Fréttablaðið - 23.01.2007, Síða 38
{ farið á fjöll } 10
Ekki þarf að eiga jeppa til að geta
notið þeirra. Sumir hafa ekki efni á
slíkum farkosti á meðan aðrir hafa
einungis not fyrir þá einu sinni á
ári.
Hægt er að leigja jeppa á flestum
bílaleigum. Kostnaðurinn er mis-
munandi en miðað við ótakmarkað-
an akstur (því enginn tekur jeppa á
leigu til að keyra minna en 100 km)
og kaskótryggingu (því ef maður
hefur ekki efni á jeppa hefur maður
ekki efni á að rústa einn í eigu ann-
arra) er kostnaðurinn á bilinu 5.500
kr. dagurinn og upp í 22.000 kr.
Eðlilega fer verð jeppanna eftir
stærð og gæðum þeirra. Ódýrast er
að leigja jeppling eða lítinn jeppa
og svo hækkar verðið eftir því sem
bíllinn stækkar. Bestu kjörin eru hjá
Budget þar sem hægt er að fá stóra
jepplinga á 5.500 kr. daginn en þá
verður maður að vera heppinn því
ekki er hægt að panta ákveðna
jeppategund fyrirfram.
Hjá Hertz kostar Toyota Land
Cruiser 90 15.800 kr. dagurinn, en
vilji maður fá stóra bróður snýr
maður sér til Avis. Land
Cruiser 100 kostar þar öðru
hvoru megin við 20.000,
eftir því hversu lengi hann
er leigður.
Ef leggja á út í stórræði
er Höldur ef til vill besti
staðurinn. Þar er hægt að
fá Land Rover Defender
fyrir 22.000 kr.
Jeppi tekinn á leigu
HÆGT ER AÐ NÁLGAST JEPPA Á FLESTUM BÍLALEIGUM.
Flestir tengja fyrirtækið Arctic
Trucks við breytta jeppa í fjalla-
ferðum á hálendi Íslands. Þetta er
vissulega sá grunnur sem fyrir-
tækið byggir á en það sem færri vita
er að starfsemin er mun víðfeðm-
ari. Svo víðfeðm reyndar að bílar
breyttir af Arctic Truck keyra nú
meðfram risavöxnum olíuleiðslum
á sléttum Kasakstans. „Við höfum
breytt bílum fyrir ýmsa aðila sem
flestir nota þá sem björgunartæki,“
segir Loftur Ágústsson, markaðs-
stjóri Arctic Trucks. „Þar með talið
olíufyrirtæki í Kasakstan og norski
herinn svo eitthvað sé nefnt.“
Farartækjum fyrir erlend fyrir-
tæki og stofnanir er flestum breytt
í Noregi þar sem Arctic Trucks eru
með verkstæði. „Það er ódýrara að
vinna bílana þar en hér, þó að Nor-
egur sé langt í frá ódýrasta landið
til að gera svona hluti,“ segir Loftur
og hlær. „Þar er líka skriffinnskan
mun auðveldari og einfaldara að
athafna sig.“
Hérlendis felst starfsemin fyrst
og fremst í breytingum á jeppum
fyrir almenning. „Það er mjög mis-
munandi hvað fólk er að biðja um,“
segir Loftur. „Sumir eru að leita að
tækjum til að fara á fjöll í alvöru
ferðir, á meðan aðrir vilja líta vel
út. Við reynum að hvetja fólk eftir
megni að nota jeppana í ferðalög
því það er ekkert fallegra, í raun
ekkert sem kemst í hálfkvist við
það, að sjá yfir snævi þakið landið í
góðu skyggni frá fjallstindi.“
Stöðugt er verið að bæta aðferð-
irnar sem notaðar eru við breyt-
ingar á bílum. Menn reyna nýja
hluti sem annaðhvort ganga upp
eða ekki, og þegar nýir bílar koma
á sjónarsviðið eru bifvélavirkjarn-
ir hjá Arctic Trucks ekki lengi að
byrja að úthugsa hvernig best sé
að hækka þá. Nýjasta dæmið er
38˝ breyting fyrir Nissan Navarra
pickup jeppann sem kynntur var á
síðasta ári. Það þarf ekki að koma
á óvart að þessi bíll hafi orðið fyrir
valinu því á fyrsta söluári hans
seldust alls 220 bílar. Ýmsu er búið
að breyta en af öðru ólöstuðu virð-
ist framdrifið hafa verið erfiðasta
viðfangsefnið að leysa. Uppruna-
lega framdrifið var ekki talið nægj-
anlega sterkt fyrir 38˝ dekk og því
var gripið til þess ráðs að skipta
framdrifinu alveg út fyrir nýtt drif
sem er af gerðinni Dana44, sömu
gerðar og afturdrifið. Þessi lausn er
ekki sú einfaldasta en hún er aftur á
móti ein sú sterkasta.
„Það eru alltaf einhver vanda-
mál sem þarf að leysa,“ segir Loftur
Ágústsson. „Svoleiðis er bara jeppa-
mennskan. Vandamál sem menn
leysa í sameiningu til að komast á
áfangastaðinn.“ - tg
Breyttir bílar í Kasakstan
Arctic Trucks breytir bílum bæði fyrir heimamarkað og hinn stóra heim.