Fréttablaðið - 23.01.2007, Qupperneq 60
Britney Spears er búin að sparka
kærastanum sínum, fyrirsætunni
Isaac Cohen. Þau höfðu verið á
föstu í tvær vikur en bandarískir
fjölmiðlar segja Britney hafa feng-
ið nóg á fimmtudaginn í síðustu
viku. „Við erum ekki lengur
saman,“ var það eina sem fékkst
upp úr hinni 25 ára einstæðu móður.
Þrátt fyrir þetta sást til Britney á
föstudagskvöldið í samræðum við
umræddan Cohen.
Hætt með
kærastanum
Leikkonan Kiera Knightley hefur
höfðað mál gegn breska dagblað-
inu The Daily Mail vegna fréttar
þar sem er gefið í skyn að hún hafi
sagt ósatt þegar hún vildi ekki
viðurkenna að hún þjáðist af
átröskun.
Blaðið birti grein um
stúlku sem lést af völd-
um átröskunar og með
greininni fylgdi mynd af
hinni 21 árs Knightley á
strönd þar sem rætt
var um þyngd hennar.
Knightley er þekkt
fyrir myndir á borð
við Bend It Like Beck-
ham og Pirates of the
Caribbean.
Höfðar mál
Kvikmyndin Foreldrar,
seinni helmingur sam-
vinnuverkefnis Ragnars
Bragasonar og leikhóps
Vesturports, var frumsýnd í
Háskólabíói á föstudag. Var
þar margt góðra gesta og
var almennt gerður góður
rómur að myndinni. Ljós-
myndari Fréttablaðsins var
á staðnum.
Kvikmyndirnar Basic Instinct 2
og Little Man hafa verið tilnefnd-
ar til sjö Razzie-verðlauna, sem
verða afhent hinn 24. febrúar,
degi á undan óskarsverðlaunun-
um. Verðlaununum er ætlað að
endurspegla það versta sem kvik-
myndaborgin Hollywood bauð
upp á á síðasta ári.
Ævintýramyndin Bloodrayne
hlaut sex tilnefningar, spennu-
myndin The Wicker Man fimm og
Lady in the Water eftir M. Night
Shyamalan hlaut fjórar.
Tilnefndar sem verstu leik-
konurnar voru Sharon Stone fyrir
Basic Instinct 2, Lindsay Lohan
fyrir Just My Luck, Kristanna
Loken fyrir Bloodrayne, systurn-
ar Hilary og Haylie Duff fyrir
Material Girls og Jessica Simp-
son fyrir Employee of the Month.
Stone hefur
áður hlotið
tvenn Razzie-
verðlaun, fyrir
The Specialist
og Intersect-
ion.
Bræðurnir
Shawn og Mar-
lon Wayans
voru tilnefndir
sem verstu leik-
ararnir fyrir
Little Man, Rob
Schneider fyrir
Benchwarmers, Nicolas Cage
fyrir Wicker Man, Larry the
Cable Guy fyrir Larry the Cable
Guy: Health Inspector og Tim
Allen fyrir hlutverk sín í mynd-
unum The Santa Clause 3, The
Shaggy Dog og Zoom.
Athygli vakti að Sylvester
Stallone, sem hefur hlotið þrjátíu
Razzie-tilnefningar og tíu verð-
laun, var ekki tilnefndur í þetta
sinn fyrir myndina Rocky Bal-
boa. „Í byrjun ársins hefðirðu
ekki getað sannfært mig um að
hún myndi ekki keppa um Razzie-
verðlaunin,“ sagði John Wilson,
upphafsmaður Razzie, um Rocky
Balboa. „Mig langar að segja það
opinberlega að Stallone bjó til
góða mynd.“
Basic Instinct 2 efst á blaði
Leonardo DiCaprio íhugaði að
hætta að leika eftir að hann lék í
hinni vinsælu Titanic árið 1997.
