Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 26
Heilsukvíði er flokkaður sem líkömnunarröskun og aðaleinkenni heilsukvíða er ótti eða fullvissa um að vera með alvarlegan sjúkdóm. Þessi ótti eða fullvissa er til staðar þó engin merki um sjúkdóm sjáist við ýtarlegar rannsóknir og þrátt fyrir fullyrðingar lækna um að enginn sjúkdómur sé til staðar. Óttinn tengist skynjun hversdagslegra líkamlegra einkenna sem túlkuð eru sem einkenni alvarlegs sjúkdóms. Hverslags eðlileg líkamleg einkenni geta orðið til- efni til mikils kvíða hjá þeim sem er með heilsukvíða. Það getur verið hraður hjartsláttur, sviti, lítil sár, hósti eða höfuðverkur. Þannig getur sá sem haldinn er heilsukvíða túlkað höfuðverk sem ótvírætt merki þess að hann sé með heilaæxli. Þó að viðkomandi sé fullvissaður um það af lækni sínum eftir að hafa farið í ítarlega læknis- skoðun og heilaskönnun að engin merki sjáist um heilaæxli dugir sú hughreysting skammt og eftir stuttan tíma er hann eða hún oft komin til annars læknis til að athuga hvort sá finni ekki heilaæxlið. Fólk með heilsukvíða getur orðið kvíðið um eigin heilsu af því að lesa um eða heyra um alvarlega sjúk- dóma eða ef einhver sem það þekkir greinist með sjúkdóm. Lesi sá sem er með heilsukvíða til dæmis um alvarlegan sjúkdóm þar sem eitt af einkennunum er doði í útlimum fer sá hinn sami strax að athuga hvort hann finni fyrir doða í útlimum. Geri hann það túlkar hann það sem einkenni þessa alvarlega sjúk- dóms og kvíðinn eykst til muna. Þess má geta í þessu sambandi að leiti fólk að ákveðnum líkamlegum ein- kennum hjá sér er ekki ólíklegt að það finni þau en tæki að öðrum kosti ekki eftir þeim. Athyglin gerir það að verkum að fólk tekur eftir ýmsum tilfinning- um í líkamanum sem það alla jafna tæki ekki eftir. Þeir sem vilja geta sannreynt þetta með því að beina athygli og sjón að lófa sínum í eina til tvær mínútur og athugað hvað gerist. Venjulega finnur fólk til doða eða seyðings í lófanum við þetta. Áður fyrr gekk heilsukvíði undir nafninu ímynd- unarveiki (hypochondriasis), það nafn er reyndar enn við lýði en heilsukvíði þykir lýsa röskuninni betur. Að kalla röskunina ímyndunarveiki gefur nefnilega til kynna að einkennin sem fólk finnur fyrir séu ímyndun ein. Einkennin eru það þó ekki, þau eru til staðar, en kvíðinn sem þau valda er óeðli- legur. Talið er að um 1 til 5 prósent fólks sé með heilsu- kvíða. Heilsukvíði getur byrjað á hvaða aldri sem er en algengast er að hann byrji snemma á fullorðinsár- um og sé langvinnur. Kvíðinn getur verið mismikill og er venjulega meiri þegar álag í lífi fólks er mikið. Heilsukvíði er ekki lífshættulegur sjúkdómur en fólk sem hefur verið með heilsukvíða í langan tíma er í talsvert meiri sjálfsvígshættu en aðrir. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að hugræn atferlismeðferð gagnist vel við heilsukvíða en það er háð því að fólk sé tilbúið að skoða þann möguleika að þau líkamlegu einkenni sem það finnur fyrir stafi af öðru en alvarlegum eða lífshættulegum sjúkdómi. Trönuberjasafi og ákveðnar gerðir af grænmeti draga úr eitrunaráhrifum áfengis. Flestir sem bragða áfengi hafa reynslu af því að þessi munaðar- vara taki sinn toll daginn eftir og ýmsum ráðum hefur verið beitt til að koma í veg fyrir það. Það skyn- samlegasta af öllu er eflaust að læra að skemmta sér án þess að hafa áfengi um hönd, en ekki eru allir tilbúnir til þess. Til að koma í veg fyrir að eitr- unaráhrifin frá áfenginu hafi of mikil áhrif á líkamsstarfsemina er hægt að jafna álagið á ýmsan hátt. Til dæmis ætti fólk að sleppa því að drekka áfengi sem inniheld- ur gervisætuefni. Slíkir drykkir gera það að verkum að áfengið fer um fjörutíu prósentum hraðar út í blóðrásina og erfiðara verður að hafa stjórn á áhrifunum og eftir- köstunum þar með. Trönuberja- safi hefur góð áhrif á líkamann á margvíslegan hátt og þá sér í lagi ef það er hreinn og ósætur trönu- berjasafi. Að drekka trönuberja- safa hálftíma til klukkutíma áður en áfengi er haft um hönd styrkir lifrina og hjálpar henni að vinna úr áfenginu. Trönuberjasafi inniheldur and- oxunarefni sem reynast lifrinni svo vel að henni tekst að hreinsa áfengið úr blóðrásinni allt að tólf sinnum hraðar en ef trönuberja- safanum væri sleppt. Að lokum má benda á að hrátt grænmeti hefur fleiri kosti í för með sér en að halda línunum í lagi. Í hráu grænmeti á borð við brokk- ólí, blómkál og gulrótum er mikið magn af glutahione-amínósýrum. Þessar amínósýrur draga úr eitr- unaráhrifum áfengisins og minnka þannig líkurnar á slæmum timbur- mönnum, „fráhvörfum“, næsta dag. Með gulrót gegn- um gleðinnar dyr Gleymirðu að taka pilluna eða önnur lyf? Pilluáminningin er tilraun sem læknanemar standa fyrir og er aðaláherslan lögð á getnaðar- varnarpillur kvenna. Einnig er hægt að nýta áminn- inguna fyrir önnur lyf eða aðra hversdagslega hluti sem geta gleymst í amstri dagsins. Þjónustan er opin öllum og ókeypis. Nán- ari upplýs- ingar má fá hjá Félagi um for- varnar- starf lækna- nema. Nánari upplýsing- ar: www. astradur.is Áminning pöntuð: www. p.molar.is Pilluáminn- ing á SMS Hjartavernd nýtur góðs af Reykjavíkurmaraþoni Glitnis. Nýr hjartariti hefur verið tekinn í notkun hjá Hjartavernd en hann var keyptur fyrir áheitafé sem safnaðist í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis síðasta sumar. Eftir að áheit voru gerð upp komu um átta hundruð þúsund krónur í hlut Hjartaverndar. Hjartaritinn, sem er frá Gener- al Electric, var afhentur af starfs- fólki Glitnis sem hét á Hjarta- vernd með maraþonhlaupi sínu. Nýr og betri hjartariti www.svefn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.