Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2007, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 23.01.2007, Qupperneq 30
 { farið á fjöll } 2 Nissan Pathfinder er, eins og svo margar aðrar bílategundir, í stöð- ugum vexti. Sumar tegundir verða betri með aldrinum og aukinni stærð, öðrum fer aftur. Pathfinder er í flokki hinna fyrrnefndu en þriðja útgáfan af bílnum er stærri og meira er lagt í aukabúnað. Ytra útlit Pathfinder gefur til kynna ýmislegt um bílinn. Kubbs- legt form hans segir að honum sé ekki ætlað að fara hratt, heldur komast þangað sem hann stefnir og yfirstíga allar hindranir á leiðinni. Útlitið er á vissan hátt gróft en á sama tíma heillandi og kröftugt. Þegar sest er inn í bílinn er allt annað uppi á teningnum. Mæla- borðið er stílhreint, fátt sem stingur mann, og allir mælar auðlæsileg- ir og takkar aðgengilegir. Innviði virkar vandað og ljósa leðrið venst fljótt og vel, svo vel að erfitt er að sjá bílinn fyrir sér öðruvísi. Aðgengi að bílnum er lykla- laust. Hægt er að taka upp lykilinn og opna bílinn, en einnig er hægt að hafa lykilinn í vasanum og ýta á lítinn takka á hurðarhúninum. Skynjari er í bílnum sem skynjar að lyklarnir eru í grenndinni og því er hægt að aflæsa bílnum og opna hann. Lyklarnir eru svo áfram í vasanum því startarinn á bílnum er takki sem snúið er rétt eins og um venjulegan lykil væri að ræða. Fjögurra lítra bensínvélin kipp- ir vel í og skilar meira en nægum krafti. Bíllinn er eins þægilegur í akstri og svona stór bíll getur verið, og þegar tefla þarf á tæpasta vað aftur fyrir sig kemur bakkmynda- vélin sér vel. Aftursætin í bílnum falla afar vel niður ef stækka þarf skottpláss, en með þennan geim sem skottið er er lítil þörf á því. Sætin í skottinu falla einnig vel niður í gólfið, en það er ekki hægt að segja að það sé þrautalaust að ná þeim upp. Nissan Pathfinder er fyrst og fremst rúmgóður og fjölhæfur bíll. Hann hefur útlit og kraft villibjarn- ar, en þegar inn er komið er hann mjúkur og þýður eins og bangsi. tryggvi@frettabladid.is Kröftugur að utan - mjúkur að innan Nissan Pathfinder er fullfær um að leysa verkefni sín, bæði á malbikinu og mölinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.