DiCaprio var hylltur sem mikið
kyntákn eftir myndina, sem var
einmitt sú ímynd sem hann hafði
reynt að forðast áður. „Það var
erfitt þegar fólk leit á mig þannig.
Mig langaði að hætta að leika í
smá tíma,“ sagði hann í viðtali við
Newsweek. „Hlutverkið breytti
lífi mínu á marga vegu en á sama
tíma veitti það mér tækifæri. Með
því gat ég ráðið ferli mínum sjálf-
ur.“ Síðan þá hefur DiCaprio leikið
í mörgum vel heppnuðum mynd-
um og er mjög sáttur við sitt.
Íhugaði að
hætta
Hasarmyndahetjan Steven Seagal
er farin á tónleikaferð um Bret-
land með blúshljómsveit sinni
Thunderbox. Seagal, sem hefur
leikið í myndum á borð við Under
Siege og The
Patriot, hefur
spilað á gítar
síðan hann var
12 ára.
Sveitin mun
halda 37 tón-
leika og stendur
ferðin yfir í tvo
mánuði. Auk
þess að leika í
hasarmyndum
hefur Seagal
einnig vakið
athygli fyrir
áhuga sinn á umhverfisvernd og
búddatrú.
Tónleikaferð
um Bretland
Kvikmyndin Little Miss Sunshine
var valin besta myndina á Produc-
ers Guild of America-verðlaunun-
um sem voru afhent um síðustu
helgi.
Verðlaunin þykja gefa góða vís-
bendingu um hvaða mynd eigi
eftir að vegna vel á óskarsverð-
laununum. Myndirnar sem hlutu
ekki náð fyrir augum dómnefnd-
arinnar voru Babel, The Depart-
ed, The Queen og Dreamgirls.
Ellefu myndir af þeim sautján
sem hafa unnið Producers Guild-
verðlaunin hafa verið kjörnar
bestu myndirnar á óskarnum.
Little Miss
kjörin best
„Nei, ég hef nú ekki lent í því að
fólk hafi efast um hver ég væri en
sumir hafa ekki alltaf kveikt á
perunni,“ segir stórsöngvarinn
Björgvin Halldórsson en eins og
kom fram í Fréttablaðinu í gær
leikur hann í auglýsingu fyrir
Auðkennislykil sem á að tryggja
öryggi bankaviðskipta á netinu. Í
auglýsingunni er gert út á að þótt
menn séu þekktir á þessari eyju
skipti það litlu máli á netinu. „Mér
finnst þetta gott málefni enda nota
ég netið mikið sjálfur. Og það er
aldrei nógu mikið gert til að
tryggja öryggið þar,“ segir söngv-
arinn.
Björgvin kvaðst vera afar sátt-
ur við starfsfólkið frá Filmus og
auglýsingastofunni Hvíta húsinu
og sagði að tökuliðið hefði verið
ákaflega fagmannlegt. Hann hrós-
aði Björgvin Franz Gíslasyni í hás-
tert en leikarinn bregður sér í líki
Bó í auglýsingunni. „Nafni minn
er einhver besti skemmtikraftur-
inn sem við eigum um þessar
mundir og ég var ákaflega ánægð-
ur þegar ég heyrði að hann hefði
verið ráðinn til verksins,“ segir
Björgvin.
Sjálfur hefur stórsöngvarinn
gert lítið af því að leika en hefur þó
komið fram í kvikmyndum á borð
við Djöflaeyjuna og kvikmyndinni
Gullsandur. „Að leika hefur alltaf
kitlað mig en ég hef ekki gert mikið
af því að koma fram í auglýsing-
um,“ segir Björgvin, sem mundi þó
eftir kaffiauglýsingu frá Ó. John-
son & Kaaber sem birtist fyrir all-
mörgum árum. Björgvin ruddi þar
brautina fyrir íslenska poppara í
auglýsingum en þeir eru ófáir tón-
listarmennirnir sem hafa fetað í
þau spor.
Bó berst fyrir bættu öryggi á netinu