Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 66
Þetta var lyginni líkast Leikur Íslendinga gegn Frökk- um í gær var hreint og beint stórkostlegur. Alveg þvert á leikinn gegn Úkraínu var hvergi veikan blett að finna og fyrri hálfleikur liðsins er einhver sá besti sem íslenskt landslið hefur sýnt. Það er alveg sama hvar er niður komið, hver einasti maður gaf sálu sína í þennan leik og leikmenn uppskáru klárlega í takt við það. Vissulega hafði ég trú á strákunum og verkefninu en ef einhver hefði sagt við mig að við yrðum yfir 18-8 í hálfleik, hvað þá að við myndum vinna leikinn með átta mörkum, hefði ég sagt viðkomandi að vera ekki með þessa vitleysu. Í raun var leiknum lokið þegar enn voru 10 mínútur eftir, slíkir voru yfir- burðir íslenska liðsins gegn því franska. Liðið sýndi gríðarlegan styrk í seinni hálfleik, strákarnir spil- uðu hann af mikilli yfirvegun og eins og þeir sem valdið hafa. Franska liðið sá ekki til sólar í þessum leik og mætti klárlega ofjörlum sínum. Varnarleikur íslenska liðsins var gríðarlega öflugur með Sigfús og Sverri í hjarta hennar. Þeir voru ásamt Alexander bestu menn íslensku varnarinnar sem skóp þennan sigur ásamt frábærri markvörslu Birkis Ívars. Sóknarleikur liðsins var yfirvegaður og sóknarnýtingin frábær. Ég sé enga sérstaka ástæðu til þess að taka ein- hverja út sem bestu menn liðs- ins því allt liðið ásamt þjálfur- um þess á hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu. Margir spyrja eflaust hvernig skýra megi þennan gíf- urlega mun á frammistöðu íslenska liðsins í gær og í leikn- um gegn Úkraínu í fyrradag. Í raun er ekki hægt að skýra þennan mun á annan hátt en þetta sé skólarbókadæmi um hvað taugar og andlegt ástand skiptir miklu máli þegar út í svona stórkeppni er komið. Liðið er komið áfram í milli- riðil, sem flestir gerðu ráð fyrir, en að liðið sé komið þangað með tvö stig er nokkuð sem menn áttu ekki von á. Fram undan eru hörkuleikir þar sem íslenska liðið getur klárlega náð langt. HM í handbolta Iceland Express deild karla Iceland Express deild kv. Fram hefur gengið frá lánssamningi við unglingalands- liðsmanninn Hjálmar Þórarins- son, sem mun því leika með þeim bláklæddu í Landsbankadeildinni næsta sumar. „Ég er mjög ánægð- ur með að þetta sé komið í höfn þar sem þetta hefur verið mjög lengi í vinnslu. Við höfum verið að leita að sóknarmanni síðan Helgi Sigurðsson var seldur og mikill léttir að fá þennan leikmann í hóp- inn,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram, við Fréttablaðið. Hjálmar er tvítugur og alinn upp hjá Þrótti; sextán ára lék hann fyrst fyrir meistaraflokk félags- ins. Hann fór til skoska liðsins Hearts haustið 2004 en eftir að fjárfestar frá Litháen keyptu félagið datt hann úr liðinu og var lánaður til liðs í skosku 2. deild- inni þar sem hann lék vel. Hjálm- ar hefur leikið 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands og segist Ólafur gera miklar væntingar til hans. „Það er alveg ljóst að þetta er leikmaður sem á að geta eitthvað,“ sagði Ólafur. Hann sagði líklegt að fleiri leikmenn kæmu til félags- ins, en nokkrir erlendir leikmenn hafa komið til reynslu síðustu vikur. „Við erum alltaf með augun opin og vonumst til að semja við einn leikmann á næstunni,“ sagði Ólafur og átti þá við Patrik Redo, 26 ára sóknarmann sem einnig getur spilað á kantinum. Redo var samherji varnarmannsins Reynis Leóssonar hjá Trelleborg í fyrra. Fram vann 1. deildina með tals- verðum yfirburðum í fyrra og vann sér þar með sæti í Lands- bankadeildinni á ný. Talsverðar breytingar hafa orðið á liðinu síðan þá en félagið seldi Helga Sigurðsson til Vals, hinn ungi Heiðar Geir Júlíusson fór til Sví- þjóðar og þá lagði Andri Fannar Ottósson skóna óvænt á hilluna síðasta sumar. Þeim Hjálmari og Redo er því ætlað að fylla þetta skarð í sóknarlínunni. Hjálmar lánaður frá Hearts Phoenix Suns varð í fyrrinótt aðeins áttunda liðið í sögu NBA deildarinnar til að ná tveimur 13 leikja sigurhrinum á sama keppnistímabilinu. Phoenix vann þá sinn þrettánda sigur í röð þegar liðið vann 131-102 sigur á