Fréttablaðið - 23.01.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 23.01.2007, Síða 22
Síðustu ár hefur sýklalyfjanotk- un barna aukist umtalsvert, sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér þegar horft er til framtíðar. Vilhjálmur Ari Arason læknir segir mikil- vægt að snúa þróuninni við. Vilhjálmur segir það allt of algengt að börnum séu gefin sýklalyf af minnsta tilefni þegar betra væri að bíða og sjá til hvort þau jafni sig ekki af sjálfsdáðum. „Auðvitað er þetta í góðri trú en afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar,“ segir hann. Alvarlegasta afleiðing ofnotk- unar sýklalyfja er sýklalyfja- ónæmi en einnig benda rannsókn- ir til þess að börn sem hafa fengið sýklalyf við sýkingum eins og eyrnabólgu séu líklegri til þess að fá hana aftur og aftur en börn sem eru látin jafna sig án meðhöndlun- ar. „Við sjáum það best með því að mæla tíðni á röraísetningum, sem er reyndar miklu meiri hér en annars staðar. Það er allt upp í að tæplega helmingur barna fái rör í eyrun eins og í Vestmannaeyjum. Þar sem betur hefur verið passað upp á sýklalyfjagjöf hefur hins vegar verið hægt að snúa þessu við. Sýklalyfjaónæmi er líka mjög alvarlegt vandamál þegar horft er til framtíðar og slæmt ef við erum að tapa því frá okkur að geta notað sýklalyfin þegar mikið liggur við.“ Algengt er hérlendis að sögn Vilhjálms að börn séu komin aftur í leikskólana um leið og þau eru orðin hitalaus þó að þau séu ennþá á sýklalyfjakúrum. „Eftir sýkla- lyfjakúra blómstra ónæmar bakt- eríur og komast frekar að slím- húðinni og börn sem eru nýbúin að taka sýklalyf bera þessar bakt- eríur í ákveðinn tíma. Bakteríurn- ar bera þau jafnvel til annarra barna, sem hafa ekki verið á sýklalyfjum og í leikskólum og á öðrum stöðum þar sem börn eru mikið saman grasserar þetta. Á Norðurlöndunum og annars stað- ar þekkist það ekki að börn séu sett í leikskóla á sýklalyfjakúrum. Þó að foreldrar haldi að það sé í lagi að setja barn í leikskóla þegar það er komið á sýklalyf því það sé hætt að smita, er það ekki rétt því þá er það bara að bera með sér aðra og ónæmari stofna.“ Vilhjálmur telur mikilvægt að læknar og foreldrar vinni saman að því að minnka sýklalyfjanotk- un barna. „Börn eru ekki þrýsti- hópur svo foreldrarnir verða að vera það. Ungir foreldrar eru kannski ekki í bestu aðstöðunni til þess að láta heyra í sér því þetta fólk er í klemmu gagnvart vinnu- veitendum og frítökurétturinn er takmarkaður, þannig að það er gífurleg pressa. Ég hugsa að það endurspeglist svolítið í því hve mikið álag er orðið á læknavaktir. Veik börn koma varla á daginn lengur heldur alltaf á kvöldin og um helgar og eru kannski aldrei hjá sama lækni. Oft er mikill þrýstingur frá foreldrum á að skrifað sé upp á sýklalyf handa börnunum þar sem þeir eru hræddir um að þurfa að vera mikið frá vinnu. Áherslan ætti náttúrlega að vera á að foreldrar eigi greiðan aðgang að sínum lækni á daginn og fái frí frá vinnu til þess að fara með börnin til læknis. Foreldrar ættu einnig að geta verið heima hjá börnum sínum ef þau eru veik svo að þau fái tíma til þess að jafna sig af sjálfsdáðum.“ Sýklalyf auka hættu á endurteknum sýkingum Útsala 20-50% afsláttur Langholtsvegi 111, 104 Rvk. Sími 568 7900 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-16 30% afsláttur af rúmum Nýtt kortatímabil Baðsloppar 20% afsláttur Handklæði 30% afsláttur Rúmteppasett 20-40% afsláttur Sængurfatnaður 20% afsláttur rafstillanleg og hefðbundin. Kínastofan • Stórhöfði 17 110 Rvk • S. 577 7007 Andlitslyfting Nýtt ! sem tekur einungis 30 mín. Verð 4.900 kr. Tilboðsverð 2.900 kr ef þú pantar í dag Mælt er með 3-6 skiptum til að ná hámarksárangri.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.