Fréttablaðið - 23.01.2007, Qupperneq 30
{ farið á fjöll } 2
Nissan Pathfinder er, eins og svo
margar aðrar bílategundir, í stöð-
ugum vexti. Sumar tegundir verða
betri með aldrinum og aukinni
stærð, öðrum fer aftur. Pathfinder
er í flokki hinna fyrrnefndu en
þriðja útgáfan af bílnum er stærri
og meira er lagt í aukabúnað.
Ytra útlit Pathfinder gefur til
kynna ýmislegt um bílinn. Kubbs-
legt form hans segir að honum sé
ekki ætlað að fara hratt, heldur
komast þangað sem hann stefnir og
yfirstíga allar hindranir á leiðinni.
Útlitið er á vissan hátt gróft en á
sama tíma heillandi og kröftugt.
Þegar sest er inn í bílinn er allt
annað uppi á teningnum. Mæla-
borðið er stílhreint, fátt sem stingur
mann, og allir mælar auðlæsileg-
ir og takkar aðgengilegir. Innviði
virkar vandað og ljósa leðrið venst
fljótt og vel, svo vel að erfitt er að
sjá bílinn fyrir sér öðruvísi.
Aðgengi að bílnum er lykla-
laust. Hægt er að taka upp lykilinn
og opna bílinn, en einnig er hægt
að hafa lykilinn í vasanum og ýta
á lítinn takka á hurðarhúninum.
Skynjari er í bílnum sem skynjar
að lyklarnir eru í grenndinni og því
er hægt að aflæsa bílnum og opna
hann. Lyklarnir eru svo áfram í
vasanum því startarinn á bílnum er
takki sem snúið er rétt eins og um
venjulegan lykil væri að ræða.
Fjögurra lítra bensínvélin kipp-
ir vel í og skilar meira en nægum
krafti. Bíllinn er eins þægilegur í
akstri og svona stór bíll getur verið,
og þegar tefla þarf á tæpasta vað
aftur fyrir sig kemur bakkmynda-
vélin sér vel.
Aftursætin í bílnum falla afar
vel niður ef stækka þarf skottpláss,
en með þennan geim sem skottið er
er lítil þörf á því. Sætin í skottinu
falla einnig vel niður í gólfið, en
það er ekki hægt að segja að það sé
þrautalaust að ná þeim upp.
Nissan Pathfinder er fyrst og
fremst rúmgóður og fjölhæfur bíll.
Hann hefur útlit og kraft villibjarn-
ar, en þegar inn er komið er hann
mjúkur og þýður eins og bangsi.
tryggvi@frettabladid.is
Kröftugur að utan - mjúkur að innan
Nissan Pathfinder er fullfær um að leysa verkefni sín, bæði á malbikinu og mölinni.