Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
68%
40%
37%
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006.
Þriðjudagur
LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA
allt landið
B
la
ð
ið
B
la
ð
ið
30
20
10
50
40
0
60
70
80
Sími: 550 5000
ÞRIÐJUDAGUR
30. janúar 2007 — 29. tölublað — 7. árgangur
Eirdís Heiður Chen Ragnarsdóttir ferð-ast um heiminn endilangan til að sinna sínu helsta áhugamáli, tennis.„Ég fór að æfa tennis þegar við fjölskyldan
bjuggum í tvö ár í Japan,“ segir Eirdís Heið-
ur Chen Ragnarsdóttir, 13 ára, sem leikur
tennis með Víkingi. Eirdís segist uppruna-
lega hafa æft fimleika, en móðir hennar, afi
og amma eru öll þekktir fimleikaþjálfarar í
föðurlandinu Kína. Síðan hafi komið í ljós að
fimleikar hentuðu Eirdísi einfaldlega ekki.
„Ég ákvað þá að prófa tennis hjá atvinnu-
þjálfara sem mamma kannaðist við,“ heldur
Eirdís áfram. „Þá áttaði ég mig strax á því að
þarna var eitthvað skemmtilegt á ferð.“
Eirdís hélt áfram að æfa tennis eftir að
fjölskyldan flutti til Íslands, þar sem hún bjó
upphaflega áður en stefHú
Vill æfa
í Kína
VEÐRIÐ Í DAG
Af hverju málþóf?
„Mér fannst málþófið svokallaða
gott hjá stjórnarandstöðunni og
gef lítið fyrir hneykslan fjölmiðla
og fréttamanna. Þetta var vont
frumvarp og þetta verða vond
lög,“ segir Valgerður Bjarnadóttir.
Í DAG 18
SÖGUSTUNDIR STYRKJATENGSLIN
Lestur fyrir börn á hverjum degi venur þau á virka hlustun og eflir málþroskann. BLS. 2
REIFAR OG POKAR ÚR FLÍSEFNIFlís-reifarnar úr versluninni
Skírn þykja
góðar til að
róa ungabörn og fylla þau
öryggiskennd og vellíðanBLS. 2
SKRAUTLEG
MIÐBÆJARKRÍLIFalleg barnaföt í miðbæ Reykjavíkur BLS. 4
ÖRUGG NETNOT
EFNISYFIRLIT
SÖGUSTUNDIRSTYRKJA TENGSLÞórir S. Guðbergsson SJÁ BLS. 2
SKRAUTLEGMIÐBÆJARKRÍLIfallegar barnaflíkur SJÁ BLS. 4
Börn og foreldrar
[ SÉRBLAÐ UM BÖRN – ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2007 ]
BÖRN OG FORELDRAR
Sögustundir
styrkja tengslin
Sérblað um börn
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
EIRDÍS HEIÐUR
Spilaði tennis í sex
tíma á dag í Kína
• Heilsa
Í MIÐJU BLAÐSINS
ÖRYGGISMÁL „Það er algjört glap-
ræði að hleypa stórum flutninga-
skipum hér nánast upp í fjöru,“
segir Halldór Nellet, fram-
kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land-
helgisgæslunnar, og að löngu sé
orðið tímabært að setja sérstakar
siglingaleiðir við landið. „Við
höfum lagt til að stórum skipum
og þeim sem hafa hættulegan
farm sé beint ytri leiðina svoköll-
uðu hér suðvestanlands, sem er
djúpur áll á milli Fuglaskerja og
Eldeyjarboða.“
Í hafnarríkiseftirliti Siglinga-
stofnunar á síðasta ári voru skoð-
uð 102 erlend kaupskip frá 32 lönd-
um. Þrjú skip voru kyrrsett vegna
ágalla við skoðun. Athugasemdir
voru gerðar við 61 flutningaskip.
Hermann Guðjónsson siglinga-
málastjóri segir að skip séu kyrr-
sett í höfnum hérlendis á hverju
ári. „Þá er það mikið að skipinu að
það fær ekki að fara fyrr en búið
er að gera nauðsynlegar lagfær-
ingar. Skoðað er hvort skipið sé
sjóklárt en ekki síður hvort skipið
sé rétt mannað eða hvort skip-
stjórnarmenn séu með tilskilin
réttindi.“ Hermann lítur svo á að
mest hætta stafi af skipum sem
eru að koma til hafnar á Íslandi í
fyrsta skipti og menn þekkja ekki
aðstæður. Hann tekur þó fram að
það sé mjög sjaldan sem gerðar
séu alvarlegar athugasemdir
varðandi þau skip sem hingað
koma.
