Fréttablaðið - 23.01.2007, Side 28
Þórunn Guðgeirsdóttir, löggilt-
ur fótaaðgerðafræðingur, segir
að mörgu að huga við fóthirðu.
Fæturnir þurfa að bera okkur allt
lífið og erfitt er að nálgast vara-
hluti. Heilbrigðir fætur án fóta-
meina og sársauka eru lífsgæði
sem allir ættu að leitast við að
veita sér. Þórunn gefur lesendum
Fréttablaðsins nokkur góð ráð
varandi fóthirðu.
Ýmiss konar vandamál geta
orsakað vanlíðan í fótum. Þessi
vandamál geta verið meðfædd,
áunnin vegna rangs skófatnaðar
eða orsakast af sjúkdómum.
Niðurgrónar neglur getur verið
hægt að laga með því að klippa
þær rétt, einnig er hægt að fá
smíðaðar spengur hjá fótaaðgerða-
fræðingum til að rétta þær.
Við sveppasýkingum á húð fæst
sveppakrem í apótekum og er
mikilvægt að meðhöndla sýkt
svæði því sveppasýking er smit-
andi og getur borist í neglur.
Við sveppasýkingu í nöglum
þarf að fá meðhöndlun hjá lækni.
Tekið er sýni úr nöglinni og ef
sveppasýking reynist vera getur
læknir vísað á lyf til inntöku.
Við þurrum og sprungnum
hælum er mikilvægt að fjarlægja
harða húð og bera feitt mýkjandi
krem á svæðið. Regluleg með-
höndlun hjá fótaaðgerðafræðingi
getur verið til mikilla bóta.
Vörtur orsakast af veirusýkingu
og geta verið sársaukafullar. Með-
höndla má þær sjálfur með efni
sem fæst í apótekum. Einnig má
láta frysta þær hjá læknum eða
láta meðhöndla þær hjá fótaað-
gerðafræðingum. Vörtur hverfa í
sumum tilfellum af sjálfu sér.
Vörtur eru smitandi og algengar
hjá börnum, best að meðhöndla
strax.
Sigg og líkþorn geta verið sárs-
aukafull. Huga ber að skóm, hvort
skórnir klemmi að eða séu lausir á
fætinum, en lögun fótarins/tánna
getur verið orsökin. Hægt er að
fjarlægja sigg og líkþorn hjá fóta-
aðgerðafræðingum, regluleg með-
höndlun er oft nauðsynleg. Ýmiss
konar hlífar geta verið til bóta.
Líkþornaplástur ætti aldrei að
nota því hann getur skaðað húðina
í kring og í versta tilfelli valdið
sári.
Ef fólk er með tábergssig, ilsig,
holufót (háa rist) getur verið til
bóta að nota innlegg í skó. Innlegg
eru sérsmíðuð fyrir hvern ein-
stakling ef í ljós kemur við göngu-
greiningu að þeirra er þörf.
Ef fótleggir eru mislangir má í
sumum tilfellum rétta það af með
innleggjum, stundum getur þurft
að byggja undir sjálfan skóinn,
æskilegast er að setja hækkun
undir allan fótinn/skóinn en ekki
bara hælinn.
Við bjúgsöfnun á fótum er í
mörgum tilfellum nauðsynlegt að
leita til læknis til að reyna að kom-
ast að orsökinni og e.t.v. í samráði
við lækni að fá sjúkrasokka.
Sjúkrasokka er einnig gott að nota
fyrirbyggjandi þegar sitja þarf
lengi á ferðalögum í bíl eða flug-
vél. Sjúkrasokka þarf stundum að
nota á meðgöngu.
Fætur sykursjúkra þarfnast sér-
stakrar aðgæslu. Tilfinningaskyn
getur smátt og smátt minnkað.
Æðarnar geta þrengst sem orsakar
minnkað blóðflæði til fótanna.
Húðin verður þurrari. Sykursjúkir
ættu undantekningalaust að láta
fótaaðgerðafræðing líta á fætur
sínar a.m.k. einu sinni á ári.
Fótaaðgerðafræðingar geta fram-
kvæmt mælingu til að ganga úr
skugga um hvort tilfinningaskynið
hefur skaðast. Þetta er einnig gert
á göngudeild sykursjúkra.
Fótaaðgerðafræðingar gefa góð
ráð um fóthirðu og skófatnað.
Fætur þeirra sem þjást af gigt
geta aflagast og er þá til bóta að fá
ráðleggingar um fóthirðu og val á
skófatnaði. Innlegg geta verið til
bóta. Einnig er til bóta að fjar-
lægja harða húð/sigg.
Þegar keyptir eru skór þarf að
huga að ýmsu. Skórnir eiga að
passa strax, ekki á að ganga þá til.
Skór eiga að vera breiðir að fram-
an svo nægilegt pláss sé fyrir
tærnar. Einnig nægilega háir yfir
tærnar og í réttri lengd svo tærn-
ar geti hreyfst við gang án þess að
rekast í.
Skórnir eru mikilvægur þáttur í
fótavernd barna.
Fyrsta ár barnsins er best að
nota skó sem minnst og leyfa
tánum og fótunum að vera frjáls-
um.
Þegar barnið fer að ganga er
gott að setja það í skó sem eru með
góðan stuðning í hælinn en mjúk-
an sóla. Ekki er æskilegt að hafa
barnið í skónum mjög lengi í einu.
Mikilvægt er að sokkar og
sokkabuxur séu nægilega stór og
kreppi ekki tærnar. Ekki er æski-
legt að nota skó frá öðrum, t.d.
eldri systkinum, því ef skórinn
hefur aflagast getur hann orsakað
fótskekkju.
Algengt er að börn séu með platt-
fót/ilsig og/eða skekkjur í hælum. Í
sumum tilfellum er nauðsynlegt
fyrir þau að fá innlegg, gjarnan í
samráði við bæklunarlækni.
Í sumum tilfellum þarf ekki að
grípa inn í en getur verið til bóta
að gera æfingar sem teygja á
hásin og vöðvum/sinum aftan á
fótlegg og læri. Góðir skór með
mjúkum sveigjanlegum sóla og
góðum stuðningi í hæl eru mikil-
vægir.
Gæta þarf þess að klippa neglur
barna reglulega, best er að klippa
þær beinar, ekki í spíss.
Fótaaðgerðafræðingar eru lög-
gilt heilbrigðisstétt. Þeir eru sér-
staklega menntaðir og þjálfaðir til
að meðhöndla fótamein og annast
ráðgjöf varðandi fóthirðu og fóta-
búnað. Það er enginn með of
„slæma“ eða of „ljóta“ fætur til að
láta meðhöndla þá. Fæturnir
þurfa að endast okkur allt lífið og
það er erfitt að fá varahluti. Ekki
væri úr vegi að láta líta á fætur
sínar að minnsta kosti einu sinni á
ári. Flestum finnst sjálfsagt að
fara með bílinn í skoðun einu sinni
á ári. Ekki er síður mikilvægt að
hugsa vel um fætur sína.
Að eiga fótum fjör að launa
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkiaska
Einföld og markviss ráð um hvernig
hægt er að
hreinsa óæskileg
efni úr líkamanum:
Brennslan verður
hraðari, húðin
fallegri, líkam-
legir kvillar hverfa
og andleg vellíðan
eykst.
Endurmótum líkamann og bætum
líkamsstöðuna með áhrifaríkum
Frábær bók
með myndum
og skýringum
sem hægt er
að nota sér
bæði heima, á
vinnustað og í
ræktinni.
Látum okkur líða vel