til að taka þá ábyrgð sem fylgir því að gegna valdamiklum störfum, sitja í stjórnum fyrirtækja, taka þátt í stjórnmálum, nú eða bara verða til svara í fjölmiðlum er lífseig. Hún er svo lífseig að hún er iðulega nefnd sem höfuðástæða þess hversu hægt jafnréttisbaráttan gengur. „Gáleysið“ sem Eggert nefndi svo réttilega í viðtalinu er hins vegar sjaldan dregið fram til skýringar. Það er hlutverk þeirra sem á valdapóstum sitja og einnig okkar fjölmiðlafólks að hrista af okkur þetta „gáleysi“ og taka höndum saman um að gera konur valdameiri og sýnilegri í samfélaginu. Konur skortir fyrirmyndir á þessum sviðum samfélagsins og því kann að þurfa að hvetja þær áfram en um leið er sýnileg kona öðrum konum fyrirmynd og hvatning. „Gáleysið“ sem er í því fólgið að leita eingöngu álits hjá karlmönnum í fréttavinnslu er óviðunandi, eða að sækjast fremur eftir starfskröftum karla en kvenna þegar kemur að stjórnunarstörfum af því að það virð- ist liggja beinna við. Þeir karlar eru sjálfsagt til sem hreinlega kæra sig ekki um að hlutur kvenna aukist, í stjórnmálum, stjórnunarstöðum og á öðrum valdapóstum. Ástæða er þó til að trúa að þeir séu í minni- hluta, jafnvel miklum minnihluta. Flestir líta svo á að mikilvægt sé að sjónarmið beggja kynja komi fram þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar, að það sé til hagsbóta fyrir allt samfélagið, konur og karla, unga og aldna, að ákvarðanir og stjórnun byggist á sem mestri reynslu mismunandi fólks af báðum kynjum. Steinunn Sigurðardóttir sagði í viðtali hér í Fréttablaðinu um helgina, í viðtali í greinaflokki um stöðu íslensku skáldsögunnar: „Til þess að öðlast einhverja mynd af því sem er í gangi þurfa bæði karlar og konur að taka þátt í að teikna hana.“ Óhætt er að taka undir þessi orð Steinunnar og setja þau í víðara sam- hengi, eins og gert var við orð Eggerts. Full þátttaka beggja kynja í að byggja upp og stýra því samfélagi sem við búum í er grundvallaratriði á 21. öldinni. Að láta það misfarast fyrir „gáleysi“ er stórkostleg sóun á mannauði, sóun sem er fáránleg og verður að stöðva. Vítavert gáleysi „Gáleysið“ sem er í því fólgið að leita eingöngu álits hjá karlmönnum í fréttavinnslu er óviðunandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.