Fjögur hundruð flutningaskip
komu til hafnar hérlendis árið
2006 og vel á annað hundrað risa-
olíu- og gasflutningaskip sigldu
um íslensku landhelgina á leið
sinni frá olíuvinnslusvæðum í
Múrmansk til Bandaríkjanna.
Alls voru skipakomurnar um
1.600.
Inntur eftir því að þrjú skip
voru kyrrsett í höfn hérlendis og
athugasemdir voru gerðar við 61
skip til viðbótar, segir Halldór
Nellet að Íslendingar eigi alveg
eftir að koma þessum málum í
viðunandi farveg og bendir á að í
Noregi verði teknar í notkun
reglur á þessu ári um að öll skip
stærri en 5.000 tonn og olíuskip,
þurfi að halda sig fjær landi en
30 mílur. „Það er ábyrgðarhluti
að leyfa skipum með allt að 20.000
tonn af olíu innanborðs að sigla
hér reglulega upp við landstein-
ana. Þau geta siglt hvar sem er og
svo eru risaolíuskipin með marg-
falt þetta magn. Eins þarf að hafa
í huga að flutningaskipin okkar,
sem hingað koma til hafnar oft á
ári, eru með mörg hundruð tonn
af olíu innanborðs.“ - shá
Þrjú flutningaskip kyrrsett
eftir skoðun í íslenskri höfn
Siglingastofnun gerði athugasemd við 61 flutningaskip sem skoðað var í fyrra. Alls voru skipakomur flutn-
ingaskipa 1.600 talsins. Beina þarf flutningaskipum frá landinu að mati framkvæmdastjóra aðgerðasviðs
Landhelgisgæslunnar sem segir glapræði að hleypa skipum upp í landsteina með stóran olíufarm.
LÁTTU DRAUMINN
RÆTAST 2007
Hin árlega stórsýning á
fasteignum á Spáni:
Í Perlunni 3–4. febrúar kl. 12–18
Síðumúla 13 – Simi 530-6500
www.heimili.is
Síðumúla 13 – Sími 517-5280
www.gloriacasa.is
Það er ábyrgðarhluti að
leyfa skipum með allt
að 20.000 tonn af olíu innanborðs
sigla hér reglulega upp við land-
steinana.
HALLDÓR NELLET
LANDHELGISGÆSLUNNI
Vefari af
hugsjón
Bandaríski myndlist-
armaðurinn James
Koehler heim-
sótti Ísland.
MENNING 30
Hótel Glymur
vinsælt
Emma Thompson og
fleiri Hollywood-stjörn-
ur sækja í Hvalfjörð
eftir friði og ró.
FÓLK 46
VINDASAMT - Í dag verða yfirleitt
vestan eða suðvestan 8-18 m/s,
hvassast með ströndum. Rigning
eða skúrir á landinu sunnan og
vestanverðu, snjókoma eða slydda
norðan til en skýjað með köflum
austast. Hiti 0-6 stig.
VEÐUR 4
VIÐSKIPTI Úrvalsvísitalan endaði í
7.000 stigum í Kauphöllinni í gær,
en hafði farið hærra um stund í
viðskiptum dagsins. Vísitalan
hefur ekki áður farið hærra.
Líklegt má telja að vísitalan
slái enn met í dag þar sem búist
er við góðum niðurstöðum í
uppgjörum banka í dag. Uppgjör
Landsbanka Íslands fyrir helgi
var hátt yfir væntingum, en í dag
birta Kaupþing, Glitnir og
Straumur-Burðarás Fjárfesting-
arbanki ársuppgjör sín.
Gróði þessara þriggja banka
nemur 146,4 milljörðum króna á
síðasta ári ef tekið er mið af
meðalspám greiningardeilda
banka hér á landi. - óká / sjá síðu 25
Vísitalan náði 7.000 stigum:
Búist við góð-
um uppgjörum
LÖGREGLUMÁL Fimm ungmenni
voru handtekin á Akureyri
aðfaranótt mánudags og í gær,
grunuð um innbrot og fjársvik.
