Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 57
Sú frétt fer nú eins og eldur í sinu um helstu fjölmiðla jarðarkringl- unnar að fyrsta finnska „smáskila- boða-skáldsagan“ sé komin út. Saga þessi, sem samanstendur ein- vörðungu af sms-textum, ber heit- ið „Síðustu skilaboðin“ og segir þar af yfirmanni í upplýsinga- tæknigeira sem segir upp starfi sínu og leggst í ferðalög um Evr- ópu og Indland. Þessi tæknivæddi ferðalangur sendir vinafólki sínu og fjölskyldu skilaboð á leið sinni en þau, ásamt svarskeytunum, eru yfir þúsund talsins og rúmast á 332 blaðsíðum bókarinnar. Höfundurinn Hannu Luntiala hefur einnig gert sér far um að halda inni styttingum, innsláttar- og málfræðivillum til þess að texti bókarinnar sé sem sannferðugast- ur. Haft er eftir Luntiala á frétta- vef AP að hann trúi því að smá- skilaboð geti afhjúpað margt í manneskjunni – meira en nokkurn grunar. Luntiala þessi er í forsvari fyrir fyrirtæki í Finnlandi sem vistar gagnabanka. Í fréttinni kemur aukinheldur fram að finnska útgáfufélagið Tammi hyggist þýða bókina á fleiri tungumál. Að lokum er klykkt út með því að viðeigandi sé að finnsk- ir höfundar nýti sér tækni- og vís- anaheim farsímaiðnaðarins sem blómstrað hefur í þúsund vatna landinu og það áréttað að finnski forsætisráðherrann Matti Vanhan- en hafi nýlega hætt með kærust- unni sinni með því að senda henni sms. Þess má geta að á undanförnum árum hafa sögur verið gefnar út eða gerðar aðgengilegar til lesturs í gegnum farsíma, þannig hafa komið út „bækur“ í Sviss, Indlandi og Kína sem hægt er að lesa með farsímatækni. Í Frakklandi hefur líka komið út smásagnasafn á frönsku og ensku sem skrifað er sem smáskilaboð en höfundur þeirrar bókar, Phil Marso, stærði sig af því að hafa aldrei notað far- síma og var á sínum tíma einn af forsprökkum „Farsímalausadags- ins“. Ekki er öll vitleysan eins. SMS-skáldverk á bók 27 28 29 30 31 1 2 Það er þemakvöld hjá Félagi þjóð- fræðinga í Sögufélagshúsinu Fischersundi á fimmtudagskvöld 1. febrúar kl. 20. Fyrirlesarar eru Ingibjörg Gestsdóttir og Rósa Þor- steinsdóttir. Ingibjörg Gestsdóttir kynnir efni lokaritgerðar sinnar, „Ég byrja bara og svo kemur hitt“. Ingibjörg vann ritgerð sína upp úr viðtölum og rannsókn á efniviði sagnamannsins Gests Friðjóns- sonar. Hún skoðar vísur og frá- sagnir Gests og lítur á umheiminn í gegnum sögurnar, í hvaða formi sem þær eru. Rósa Þorsteinsdóttir nefnir erindi sitt „Sögukona úr Sellátri“. Rósa fjallar um Kristínu Níels- dóttur sem fæddist árið 1910 og ólst upp í einni af hinum óteljandi eyjum Breiðafjarðar. Sögur henn- ar og kvæði voru hljóðrituð á árun- um 1965 til 1975. Stóran hluta af sagnasjóði sínum hefur Kristín átt frá barn- æsku og þar eiga sagnir úr fjöl- skyldunni sér fastan stað. Þessar sagnir af forfeðrum sínum, sem oft sáu eða heyrðu eitthvað yfir- náttúrulegt, segir hún aftur og aftur, í hverri upptökunni af ann- arri. Sagnir af æskuslóðunum, eyjunum á Breiðafirði, eru henni einnig hugleiknar og hún trúir efni þeirra yfirleitt. Það sem vekur athygli er að þótt Kristín virðist hafa verið alin upp við sagnir frekar en ævintýri, hefur áhugi hennar á fullorðinsárum frekar beinst að ævintýrum. Lang- flest fjalla þau um greindar og ráðagóðar stúlkur sem reynast oftast fremri karlkyns hetjunum við að ráða fram úr málum og birta með því oft á tíðum sömu lífsviðhorf og sagnirnar sem Kristín segir af formæðrum sínum. …ég byrja bara og … Bresku tvísöngspiltarnir Pet Shop Boys eru um þessar mundir helsta viðfangsefni sýningar í National Portrait Gallery í London. Dregn- ar eru fram myndir af þeim félög- um frá löngum ferli, ljósmyndir af plötuumslögum og annað ítarefni frá ferli þeirra. Níunda söngva- safn þeirra er væntanlegt í vor. Við opnun sýningarinnar létu þeir þess getið að væntanleg væri á markað kvikmynd sem leikstjór- inn Derek Jarman stýrði um tón- leikaferð þeirra félaga 1989. Hún var lögð á hilluna á sínum tíma. Þeir hafa verið duglegir að þreifa fyrir sér á nýjum sviðum. Í fyrra tóku þeir þátt í söngleik og nú hafa þeir tilkynnt að þeir hyggist semja tónlist fyrir ballett. Pet Shop Boys
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.