Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 6
Eimskipafélag Íslands ætlar
að styrkja Neistann, styrktarfélag
veikra barna, um hálfa milljón
króna fyrir hvert mark sem Eiður
Smári Guðjohnsen, fyrirliði
íslenska landsliðsins og leikmaður
Barcelona, skorar í spænsku deild-
arkeppninni. Fyrirtækið mun einn-
ig styrkja Umhyggju, félag til
styrktar langveikum börnum, um
eina milljón króna fyrir hvert mark
sem Eiður skorar í meistaradeild
Evrópu. Þetta kemur fram í sam-
starfssamningi sem Eiður og Magn-
ús Þorsteinsson, stjórnarformaður
Eimskipafélags Íslands, undirrit-
uðu í Barcelona á sunnudaginn.
Samstarfssamningurinn er á
sviði markaðs- og kynningarmála
og gildir í þrjú ár. Samkvæmt
honum er Eimskipafélagi Íslands
heimilt að nota nafn og ímynd Eiðs
Smára til að kynna fyrirtækið,
meðal annars í auglýsingum og
kynningum.
Í fréttatilkynningu frá Eimskip
kemur fram að slagorð fyrirtækis-
ins, „Íslensk sókn um allan heim“,
tengist Eiði Smára því hann sé í
fremstu röð knattspyrnumanna í
heiminum í dag og að Eimskip sé
leiðandi fyrirtæki á sviði hita-
stýrðra flutninga í N-Evrópu.
Magnús Þorsteinsson segir að
Eiður setji slagorð fyrirtækisins í
nýja merkingu. „Ég er stoltur af
því að ganga til samstarfs við Eið
Smára og vona að þessi tvö óska-
börn þjóðarinnar muni saman ná
miklum árangri,“ segir Magnús.
Hann bætir því við að með samn-
ingnum vilji fyrirtækið einnig láta
gott af sér leiða með því að styrkja
íslensk börn sem eigi við veikindi
að stríða.
Eiður Smári segir að samning-
urinn sé spennandi fyrir hann og að
hann sé stoltur af því að Eimskip
vilji nota ímynd hans til að kynna
fyrirtækið.
Mörk Eiðs styrkja veik börn
Fylgist þú með undankeppni
Eurovision?
Finnst þér að prestar eigi að
kynna þjónustu sína í skólastof-
um?
Arftaki Windows XP stýr-
ikerfisins, Windows Vista, fer í
almenna sölu í dag. Meðal helstu
nýjunga er einfaldað viðmót,
bætt leit og fjölbreyttari tengi-
möguleikar fyrir margmiðlunar-
tæki á borð við tónlistarspilara.
Stýrikerfið, sem hefur verið
í þróun hjá Microsoft í sex ár,
kemur út í sjö útgáfum og er hver
þeirra ætluð mismunandi not-
endahópum. Sú ódýrasta, Home
Basic, mun kosta rúmar tuttugu
þúsund krónur hér á landi. Sé
stýrikerfið keypt með nýrri tölvu
lækkar verðið niður í um það bil
tíu þúsund krónur.
Ekki geta þó allar tölvur notað
stýrikerfið. Lágmarkskröfur eru
512 megabæti af innra minni og
fimmtán gígabæta pláss á hörð-
um diski.
Windows Vista
í almenna sölu
Guðjón Ólafur
Jónsson, þingmaður Framsókn-
arflokks, sagði framkvæmd
flokksþings
frjálslyndra
skrumskælingu
lýðræðisins við
upphaf þing-
fundar í gær.
Bað hann
ennfremur
formann
flokksins,
Guðjón Arnar
Kristjánsson,
um að beygja af
stefnu Frjáls-
lynda flokksins
í málefnum
útlendinga.
Guðjón
Arnar sagði
flokksþing
Frjálslynda
flokksins hafa
farið vel fram
og kvað flokk
sinn bæði opinn og lýðræðisleg-
an. Las Guðjón Arnar ennfremur
upp ályktun þingsins um málefni
útlendinga og lauk máli sínu á að
afhenda nafna sínum málefna-
handbók Frjálslynda flokksins.
Guðjón færði
Guðjóni mál-
efnahandbók
Enn eru 44 þekkt
sprengjusvæði á Íslandi frá tímum
seinna stríðs lítt eða ekkert könn-
uð. Upplýsinga um 27 svæði til
viðbótar er beðið.
Þetta kemur fram í svari utan-
ríkisráðherra við fyrirspurn Jóns
Gunnarssonar Samfylkingunni.
Jón spurðist fyrir um hvar
þekkt sprengjusvæði væru á land-
inu, hve stór þau væru, hvort hægt
væri að áætla magn skota og
sprengna á hverju svæði og hvort
sprengjuleit og hreinsun hefði
verið framkvæmd.
Í svarinu kemur fram að vitað
er um 73 svæði sem Bandaríkja-
menn notuðu til sprengju- og
skotæfinga frá 1940. Af þeim eru
til greinargóðar upplýsingar um
29 svæði og hefur sprengjuleit og
-eyðing þegar farið fram á nokkr-
um þeirra.