Þar af voru tveir piltar, fimmtán
og átján ára, handteknir á bíl sem
þeir höfðu stolið í Laugardalnum í
Reykjavík. Piltarnir höfðu brotist
inn í hús á meðan heimilisfólk
svaf aðfaranótt sunnudags og haft
á brott með sér heimabíó kerfi og
aðra muni. Þeir gerðu sér lítið
fyrir og komu þýfinu fyrir í jeppa
heimilisins og óku sem leið lá til
Akureyrar. Á leiðinni keyptu þeir
mat og greiddu með greiðslukorti
úr veski sem þeir stálu úr húsinu.
Um hádegi í gær voru stúlka
og tveir piltar handtekin þegar
þau reyndu að senda þýfi til
Reykjavíkur. Talið er að ung-
mennin tengist innbyrðis og hafa
flest þeirra komist í kast við lögin
áður. - sþs
Fimm ungmenni handtekin:
Fylltu heimilis-
bílinn af þýfi
Vinnum með
góðri vörn
Alfreð Gíslason er
hæfilega bjartsýnn
fyrir stórleikinn
gegn Dönum í
dag.
ÍÞRÓTTIR 38 & 40
STJÓRNMÁL Margrét Sverrisdóttir
hefur ákveðið að segja skilið við
Frjálslynda flokkinn. Þetta ákvað
Margrét á fundi með sínu nánasta
stuðningsfólki í gærkvöldi. Guð-
jón Arnar Kristjánsson, formaður
flokksins, segir leitt að hún hafi
tekið þessa ákvörðun.
„Forysta Frjálslynda flokksins
sneri baki við sínum dyggu flokks-
mönnum til margra ára,“ segir
Margrét, sem segir forystuna hafa
greitt leið Nýs afls inn í flokkinn.
„Ég treysti mér alls ekki til að
vinna með þeim mönnum sem
þarna eru komnir til forystu.“
Margrét segir að í ljósi vinnu-
bragðanna sem viðhöfð voru á
flokksþinginu um síðustu helgi
hafi hún ekki talið sér fært að
vinna innan vébanda flokksins
lengur.
„Framtíð mín er algerlega óráð-
in eins og er, ég er ekki með neitt á
prjónunum,“ segir Margrét, sem
segist þó ekki hætt í pólitík. Hún
beinir því til stuðningsmanna
sinna að opna augun fyrir því hvað
gerðist á flokksþinginu um helg-
ina, en segist þó aðeins taka
ákvarðanir fyrir sjálfa sig. Flokks-
menn taki eigin ákvarðanir.
Margrét er varaborgarfulltrúi
frjálslyndra, og borgarstjórnar-
flokkurinn hefur staðið að baki
henni. Hún segir flokkinn hafa
boðið fram undir merkjum Frjáls-
lyndra og óháðra, og hún reikni
með að starfa sem óháður borgar-
fulltrúi. Það geti aðrir gert líka.
„Þetta er svolítið leitt,“ sagði
Guðjón Arnar Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins,
þegar blaðamaður bar honum tíð-
indin. Hann hafnar því algerlega
að þingmenn flokksins og félagar í
Nýju afli hafi markvisst unnið að
því að bola Margréti úr flokknum.
„Hún fer með rangt mál þegar hún
segir þetta.“
Sverrir Hermannsson, stofn-
andi Frjálslynda flokksins, segir
að Margrét hafi ekki haft annað
úrræði. Með þessari flokksforystu
hafi hún ekki getað starfað.
Aðspurður um nafn flokksins og
merki, sem eru skráð á hann, segir
Sverrir að hann hafi ekki tekið
neina ákvörðun um framhaldið.
- bj
Margrét Sverrisdóttir segir skilið við frjálslynda eftir fund með stuðningsfólki sínu:
Ætlar að halda áfram í pólitík
FUNDAÐI MEÐ STUÐNINGSMÖNNUM Sverrir Hermannsson og Gréta Kristjánsdóttir eiginkona hans komu til fundar með Margréti
og öðrum stuðningsmönnum hennar. „Maður getur ekki harmað þessa niðurstöðu eins og komið er fyrir flokknum undir stjórn
þessara manna. Þeir munu aldrei ná neinum árangri þessir menn,“ sagði Sverrir eftir fundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI