Fréttablaðið - 23.01.2007, Page 64

Fréttablaðið - 23.01.2007, Page 64
 „Ég held að þetta sé með ótrúlegri leikjum landsliðs- ins,“ sagði glaðbeittur Guðjón Valur Sigurðsson skömmu eftir leik en hann var heldur hressari en daginn áður. „Samt sem áður verð ég að segja að það sem maður sagði að væri ömurlegt og heimskulegt eftir Úkraínuleikinn er frábært í dag. Það er til skammar að við séum ekki samkvæmari sjálfum okkur. Við getum spilað svona vel. Við verðum samt að halda báðum fótum á jörðinni en liðið sýndi í dag að það getur gert ansi góða hluti.Við náðum ekki að klára leik þar sem við erum betra liðið og það er ekki nógu gott að menn blómstri ekki fyrr en ljóst er að við séum að detta úr leik,“ sagði Guðjón Valur, sem skoraði 5 mörk úr sex skotum í leiknum og varð annar markahæsti leikmaður riðlakeppninnar. Þetta gerist ekki á hverjum degi Ísland-Frakkland 32-24 Franska liðið Lyon hefur fest kaup á tékkneska sóknar- manninum Milan Baros frá Aston Villa. Útlit er fyrir að hinn norski John Carew fari öfuga leið. Baros var kynntur hjá Lyon í gær en þar hittir hann knatt- spyrnustjórann Gerard Houllier sem var stjóri hans hjá Liverpool á sínum tíma. Eftir að honum tókst ekki að festa sig í sessi á Anfield keypti Villa hann á 6,5 milljónir punda í ágúst 2005. Milan Baros skoraði aðeins eitt mark í þeim sautján leikjum sem hann spilaði í ensku úrvalsdeild- inni á þessu tímabili og hefur nú verið seldur. Frá Villa og til Frakklands Leikur Íslands gegn Frökkum í gær var eins góður og leikurinn gegn Úkraínu var léleg- ur. Ísland sýndi allar sínar bestu hliðar og hreinlega pakkaði hinu öfluga liði Frakka saman í leik þar sem Frakkarnir sáu aldrei til sólar. Frammistaða liðsins var slík að áhorfendur stóðu upp og klöppuðu fyrir liðinu síðustu mínúturnar. Þessa leiks verður minnst sem eins besta landsleiks Íslands fyrr og síðar. Fyrri hálfleikur hjá Íslandi í gær fer í bækurnar sem einn besti hálfleikur í sögu landsliðsins. Það fullyrði ég. Leikur liðsins í fyrri hálfleik var nánast fullkominn og það gekk allt upp. Sama hvar grip- ið er niður. Það mátti sjá á andlitum strák- anna að þeir voru mættir grimmir til leiks enda engu að tapa og allt að vinna. Vörnin byrjaði vel með Alex- ander Petersson fremstan í flokki jafningja. Birkir Ívar varði eins og berserkur fyrir aftan, hraðaupp- hlaupin komu í kjölfarið og liðið byrjaði að raða inn mörkum. Áður en Frakkar voru vaknaðir var Ísland komið með 5-0 forystu og Onesta, þjálfari Frakka, tók leikhlé. Liðið skoraði sitt fyrsta mark í leiknum eftir það og mark- ið kom þegar tæpar 7 mínútur voru liðnar. Sóknarleikur Íslands var einnig agaður og góður og mun meiri hraði en gegn Úkraínu. Strákarnir völdu skot sín vel og frönsku markverðirnir vörðu ekki skot fyrr en eftir 11 mínútur. Ísland hélt áfram að stækka forskotið eftir því sem leið á hálf- leikinn. Breytti engu þótt liðið væri einum eða tveim færri á vell- inum. Það datt allt með liðinu og það kristallaðist í skoti Markúsar Mána sem skaut í stöng og þaðan fór boltinn í franska markvörðinn og inn. Þetta var eins og í lyga- sögu. Ólafur Stefánsson kom Íslandi í tíu marka forystu, 18-8, skömmu fyrir hlé og áhorfendur stóðu upp í kjölfarið og klöppuðu fyrir liðinu en þeir studdu íslenska liðið með ráðum og dáð allan tímann. Þetta reyndust hálfleikstölur leiksins og svo sannarlega verk að vinna fyrir Frakkana að vinna upp tíu marka mun Íslands. Frakkar freistuðu þess að hleypa leiknum upp með því að taka Ólaf Stefánsson úr umferð í upphafi síðari hálfleiks og gekk það vel fyrir þá þar sem fát kom á sóknarleik íslenska liðsins. Frakk- ar skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í sjö mörk, 21- 14. Þá tók íslenska liðið við sér á ný og munurinn var níu mörk, 25- 16, þegar fimmtán mínútur lifðu leiks. Þá prófuðu Frakkar maður á mann vörn. Það skilaði engu því íslenska liðinu hélt áfram að vaxa ásmegin og það náði fljótt aftur tíu marka forystu, 27-17. Þá gáfust Frakkar nánast upp og íslenska liðinu var klappað lof í lófa allt til enda. Það er hreinlega ósanngjarnt að taka einhvern leikmann út því þetta var sigur liðsheildarinnar og allir leikmenn lögðu lóð sín á vog- arskálarnar. Það var hvergi veik- an hlekk að finna. Íslenska liðið hefur áður sýnt að það er þetta gott og getur klárlega gert veru- lega góða hluti á þessu móti og möguleikarnir á að komast langt á stórmóti hafa sjaldan eða aldrei verið betri. Ísland vann ótrúlegan sigur á Frökkum í gær, 32-24, og er komið áfram í milliriðil með tvö stig. Frammi- staða íslenska liðsins í leiknum var með hreinum ólíkindum. Ísland verður í milliriðli eitt á HM en þrjú lið í honum hefja leik með tvö stig. Ásamt Íslandi verða það Slóvenía og Pólland. Auk þess verða Þýskaland, Frakkland og Túnis í riðlinum en þau lönd hefja keppni án stiga. Í hinum milliriðlinum verða Króatía, Spánn, Króatía, Ung- verjaland, Rússland, Danmörk og Tékkland. Þrjú fyrrnefndu liðin taka með sér tvö stig. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Túnis á morgun en Ísland spilar síðan gegn Póllandi á fimmtudag, Slóveníu á laugardag- inn og Þýskalandi á sunnudag. Þrjú lið taka með sér tvö stig Með ótrúlegri leikjum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.