Í svari ráðherra segir að alls
gætu sprengju- og skotæfinga-
svæði náð yfir 24.000 ferkílómetra
lands. Flest þeirra eru á höfuð-
borgarsvæðinu og á Reykjanesi
en nokkur á Vesturlandi, Norður-
landi og á Austfjörðum.
Fram kemur að erfitt sé að
áætla hve langan tíma geti tekið
að hreinsa öll svæðin en fyrirséð
er að hreinsun á nokkrum þeirra
geti lokið á næstu árum og að hægt
verði að ljúka úttekt á ástandi ann-
arra á næstu fimm árum.
Í ljósi óvissunnar telur utanrík-
isráðherra erfitt að henda reiður á
kostnað við leit og hreinsun.
Blindrahesturinn
Panda hjálpar eiganda sínum Ann
Edie að komast á milli staða í
New York auk þess sem hún ver
eiganda sinn, er kattþrifin og
elskar að sækja spýtur.
Edie, sem er á sextugsaldri,
segist hafa leitað að blindrahundi
eftir að labrador-hundur hennar dó
fyrir nokkrum árum, en ákveðið að
prófa smáhest og hún sjái ekki
eftir því. Panda er réttilega
smáhestur, enda bara 74 sentimetr-
ar á hæð og er rúm fimmtíu kíló.
Þegar Panda er ekki að vinna
kúrir hún hjá eiganda sínum,
leggur sig á teppi eða leikur sér
að leikföngunum sínum.
Hestur gegnir
hlutverki hunds
Sjúkrarúmin á
vegum Heilbrigðisstofnun Aust-
urlands eru teppt af öldruðu fólki
sem hefði þurft að komast inn á
hjúkrunarheimili og því getur
sjúkrahúsið illa sinnt bráðveiku
fólki sem þyrfti að liggja í sjúkra-
rúmi. Þetta segir Einar Rafn Har-
aldsson, framkvæmdastjóri Heil-
brigðisstofnunar Austurlands,
HSA.
„Við höfum ekkert svigrúm.
Samtals eru um níutíu sjúkrarúm
á Heilbrigðisstofnun Austurlands,
þar af erum við að reka rúmlega
þrjátíu sjúkrarúm en þau hefðu
þurft að vera um fjörutíu til þess
að við hefðum það svigrúm sem
við hefðum þurft. Við erum í þeirri
kreppu að það er allt fullt hjá
okkur og við sendum alla sjúk-
linga sem við getum á sjúkrahús
annars staðar,“ segir hann.
Ástandið hefur versnað hægt
og sígandi síðustu tvö til þrjú ár.
Íbúum hefur fjölgað um þrjátíu og
sex prósent eftir að framkvæmdir
hófust fyrir austan og þess vegna
fleiri sem þurfa þjónustu stofnun-
arinnar. „Ástandið var orðið veru-
lega þrúgandi á síðasta ári og
engar úrbætur í sjónmáli,“ segir
Einar Rafn.
Í byrjun mars mun húsnæði
fyrir tólf rúma hjúkrunardeild í
Neskaupstað verða afhent en
Einar Rafn segir að stofnunin hafi
ekki peninga til að búa hana tækj-
um og búnaði og því sé ekki víst að
hægt verði að opna hana.
„Grunnbúnaðurinn kostar 30-
40 milljónir króna. Við höfum að
sjálfsögðu óskað eftir þessu fé en
það er ekki enn í hendi. Við bíðum
bara eftir svari úr heilbrigðis-
ráðuneytinu.
Vonandi dregur að því að við
fáum svar,“ segir hann.
Leifur Benediktsson, verk-
fræðingur í heilbrigðisráðuneyt-
inu, segir að um misskilning sé að
ræða. Ekki standi á peningum.
Spurningin sé hvenær sjúkrahús-
ið verði búið að koma sér fyrir í
húsnæðinu og þá verði hægt að
opna. Hugsanlega verði opnað þó
að hluta af búnaðinum vanti, það
sé ekkert óvenjulegt við það.
Þörfin fyrir hjúkrunarrými er
knýjandi fyrir austan, að mati við-
mælenda Fréttablaðsins. Fyrir
utan hjúkrunarrýmin í Neskaup-
stað hefur lengi staðið til að byggja
við hjúkrunarheimilið Hulduhlíð á
Eskifirði. Hjúkrunarheimili er
rekið á Fáskrúðsfirði og einnig
hefur verið þrýst á viðbyggingu á
Egilsstöðum.
Sjúkrarúm sögð
teppt af öldruðum
Sjúkrarúm hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands eru svo teppt af öldruðu fólki
að sjúkrahúsin geta illa sinnt bráðveiku fólki. „Engar úrbætur í sjónmáli,“ segir
framkvæmdastjóri HSA. Ráðuneytið talar um misskilning.