Fréttablaðið - 23.01.2007, Qupperneq 24
Ilmkjarnaolíur hafa verið
nýttar frá dögum Kleopötru til
að fegra og lækna. Olíurnar
eru mikið notaðar á Íslandi og
nú eru námskeið í boði fyrir
þá sem vilja kynna sér fræðin
betur.
„Ilmkjarnaolíur vinna heildrænt
með líkamann og hafa meðal ann-
ars jákvæð áhrif á tauga- og stoð-
kerfi, auk þess að fyrirbyggja
ýmsa kvilla,“ segir Rúna Björk
Smáradóttir líf- og ilmkjarnaolíu-
fræðingur.
Rúna Björk hefur unnið með
ilmkjarnaolíur í um sex ár og
heldur námskeið fyrir almenning
auk þess að kenna fræðin í Fjöl-
brautaskólanum í Ármúla. „Ilm-
kjarna-olíur hafa verið notaðar í
mörg hundruð ár. Á tímum Kleó-
pötru voru plönturnar lagðar í fitu
til að ná úr þeim virkum efnum en
síðan uppgötvuðu gullgerðar-
menn eimingaraðferðina og eim-
uðu allt sem hönd á festi,“ segir
Rúna Björk brosandi. Enn þann
dag í dag eru ilmkjarnaolíur unnar
með eimingu og eru síðan nýttar í
snyrtivörur, ilmvötn og til nátt-
úrulækninga.
„Eimingarframleiðslan er flók-
ið ferli sem er ekki á færi leik-
manna. Við fáum olíurnar tilbún-
ar og blöndum ýmsar uppskriftir
gegn mismunandi kvillum,“ segir
Rúna Björk.
Óhefðbundnar lækningar fær-
ast sífellt í vöxt og Rúna Björk
segir að ilmkjarnaolíur nýtist vel
við ýmsum kvillum. Hún nefnir
svefnleysi og vöðvabólgu sem
dæmi. „Það getur verið gott að
nota olíurnar í bakstra gegn minni
háttar tognun í stað verkjalyfja og
ég veit um dæmi þar sem olíurnar
eru notaðar við svefnleysi á spítöl-
um og hafa gefið góða raun,“ segir
Rúna Björk og leggur áherslu á
mikilvægi þess að nota hágæða-
olíur. „Falsaðar olíur virka
ekki og geta í versta falli
verið skaðlegar.“
Á námskeiðinu kennir
Rúna Björk hvernig hægt
er að blanda mismun-
andi ilmkjarnaolíu-
uppskriftir, hvaða
olíur eru í boði og við
hverju þær gagnast.
Næsta námskeið
verður haldið í Fjöl-
brautaskólanum við
Ármúla föstudags-
kvöldið 26. janúar
klukkan 20.00-22.00
og laugardaginn 27.
janúar klukkan 11-
14. Verð er 15.900
krónur og innifalið í
því er vegleg nám-
skeiðsmappa með
uppskriftum, lýs-
ingum á ilmkjarnaolíum og áhrif-
um þeirra á líkama, huga og
fleira.
Einnig eru efni og áhöld til
blöndunar á námskeiðinu innifal-
in. Hægt er að skrá sig með tölvu-
pósti á palmarosa@palmarosa.is
(vinsamlegast gefið upp nafn,
símanúmer og tölvupóstfang) eða
í síma 691 3129 (Rúna).
Nánari upplýsingar er að finna
á heimasíðu Rúnu Bjarkar, www.
palmarosa.is.
Ilmandi góð vellíðan