Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 8
Kringlan
Reykjavíkurvegur 74
Suðurlandsbraut 4A
konditori.is 588 1550 Við erum byrjuð að baka brauðin okkar aftur
Veisluþjónusta
& veislusalir
Tilboðsdagar
29. janúar til 2. febrúar
* meðan byrgðir endast
Þriðjudagur Kleinuhringur 50 kr *
Miðvikudagur Pekan vínarbrauð 100 kr *
Alla daga Kaffi 150 kr
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Fyrirtækið Villimey
hefur fengið alþjóðlega vottun
Vottunarstofunnar Túns til sjálf-
bærrar söfnunar á villtum íslensk-
um plöntum. Vottunin nær til tæp-
lega 80 ferkílómetra landsvæðis í
Tálknafirði og Arnarfirði og mun
fyrirtækið nýta villtar plöntur af
svæðinu til fjölþættrar fram-
leiðslu á lífrænum heilsuvörum,
græðikremum og snyrtivörum.
Fréttavefurinn Tíðis segir frá.
Vottunin markar tímamót að
því leyti að aldrei fyrr hefur jafn
stórt landsvæði á Íslandi verið
vottað til lífrænnar framleiðslu.
Nú þegar safnar Villimey um tíu
algengum tegundum villtra
plantna, þar á meðal baldursbrá,
brenninetlu, blóðbergi, mjaðurt
og vallhumli.
Villimey fær vottun
Hámarksbætur vegna
skipsstrands eru miklu lægri á
Íslandi en í Noregi. Norðmenn
breyttu siglingalögum sínum fyrir
nokkrum árum og hækkuðu fjár-
hæðina verulega eftir að nokkur
skip strönduðu við Noreg. Norð-
menn telja sig hafa lært af reynsl-
unni.
„Þau tilvik sem höfðu komið
upp voru það kostnaðarsöm að
Norðmenn töldu nauðsynlegt að
hækka þessar fjárhæðir til að
kostnaður gæti ekki lent eftir
atvikum á hinu opinbera,“ segir
Guðmundur Sigurðsson, prófess-
or við Háskólann í Reykjavík.
Guðmundur fjallaði nýlega um
strand Wilson Muuga í Hvalsnes-
fjöru og fór meðal annars yfir tak-
markanir bóta í siglingareglum á
Íslandi og í Noregi. Fram kom að
bætur hefðu verið hækkaðar veru-
lega í norsku siglingalögunum
árið 2005.
Guðmundur tók nokkur dæmi,
ný og gömul, um skipsströnd við
Noreg sem hefðu kennt Norð-
mönnum lexíu. Guðrún Gísladótt-
ir KE-15 sökk við Lófóten í júní
2002. Hún var 2.600 brúttótonn.
Kröfurnar námu 36 milljónum
norskra króna. Fjárhæðin nam
12,5 milljónum norskra en væri 52
milljónir samkvæmt núgildandi
lögum. Samkvæmt íslenskum sigl-
ingalögum væri hún 5 milljónir
norskra króna.
Um miðjan janúar 2007 strand-
aði flutningaskipið Server, tæp 20
þúsund tonn. Bótafjárhæðin er
samkvæmt norskum siglingalög-
um tæpar 2.600 milljónir íslenskra
króna en væri 351 milljón króna
samkvæmt íslenskum lögum.
Rocknes strandaði við Noreg í árs-
byrjun 2004. Kröfurnar námu 110
milljónum norskra króna. Bóta-
takmörkunarfjárhæðin var um 73
milljónir. Samkvæmt núgildandi
lögum væri hún 240 milljónir
norskra króna en samkvæmt
íslenskum lögum væri hún 30
milljónir króna.
Lögfræðingar samgönguráðu-
neytisins og Siglingamálastofnun-
ar hafa verið að fara yfir siglinga-
lög og lög um verndun gegn
mengun hafs og stranda og vinna
að tillögum um breytingar á
lögum. Samkvæmt upplýsingum
úr ráðuneytinu má búast við frum-
varpi en ekki hefur verið ákveðið
hvorum lögunum verði breytt.
Búist er við að það skýrist síðar í
vikunni.
Hærri bóta-
takmörkun
Norðmenn hafa miklu hærri bótatakmörkunarfjár-
hæðir en Íslendingar. Þeir lærðu af reynslunni og
hækkuðu fjárhæðirnar fyrir nokkrum árum. Frum-
varp er í bígerð.