Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 25
Sýklar setjast á hendur og þaðan á hurðarhúna, penna og annað sem margir snerta yfir daginn. Á mannmörgum vinnustöðum, skól- um og leikskólum ganga stundum pestir mann fram af manni. Til að koma í veg fyrir að smit- ast af einhverri óáran er nauðsyn- legt að þvo sér reglulega um hend- urnar, en það gera samt ekki nema um 32 prósent fullorðinna einstakl- inga. Fólk sem er með kvef er oftar en ekki meira eða minna með hend- urnar í andlitinu á sér. Það tekur fyrir vitin þegar það hnerrar og hóstar og fæstir hlaupa beint inn á baðherbergi að þrífa hendurnar eftir á. Við þetta dreifast sýklar áfram til annarra því við erum jú í snertingu við hurðarhúna og fleira sem aðrir snerta, margoft yfir einn dag. Pennar eru annar liður í því að bera pestir á milli fólks. Í bönkum og í verslunum liggja pennar sem við notum þegar við skrifum á debet- og kreditkortanótur. Til að forðast það að smitast á þennan hátt er gott að hafa með sér sinn eigin penna til að nota. Hafa skal það almennt í huga að reyna að forðast að komast í snertingu við eitthvað sem gæti smitað okkur, og þvo sér um hendurnar reglulega yfir daginn. Sérstaklega ef við erum á stöðum þar sem margir koma saman. Hreinar hend- ur gegn kvefi Krabbameinsfélag Íslands fékk eina milljón króna að gjöf. Soroptimistaklúbbur Árbæjar afhenti Krabbameinsfélagi Íslands nýlega eina milljón króna til að endurnýja tækjabúnað sem notað- ur er við krabbameinsleit í brjóst- um. Samkvæmt frétt á vef Krabba- meinsfélagsins, www.krabb.is, metur félagið gjöfina mikils sem og áhuga kvennanna í Sor- optimistaklúbbn- um á því að hægt verði að kaupa búnað til að taka stafrænar mynd- ir á Leitar- stöðinni. Leitartæki endurnýjuð Fjórtán ára unglingar eiga nú að fá bólusetningu við kíghósta til viðbótar þeim sem þeir fengu sem börn. Þær reglur tóku gildi um síðustu áramót. Hér á landi eru börn bólusett gegn kíghósta við þriggja, fimm og tólf mánaða aldur og endurbólusett við fimm ára aldur. Frá og með 1. janúar síðast- liðnum verða fjór- tán ára unglingar einnig bólusettir í þeim tilgangi að minnka líkur á smiti í þjóðfélag- inu. Nýtt kíghósta- bóluefni var tekið í notkun hér á landi 1. janúar 2000 sem hefur litlar aukaverkanir í för með sér, mun minni en algengt var er eldra bóluefni var notað. Á vef sóttvarnarlæknis kemur fram að brýnt sé að bólusetningar nái til nær allra barna í hverjum fæðingarárgangi. Með því móti sé unnt að mynda svonefnt hjarðónæmi gegn skæðum smit- sjúkdómum. Það þýðir að ónæmi gegn þeim verður nægilega algengt í landinu til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómanna. Fjórtán ára fá sprautu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.