Minnesota. Phoenix hafði áður unnið 15 leiki í röð frá 20. nóvember til 19. desember. Amare Stoudemire var með 25 stig í leiknum, Shawn Marion skoraði 17 og tók 10 fráköst og Steve Nash var með 16 stig og 11 stoðsendingar. Það vekur athygli að aðeins tvö af hinum liðunum sjö sem hafa unnið þrettán í röð tvisvar á tímabili hafa ekki náð að verða NBA-meistarar. Þetta voru lið Washington Capitols árið 1947 og lið Utah Jazz árið 1997. Í kvöld fer Phoenix á fimm leikja keppnisferðalag og mætir þar fyrst liðinu sem stöðvaði 15 leikja sigurgöngu þess í desem- ber - Washington Wizards. Suns tapaði 5 af fyrstu sex leikjum sínum í vetur en hefur síðan unnið 31 af síðustu 34. Verður sagan á bandi Phoenix? Danmörk vann Noreg 27-25 í lokaumferð E-riðilsins í gær og varð þar með tólfta og síðasta þjóðin sem tryggði sér sæti í milliriðli heimsmeistara- mótsins. Norðmenn, sem voru sjóðandi heitir í leikjum sínum rétt fyrir mótið, þurfa að láta sér lynda að fara í keppni um 13.-18. sætið á mótinu. Danir fylgja Ungverjum upp úr riðlinum. Danir voru yfir nær allan leikinn í gær en staðan var 15-13 í hálfleik. Lars Christiansen var markahæstur í danska liðinu með sex mörk í gær en André Marius Jørgensen skoraði sjö mörk fyrir Noreg. Danir síðastir í milliriðil Snorri Steinn Guðjóns- son réð sér vart fyrir kæti eftir leikinn. „Það gekk allt upp og við vissum að svo þyrfti að vera ef við ætluðum okkur sigur. Andinn og baráttan var með ólíkindum og hver einasti maður gaf allt sem hann átti í leikinn. Það var að duga eða drepast þar sem við gerðum í brækurnar gegn Úkraínu,“ sagði Snorri og brosti. „Við spiluðum okkar leik í dag. Vörnin var frábær og Birkir stórkostlegur þar fyrir aftan. Það var hraði í okkar leik, ólíkt Úkraínuleiknum þar sem við vorum eins og fávitar. Þegar við spilum svona getum við unnið öll lið og því miður virðumst við einnig nánast geta tapað fyrir öllum. Ef við spilum svona í milliriðlinum þá er ég bjartsýnn,“ sagði Snorri. Allt gekk upp „Í nótt var ég nánast í sjálfsmorðhugleiðingum en það er ljóst að ég fæ að lifa eitthvað lengur. Liðið sýndi alveg hreint ótrúlegan karakter hér í dag og ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var eins og að spila á heima- velli annars og áhorfendur ótrúl- egir allir saman,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari kampa- kátur. „Það var frábært að halda þetta út. Það var krítískt að vinna sig út úr vandanum í upphafi síð- ari hálfleiks. Við komum þeim klárlega á óvart með að spila 6/0 vörn því ég vissi að þeir voru að undirbúa að við spiluðum 5/1. Við vorum vel undirbúnir og liðið var einbeitt í leiknum í dag. Vörnin var rosaleg strax í byrjun og mar- kvarslan einnig góð. Þeir voru slegnir út af laginu líkt og við vorum slegnir út af laginu gegn Úkraínu,“ sagði Alfreð en var þetta ein af bestu frammistöðum liðs undir hans stjórn? „Ég á marga góða leiki en þessi er á topp tíu. Þessi sigur toppar Svíal- eikina hvað varðar gæði og annað.“ Undirbúningur liðsins var með óhefðbundnara sniði en oft áður og Alfreð sýndi leikmönnum meðal annars bíómyndir sem virðast hafa farið vel ofan í leik- mennina. „Það var aðeins öðruvísi vídeó en sumir eru vanir í handboltan- um. Ég vil ekki segja hvað það var samt,“ sagði Alfreð sposkur. Ísland er í góðri stöðu í milli- riðlinum með tvö stig og fína markatölu. Það eru möguleiakr fyrir hendi hjá liðinu. „Það er alveg rétt og ég hefði aldrei getað ímynd- að mér það þrem mínútum fyrir leikslok að hafa áhyggjur af því að vinna leikinn of stórt. Ef við hefð- um sigrað með tólf mörkum eða meira hefði Úkraína farið áfram og við með en án stiga. Ég bað því leikmenn um að hægja á og passa sig,“ sagði Alfreð og hló mjög dátt. „Við verðum að halda vel á spilunum og passa að við séum ekki strax aftur komnir í krísu. Við verðum að ná stöðugleikan- um upp og þá er hægt að gera ýmislegt.“ Þungu fargi var létt af landsliðsþjálfaranum Alfreð Gíslasyni eftir leik og hann viðurkenndi að hafa látið strákana slá af svo þeir myndu ekki vinna of stórt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.