Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 52
Ég held að ég hafi lést um tvö kíló? Glæsilegt! Dugleg kjella! Spáðu í því, það er kominn þriðjudagur strax! Þriðjudagar eru góðir dagar! Þriðjudagur er kannski ekki sá dagur vikunnar sem nýtur hvað mestrar hylli en það er hægt að vinna vel á þriðjudögum. Þriðjudagur, dagurinn þegar hlutirnir eru framkvæmdir. Já, það er á þriðjudögum sem maður rífur sig upp úr ruglinu og tekur ærlega til hendinni! Allt í lagi, ég skil! Virkar alltaf! Verður að kenna mér þetta! Ég heiti Jónas og einu sinni gat ég vakað í 18 mínútur án þess að sofna! Stuðningshópur fyrir fólk með svefntruflanir. Það er hvegi betra að vera og hugleiða en úti í náttúrunni! Bingó! Solla, hvað vorum við búin að segja um það að borða í stofunni! Að það sé bannað að borða í stofunni! Geturðu þá sagt mér hvers vegna þú ert að borða í stofunni? Af því að ég ... er með opinn munninn? Janúarmánuður virð- ist hafa einhvern sér- stakan blæ yfir sér. Fyrir utan einn ágæt- an afmælisdag í fjöl- skyldunni er þessi mánuður óvenjulega langur, myrkur og kaldur. Breskir vísindamenn hafa enda reiknað út að miður janúar sé leiðinlegasta tímabil sem fólk á Vesturlöndum lifir. Stutt sé síðan jólin voru og hétu en langt í að sum- arið hefjist af einhverri alvöru. Einungis nokkrir dagar eru síðan ég hafði loks geð í mér til að taka allt jólaskrautið niður. Ljósin frá steindauðu trénu höfðu verið eina tíran í svartnættinu. Auðvitað reyndist það svo of stórt til að hægt væri að draga það niður stigagang- inn þannig að kaupa varð sög í BYKO og kvöldið fór í að láta tréð gjalda fyrir janúarleiðindin. Jóla- ljósin hurfu inn í geymsluna og eftir stóð nakin stofan. Rætt var um pottaplöntu eða annað sem myndi fylla upp í tómarúmið. Hver jólasveinninn á fætur öðrum var settur aftur ofan í kassann eftir til- tölulega stutta dvöl og vondu bit- arnir úr konfektkassanum sem eng- inn hafði virt viðlits í jólagleðinni voru nú hey í harðindum. Janúar virtist hins vegar ekkert hafa styst í annan endann þótt jóla- haldið hefði verið kvatt. Í pósthólf- inu biðu ógnvænlega þykk umslög frá einhverjum banka og allt í einu var vænlegast í stöðunni að þykjast ekkert kannast við þennan mann sem bréfin voru stíluð á. Þegar umslögin voru loksins rist á hol hvarflaði sú fáránlega hugsun að mér að ef til vill væru bankarnir að svína á fólkinu í landinu með ofur- vöxtum. En var fljótur að skipta um skoðun þegar ég sá starfsmann eins bankans í auglýsingu þar sem hann hreinlega hoppaði upp um þakið í þágu viðskiptavinarins. Það getur auðvitað ekki verið að bank- arnir gefi manni hoppandi starfs- fólk en himinháa vexti eða hvað? Ljósi punkturinn í bréfastaflanum var yfirlit frá gömlum banka sem upplýsti mig um að fjögur hundruð krónurnar á fermingarreikningin- um höfðu ávaxtast um heila krónu frá síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.